Kútapöntun brew.is

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Nú stendur til að panta kúta frá AEB kegs, rétt eins og í fyrra.

Verðið á 5 gallona (~20 lítra) kút er 17.000kr og greiðist fyrirfram á bankareikning brew.is:
0372-13-112408
kt 580906-0600

Greiðslustaðfesting óskast úr netbanka á brew@brew.is.

Tímalína:
28. Janúar: Kútapöntun byrjar
18. Febrúar: Kútapöntun lokar og allir kútar verða að vera greiddir.
4-11. Mars: Kútar koma af framleiðslulínu AEB
1-14. Apríl: Kútar komnir til Íslands og afhentir

Athugið að þessar tímasetningar geta breyst eitthvað, en stefnan er að kútarnir komi til landsins í Apríl.

Einnig stendur til að panta alla aukahluti fyrir kúta, en það verður ekki gert fyrr en í mars. Nánari upplýsingar á blogginu þegar nær dregur.

Ég mun taka einhverja kúta aukalega umfram forpantanir. Þeir verða seldir á hærra verði en í forpöntuninni.

Algengar spurningar
1. Hvað vil ég marga kúta?
Það er venjulega þægilegt að vera með <fjöldi krana> + einn kút. t.d. ef maður ætlar að vera með 2 krana á/í ísskápnum að eiga 3 kúta.
Þá getur maður verið með 2 krana í gangi, og einn lausan kút til að fylla á eftir gerjun og leyfa bjórnum að þroskast áður en maður tengir hann við krana.

2. Hvað kostar heildar pakkinn, með öllum græjum?
Ef við gerum ráð fyrir 2 kútum, 2 krönum og öllum fylgihlutum þá getur dæmið litið ca svona út:

34.000kr 2x Corny kútar
22.000kr CO2 kútur
12.000kr CO2 þrýstijafnari
5.000kr 2x Sett hraðtengi (disconnects)
1.000kr Slöngur og hosuklemmur
1.000kr plastkranar eða 5-15.000kr fyrir krana á ísskáp

3. Þarf ég ísskáp fyrir kúta?
Það er hægt að komast af án ísskáps en það er drep leiðinlegt. Ég mæli sterklega með að finna gamlan ísskáp t.d. á bland.is. Ef þú hefur ekki pláss fyrir ísskáp þá er hæpið að þú hafir pláss fyrir kúta.

4. Hvernig virkar þetta kútadót?
Á næstu dögum og vikum mun ég skrifa nokkra pistla um hvernig maður kemur kútum í gagnið, hvernig viðhaldið er á þeim o.s.frv. Það er ekkert mál að setja bjór á kúta og getur verið töluverður vinnusparnaður í þrifum og viðhaldi borið saman við flöskur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Vika til stefnu í kútapöntun... Eru menn ekkert spenntir fyrir þessu?
User avatar
Gunnar Ingi
Villigerill
Posts: 21
Joined: 18. Nov 2011 09:05

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Gunnar Ingi »

Bara svo við séum á sömu blaðsíðu.. þessi hóppöntun er bara á sjálfum kútunum, ekki satt?
Ekki CO2 kútum, þrýstijöfnurum etc?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Jú passar. Fylgihlutir koma seinna. Fljótlega.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kútapöntun brew.is

Post by æpíei »

Úff, ég ætla að taka skrefið. Búinn að panta 3 stykki :)
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Sindri »

Væri svo til í þetta 11 maí....
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Sindri »

Ef ég myndi redda mér kút frá ölgerðinni eða vífilfell.. myndi ég geta notað tengin sem þú ert með ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Sindri wrote:Ef ég myndi redda mér kút frá ölgerðinni eða vífilfell.. myndi ég geta notað tengin sem þú ert með ?
Ölgerðin og vífilfell eru löngu hætt að nota þessa kúta, flestir fóru í pressun fyrir nokkrum árum. En já. Ekkert mál að nota tengin ef þú reddar þér kútum. Það er sitthvor gerðin fyrir coke og pepsi, en ég á bæði.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Plammi »

Er enn hægt að panta? Tek einn ef svo er.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Já enn hægt að panta. Ég tók slatta af kútum auka og það er hægt að tryggja sér þá ennþá.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Plammi »

hrafnkell wrote: Tímalína:
28. Janúar: Kútapöntun byrjar
18. Febrúar: Kútapöntun lokar og allir kútar verða að vera greiddir.
4-11. Mars: Kútar koma af framleiðslulínu AEB
1-14. Apríl: Kútar komnir til Íslands og afhentir

Athugið að þessar tímasetningar geta breyst eitthvað, en stefnan er að kútarnir komi til landsins í Apríl.
Sælir
Einhverjar fréttir af þessu?
Er með bjór sem er tilbúinn og langar að setja á kút. Hann er fyrir veislu sem verðu líklegast 10.maí. Á ég að halda niðri í mér andanum eða bara skella honum á flöskur?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Plammi wrote:Sælir
Einhverjar fréttir af þessu?
Er með bjór sem er tilbúinn og langar að setja á kút. Hann er fyrir veislu sem verðu líklegast 10.maí. Á ég að halda niðri í mér andanum eða bara skella honum á flöskur?
Kútarnir duttu af framleiðslulínunni í þessari viku og ég er búinn að biðja fraktfyrirtækið um að sækja þá. Það ætti svo að taka um 3 vikur að koma þeim á klakann.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Plammi »

hrafnkell wrote: Kútarnir duttu af framleiðslulínunni í þessari viku og ég er búinn að biðja fraktfyrirtækið um að sækja þá. Það ætti svo að taka um 3 vikur að koma þeim á klakann.
Takk fyrir það, hugsa að þetta fari bara á flöskur þá. Þá er bara mál að leggja í næsta bjór (líklegast IPA) sem fær að vígja kútinn.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Það ætti nú að vera nægur tími ef það á bara að tæma kútinn 10 maí samt :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kútapöntun brew.is

Post by æpíei »

Gleymi alltaf. Er þetta ball lock eða pin lock? :?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

ball lock.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapöntun brew.is

Post by hrafnkell »

Kútarnir eru komnir í hús og af því tilefni verður opið 12-14 á morgun, laugardag. Endilega sækið kútana ykkar sem fyrst :)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kútapöntun brew.is

Post by Plammi »

Image
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply