Page 1 of 1

White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 27. Jan 2014 21:16
by hrafnkell
Nú stendur til að endurtaka blautgerspöntun. En til þess að hræra aðeins upp í hlutunum þá er stefnan sett á að panta ger frá White Labs í staðinn fyrir Wyeast í þetta skiptið.

Verð per vial er 1500kr, eða 7500kr fyrir 6stk (6 á verði 5)

Fyrirkomulagið verður eins og venjulega:
1. Þú pantar ger með því að senda mér póst á brew@brew.is með hvaða strain þú vilt.
2. Þú borgar fyrir gerið með millifærslu á 0372-13-112408, kt 580906-0600 og sendir greiðslukvittun á brew@brew.is úr netbankanum
3. Þú sækir gerið þegar það kemur, sennilega 13 febrúar.

Seinasti séns til að senda inn pöntun er 3. febrúar! (rétt eftir útborgun)

Hér má sjá hvaða ger White Labs bjóða upp á:
http://www.whitelabs.com/beer/homebrew/listings" onclick="window.open(this.href);return false;

Smáa letrið: Það þarf ákveðinn fjölda af pökkum til að sendingin gangi upp. Ef hann næst ekki þá verður hætt við pöntunina og endurgreitt eða henni frestað um nokkra daga.

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 27. Jan 2014 22:39
by bergrisi
Flott framtak.
Verð með. Leggst yfir þetta um helgina.

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 28. Jan 2014 08:17
by rdavidsson
Gott að hafa þetta við hendina:

http://www.mrmalty.com/wyeast.php

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 29. Jan 2014 13:22
by Ásgeir
Er sama verð á bakteríum?

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 29. Jan 2014 14:17
by hrafnkell
Já, sama verð á bakteríum.

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 31. Jan 2014 15:54
by bergrisi
Búinn að panta spennandi ger. Vona að það verði góð þátttaka svo ég geti stundað bjórgerðina af krafti fram á vor.

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 31. Jan 2014 16:28
by æpíei
Flott framtak. Ég hef notað nokkur brett ger frá þeim með góðum árangri, sérstaklega 645, en stefni á 644 líka fyrir einn súran IPA og jafnvel 630 fyrir einn Berlínar. Þetta er í samræmi við nýársheitið að brugga meira súrt :beer:

http://www.whitelabs.com/beer/homebrew/listings?style=5" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: White Labs blautgerspöntun brew.is - 3 febrúar!

Posted: 2. Feb 2014 12:48
by hrafnkell
Minni á pöntunina :)