Page 1 of 1

Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 27. Jan 2014 19:54
by Beatsuka
Sælir gerlar.

Langar að forvitnast aðeins með nokkra hluti hérna.. ég er nýlega fluttur til Akureyrar og eftirfarandi vangaveltur væri fínt að fá svör við ef hægt er. :)

Er enginn söluaðili á Humlum, korni, Geri og öðrum hráefnum fyrir BIAB bjórframleiðslu? Ég veit til þess að Jötun vélar og Byko eru með svona bjór í dósum til að blanda eins og Áman selur. en er eina leiðin til að kaupa humla, ger og korn beint frá reykjavík með þar með tilfallandi sendingarkostnaði?

Síðan er ég einnig að pæla hvort ekki sé hægt að kaupa food grade tunnur hérna fyrir norðan sem hægt er að smíða suðutunnu úr?
Ég veit að ég get keypt gerfötur og fleira dót í jötun og byko en virðist ekki vera að finna suðutunnu sem ég get nýtt mér. (50-60L food grade)

síðast en ekki síst. eru ekki einhverjir gerlar hérna frá Akureyri og er aldrei neinir Fágun-ar hittingar hér? væri ekki amalegt þegar maður kemst almennilega af stað í þessu sporti að geta skipst á smakki og fl. við aðra bruggara :)

afsaka spurningaflóðið og fyrirfram þakkir fyrir svör!

:skal:

Re: Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 27. Jan 2014 21:05
by hrafnkell
Sæll

Ég veit ekki um neinn sem er að brugga á Akureyri eins og er. Það var einn, en ég hef ekkert sent honum í svolítinn tíma. Landsbyggðarfólk hefur verið duglegt að nýta ferðir í bæinn, en ég hef líka verið að senda einn og einn pakka með póstinum. Sendingarkostnaðurinn er ekkert svo skelfilegur hlutfallslega þegar maður er kominn í t.d. nokkrar lagnir í einu.

Ég held að það sé enginn að selja all grain tengdar brugggræjur og hráefni á Akureyri.

Re: Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 27. Jan 2014 21:36
by reynirdavids
ég er fluttur til akureyrar aftur og er að fara byrja að brugga á fullu aftur.

Það sem ég mun gera er að kaupa bara korn hjá Hrafnkeli í svolitlu magni og vikta bara sjálfur í uppskriftirnar.
Fínt að eiga slatta af korni og geri í ísskápnum.

En þér er guðs velkomið að hafa samband.

Re: Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 27. Jan 2014 22:15
by Beatsuka
Já ok. bjóst við því að það væri slatti af fólki hérna að brugga miðað við þær sögur sem maður hefur heyrt. kanski eru þá allir Akureyrar bruggarar bara í pakkamixi heh..

Ég geri ráð fyrir því að ég muni panta þetta frá þér Hrafnkell enda er ég að sunnan og á fjölskyldu að sækja þangað þannig að ég fer reglulega suður. mun þá bara kaupa mér smá lager þegar ég kem í b´æinn og læt senda nausynjar :)

Reynir. hver veit nema maður fái second opinion frá þér þegar maður kemst í að brugga loksins, er að kaupa mér íbúð núna og að fara að gera hana upp í næsta mánuði. kemst í bruggið vonandi í mars heh.. eitt í einu... :)

Re: Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 28. Jan 2014 11:24
by mattib
Ég er að fara flytja til Akureyrar og min því líklega þurfa að panta frá Brew.is , kannski getum við sameinast og pantað saman , einusinni í mánuði eða eitthvað slíkt.

Re: Vörur á Akureyri eða panta úr bænum?

Posted: 28. Jan 2014 12:35
by Beatsuka
mattib wrote:Ég er að fara flytja til Akureyrar og min því líklega þurfa að panta frá Brew.is , kannski getum við sameinast og pantað saman , einusinni í mánuði eða eitthvað slíkt.

Ja það sakar ekki að skoða það. Gæti margborgað sig. En eg hef reyndar ekki skoðað nakvænlega hver kostnaðurinn er við að fa ymislegt sent. :)