Page 1 of 1

Föroya Bjór til íslands

Posted: 26. Aug 2009 15:46
by Hjalti
http://www.foroyabjor.dk/Index.asp?pID=" onclick="window.open(this.href);return false;{20C24572-F03E-4802-BF7C-776E3FAADE3D}

Verð nú bara að benda á það að þeir ætla að nýta sér fríverslunarsamningin og fara að selja þessar gæðavörur á Íslandi... Þetta hljómar nú bara ekkert smá vel það sem maður les þarna, nýr stout og nokkrir nýir Alear.

Helvíti gott...

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 26. Aug 2009 19:11
by Andri
Ég var að skoða þetta fyrir einhverjum 2 mánuðum, djöfull langaði mig bara að stökkva til Færeyja og kaupa kassa af hverju

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 31. Aug 2009 19:25
by valurkris
Fór í heiðrúnu áðan og þá voru komnir tvær tegundir og restin var væntanleg samhvæmt hillumerkingunum

ég tók Slupp með mér og mun smakka hann á eftir

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 31. Aug 2009 20:05
by Hjalti
ú!

Hvernig bragðast?

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 31. Aug 2009 20:37
by valurkris
Verð bara að segja að hann er virkilega góður, ég mun allavega versla hann mun oftar í framtíðinni.
Ég var sérstaklega ánægður með flöskuna, margnotuð, rispuð og fín og ég fékk danmerkur tilfinningu sem að ég er mjög sáttur við

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 31. Aug 2009 22:58
by Andri
ú ú ú ú ú!!!

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 31. Aug 2009 23:04
by Hjalti
Andri wrote:ú ú ú ú ú!!!
Sammála..... held að þú hafir bara coverað orðaforðan minn í þessu samhengi!

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 1. Sep 2009 21:53
by Idle
Brá mér í Skútuvoginn í kvöld og náði mér í Slupp og Green Islands Stout (meðal annars). Þar voru a. m. k. fimm tegundir til.

*Slúrp* heyrðist þegar Sluppinn rann niður kverkarnar, en ég er enn að dreypa á státinum. Slupp kom notalega á óvart, og státinn jafnvel enn meira. Mæli hiklaust með þessum! :)

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 2. Sep 2009 09:51
by Eyvindur
Klárlega þarf að gera sér ferð í ríkið á næstunni.

Re: Föroya Bjór til íslands

Posted: 5. Sep 2009 09:02
by ulfar
Þið ættuð að kommenta á dómana mína um Sluppinn og Stoutinn en þeir voru af alltöðru meiði. Á hinsvegar eftir að smakka svarta sauðinn sem ég bind vonir við.