Page 1 of 1
Nokkrar flöskupælingar
Posted: 22. Jan 2014 23:58
by Beatsuka
Sælt veri fólkið!
Ég er búinn að vera að skoða þræðina hérna í allt kvöld og hef fengið nokkrar vangaveltur upp í kollinn á mér varðandi flöskur..
Mig langar að sjá hvort maður fái einhver imput frá gerlum spjallsins varðandi þessar vangaveltur þar sem að ég er þessa stundina að vinna hörðum höndum að því að sanka að mér flöskum fyrir tilkomandi heimabrugg!
Ég afsaka mig ef að ég er að spyrja að of vitlausum spurningum eða ef það hefur verið fjallað sérstaklega um einstaka dæmi í öðrum umræðum, ég hef bara ekki séð það sérstaklega.
1. Hvaða bjórflöskur mælið þið sérstaklega með til þess að nota í BIAB átöppun og afhverju?
2. ég hef séð að margir kjósa að nota dökk gler. er einhver sérstök ástæða fyrir því? Er ekki auðveldara að sjá hvort bjór sé orðinn tær á glærum flöskum?
3. Hefur fólk verið að lenda í vandræðum með Víking Gylltan flöskurnar varðandi að setja á þær tappa? sýnist vera svo lítið bil á milli kantana á þeim flöskum.. (sjá mynd)
4. Hvar er best að kaupa miða til að merkja sínar eigin flöskur með sínum útprentunum fyrir viss tilfelli?
afsaka spurningaflóðið en ég er nýr í þessu og á eftir að koma mér almennilega af stað. en maður verður nú að byrja á því að redda sér almennilegum flöskum áður en útí bruggið er farið og er alveg eins gott að vera ekki að versla slatta af bjór sem er í ónothæfum flöskum
Mynd:
Hér má sjá Víking flösku (til hægri) við hlið venjulegrar glærrar flösku og sést greinileag munurinn köntunum fyrir tappa.

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 00:03
by gm-
1. Hvaða bjórflöskur mælið þið sérstaklega með til þess að nota í BIAB átöppun og afhverju?
Mér fannst best að nota 500 ml brúnar flöskur, en núna notast ég aðallega við 500 ml grænar grolsch flöskur með swing top töppum svo ég þurfi ekki að nota capper.
2. ég hef séð að margir kjósa að nota dökk gler. er einhver sérstök ástæða fyrir því? Er ekki auðveldara að sjá hvort bjór sé orðinn tær á glærum flöskum?
Olíurnar í humlum isomerast í sólarljósi og brotna niður og niðurstaðan er hin alræmda skunkun, sem er ekki gott fyrir bjórinn.
3. Hefur fólk verið að lenda í vandræðum með Víking Gylltan flöskurnar varðandi að setja á þær tappa? sýnist vera svo lítið bil á milli kantana á þeim flöskum.. (sjá mynd)
Get ekki hjálpað þér með þessa, þar sem ég bý ekki á Íslandi.
4. Hvar er best að kaupa miða til að merkja sínar eigin flöskur með sínum útprentunum fyrir viss tilfelli?
Sama hér, en mér fannst best að nota bara venjulegan prent pappír og festa þá á flöskurnar með mjólk
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 00:24
by astaosk
Ég er alveg búin að gefast upp á því að nota viking flöskur. Minn "lokari" ræður amk ekki við að loka þeim vel (rauður, keyptur í Ámunni fyrir mörgum árum)
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 00:32
by drekatemjari
Ekki hafa áhyggjur af því að spyrja spurninga, ég var allt of ragur við það þegar ég byrjaði og hefði getað sleppt mörgum vitleysunum hefði ég bara látið vaða og fengið ráðleggingar.
1. Ég nota ALLAR flöskur sem ég kemst yfir og taka þessa venjulegu tappa. Flest allar flöskur eru nothæfar en það tekur nokkra lagni að læra á sumar þeirra eins og t.d. viking flöskurnar. Sumir vilja eiga eins flöskur undir bjórinn sinn en ég er með minn á littlum stubbaflöskum, hoegaarden, budweiser, egils, Leffe og nánast öllum þeim flöskum sem ég eða vinir mínir skilja eftir heima hjá mér.
2. Brúna glerið verndar best fyrir ljósskemmdum síðan græna en ljósa glerið veitir litla sem enga vernd. Eins og gm- segir er humlaður bjór sérstaklega viðkvæmur fyrir ljósskemmdum en það á þó við um allan bjór.
Ég er ekkert að pæla í hvaða gler er í flöskunum þar sem ég geymi allan minn bjór inni í geymslu eða ísskáp þangað til ég drekk hann og þvi lítil hætta á ljósskemmdum.
3. Þær eru svolítið tricky en ég næ að setja á þær með græjunum frá Hrafnkeli á Brew.is
4. Ef þú kemst í laser prentara geturðu notað mjólkur aðferðina sem er mjög easy. Maka smá mjólk aftan á pappírinn og hann límist við flöskuna en það er erfitt að nota mjólk með bleksprautuðum pappír án þess að blekið smyrjist út um allt.
Það besta sem ég hef gert í flöskumálum frá því ég byrjaði að brugga er að í hvert sinn sem ég eða einhver annar opnar sér flöskubjór á mínu heimili tek ég flöskuna og skola hana vandlega og læt til hliðar til þurrkunar.
Nannig eru flöskurnar hreinar þegar ég pakka þeim niður í kassa og engin mygla myndast í botninum og því óþarfi að þrífa þær með hreinsiefnum áður en ég nota þær.
Ég einfaldlega skola úr þeim með volgu vatni og sótthreinsa með joðófór áður en ég set bjór á þær.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 07:13
by bergrisi
Um að gera að spyrja. Ég hef grætt helling á því hérna inni.
1. Ég byrjaði á að kaupa mér kassa af Grolsch ásamt því að safna öllum flöskum sem til féllu. Er með algjört ógeð á Grolsch bjórnum. Var lítið hrifinn af honum fyrir en þetta gekk alveg frá mínum áhuga á þeim bjór. Í dag nota ég bara brúnar 33 cl flöskur þar sem ég geri mikið af dökkum og þungum bjórum og finnst því 33 cl hæfilegt magn. Ég er unungis með flöskur sem eru með "góðum" háls sem skilur brugg eftir. Líkt og Kalda flöskurnar en nota ekki Leffe flöskur þar sem gruggið rennum frekar úr þeim.
2. Búið að svara
3. Prufaði að nota flöskur frá Viking en er alveg hættur því. Finnst leiðinlegt að nota svona flöskur. Fékk einusinni helling af Tuborg flöskum sem voru líka með svona tappa og losaði mig við þær.
4. Miðarnir eru spennandi til að byrja með en ég fór fljótlega í að merkja mína bjóra með litlum límmiðum á tappana. Sjá umræðu hér:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=17 ... ice#p15605, en tek það fram að það er gaman að vera með flottan miða og sumir eru að gera virkilega flotta miða eins og Classic.
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=276 ... B0i#p22987
Gangi þér vel í flöskusöfnunni.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 09:26
by Plammi
Sýnist nú vera búið a ðsvara öllu hérna, en hér eru smá reynslu-punktar sem mig langar að bæta við:
Merkingar: Þú átt aldrey eftir að nenna að gera miða fyrir allar flöskur. Best er að gefa bjórnum númer eða nafn og tússa á tappann (hjá mér HD = Hádurtur, HD2 = Hádurtur v.2). Persónulega er ég hrifnari af 2ja bókstafa dæminu því þá þarf ég ekki að fletta upp númerum ef ég gleymi.
Fyrir þær flöskur sem fá miða þá virkar vel að prenta á venjulegan pappír og festa á með smá mjólk. Einnig hef ég heyrt að smá U-hu lím haldi miðanum vel og fer auðveldlega af við þvott.
Varastu að nota flöskur sem þér finnst vera aumingjalegar, t.d. þunnar og léttar. Hef lent í því að brjóta einfaldlega toppinn af flöskunni við átöppun.
Flöskuval: Ég er hægt og rólega að reyna að fara eingöngu í 500ml flöskur, það munar soldið að tappa á 40stk vs. 60stk fyrir hverja lögn...
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 23:07
by Beatsuka
Flott er takk kærlega fyrir þetta
Mjög gott að vita með dökka / græna glerið. ég verlsaði mér einmitt 2 kippur af Víking gylltum sem er í brúnum flöskum og í næstu ferð ákvað ég að skoða Stella flöskurnar nánar þar sem ´mér þykir hálsin á þeim einmitt geta aðstoðað mig við að minka skýjun/grugg í bjórnum þegar ég helli hann er það skarpur.
Hafði einmitt hugsað mér að merkja bjóra svona á tappana en ef að sérstakt brugg verður notað t.d. í sérstökum tilefnum þá útbúa miða á það. Er ekki að nenna að fara að merkja miða á hverja flösku í hvert skipti
Hugsa að ég muni bara kaupa Stella héðan af nema einhver geti komið með betri hugmynd af flöskum sem henta betur? enda tiltörulega ódýr og alveg drykkjanlegur þótt ég kjósi nú víkinginn frekar persónulega
Þarf væntanlega að sanka að mér minst 60 flöskum, en ef ég þekki mig rétt þá mun það duga skamt þannig að markið er sett á minimum 120 flöskur áður en fyrsta brugg er búið

... spurning hvernig það fer með mann samt heh. sem betur fer þá mun fyrsta brugg ekki byrja fyrr en í mars og ég á eftir að gera upp heila íbúð í febrúar þannig að það er fín leið til að sötra smá
Takk aftur fyrir góð svör!

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 23. Jan 2014 23:47
by hrafnkell
Ég myndi halda mér frá grænum (stella) flöskum ef þú ert að velja bjór með það í huga að ætla að setja eigin veigar á þær..
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 00:04
by Funkalizer
Er stúturinn á Stella flöskunum ekki líka frekar leiðinlegur fyrir þennan typical capper?
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 00:31
by Beatsuka
Ju gæti verið.. sa það eftir að hafa opnað mer i kvold að stùturinn er nànast eins og á víking gull..
Ekkert vandamàl. Þà er bara að prófa næsta bjór á listanum. S.s. einhvern sem tekinn var fram her að ofan

Þykir nu ekki leiinlegt að profa bjóra
Er stella slæmt útaf einhverju öðru en tappaveseninu eða er það líka liturinn?
Edit- las betur commentið frá hrafnkeli. Focusa þa bara a dokkt brunt gler

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 02:17
by gosi
Eru Gæðingaflöskurnar ekki fínar. Hef allavegana náð miðanum af þeim 100% og ekkert lím.
Þær eru brúnar og tappanlegar. Pínu pervertismi í mér en mér finnst þær líka svolítið heillandi flöskur.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 08:46
by Plammi
Gæðingur flöskurnar eru frábærar. Það er mjög þæginlegt að ná þeim af og flöskurnar eru góðar í alla staði.
Stella eru leiðinlegar. Þá helst vegna þess að þegar maður klórhreynsar flöskurnar þá skilja miðarnir eftir einskonar glimmer sem sest utan á allt og festist þar.
Sjálfur safnaði ég soldið af 500ml Thule og Budvar flöskum, þær hafa reynst vel (miðaþrif á Budvar er ekkert rosalega skemmtilegt en bjórinn er góður).
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 12:27
by Beatsuka
Verð að vera sammála eftir að hafa skoðað Gæðinginn að flöskurnar eru heillandi / flottar.
Verst að við erum að tala um nánast 2x hærra verð á þeim sem telur ef maður er aðalega að horfa á að sanka að sér flöskum. en ég verð reyndar að játa mig sekann um að hafa ekki enþá smakkað gæðing þannig að bjórinn gæti hreinilega verið þess virði að eyða 2x meira

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 12:39
by astaosk
Ætli Egils gull og Bríó séu ekki ódýrustu flöskurnar sem eru vel nýtanlegar, þó innihaldið mætti vera betra - þú bætir bara úr því. Samt ekki alveg eins þægilegt að fjarlægja miðana og af yndislegu Gæðings flöskunum.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 12:53
by gosi
Miðað við ríkið núna kostar Gæðingur Lager 363 eða Gæðingur Pale Ale 363 en Bríó 324. EInnig kostar ódýrasta brúna flaskan með réttum hálsi 299, annars vegar frá
Krombacher Pils og hins vegar frá Budweis. Svo þarna er ekki alveg 2x meiri kostnaður.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 13:02
by Beatsuka
gosi wrote:Miðað við ríkið núna kostar Gæðingur Lager 363 eða Gæðingur Pale Ale 363 en Bríó 324. EInnig kostar ódýrasta brúna flaskan með réttum hálsi 299, annars vegar frá
Krombacher Pils og hins vegar frá Budweis. Svo þarna er ekki alveg 2x meiri kostnaður.
Neinei. enda er ég líka bara í algjöru rugli hérna og afsaka þetta. var ekki að lesa rétt í verðin svona nývaknaður.
Verðin eru alls ekki slæm á gæðing miðað við annan bjór. Ég mun bókað versla mér Pale Ale frá Gæðing á eftir. En ég verð að játa að ég sé hvergi Gæðingur Lager. Eini bjórinn sem ég sé á síðu ÁTVR frá Gæðing sem kostar 363 kr. er Pale Ale.
Takk fyrir að leiðrétta mig Gosi!

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 13:26
by gosi
Já ég sé það á síðunni að hann er ekki til, allavegana samkvæmt henni.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 24. Jan 2014 23:28
by Beatsuka
Konan fór í leiðangur í tilefni dagsins og verslaði fyrir mig 5 tegundir til smakks.
Gæðingur stout, Gæðingur Hveitibjór(x6), Gæðingur Þorrabjór, Gæðingur Tumi Humall og svo einn þýskann Erdinger.
verð að segja að þessar flöskur eru virkilega skemtilegar í laginu og er ég ekki frá því að ég muni halda mig við þær

Verst að Pale Ale var ekki til hérna á Akureyri :/ kemur vonandi fljótlega því mig langar að prófa hann líka! (og lager ef hann kemur aftur..?)
Langar mig að þakka ykkur fyrir að benda mér á Gæðinginn. alveg fínasti bjór í góðum flöskum
Get nú ekki alveg sagt það sama um Erdinger-inn. fanst hann lítið spennandi. ekkert vondur en bara aðeins of hlutlaus eitthvað.

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 25. Jan 2014 06:04
by gosi
Ég held þú getur pantað bjór í ríkinu ef hann fæst þar. Þeas ef hann fæst bara í Kringlunni þá gætir þú pantað hannn sérstaklega til Akureyrar.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 25. Jan 2014 07:49
by drekatemjari
Ég talaði við eiganda Gæðings á microbar um daginn og hann sagði mér að hann hafi aldrei verið almennilega ánægður með lagerinn þeirra enda kerfið þeirra ekki sérstaklega gott fyrir lagerframleiðslu. Hann sagði að þeir væru að koma sér upp betri lagerbruggbúnaði og ætluðu að koma með betri lagerbjór þegar búnaðurinn væri kominn í gagnið.
Það er kannski ástæðan fyrir þvi að Gæðingur lager er ekki fáanlegur í ÁTVR.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 25. Jan 2014 13:39
by Beatsuka
gosi wrote:Ég held þú getur pantað bjór í ríkinu ef hann fæst þar. Þeas ef hann fæst bara í Kringlunni þá gætir þú pantað hannn sérstaklega til Akureyrar.
Já það er vert að skoða. en ég held að það eigi þá aðalega við bjór sem að fæst venjulega ekki t.d. á Akureyri heldur bara í t.d. Heiðrúnu. en ef að bjór er einfaldlega bara búinn og er venjulega til á Akureyri þá væntanlega tekur það því ekki að sérpanta hann.
En ég mun bókað tékka á því næst þegar ég fer niðureftir
drekatemjari wrote:Ég talaði við eiganda Gæðings á microbar um daginn og hann sagði mér að hann hafi aldrei verið almennilega ánægður með lagerinn þeirra enda kerfið þeirra ekki sérstaklega gott fyrir lagerframleiðslu. Hann sagði að þeir væru að koma sér upp betri lagerbruggbúnaði og ætluðu að koma með betri lagerbjór þegar búnaðurinn væri kominn í gagnið.
Það er kannski ástæðan fyrir þvi að Gæðingur lager er ekki fáanlegur í ÁTVR.
Ahh það útskýrir allt

verður gaman að sjá hvernig það gengur upp hjá þeim!

Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 25. Jan 2014 14:11
by bergrisi
Ég bý í Keflavík og panta oft bjór. Getur gert þetta á heimasíðunni eða talað við þá beint. Skiptir engu hvort bjórinn sé í sölu hjá viðkomandi búð eða ekki. Þetta bíður þín bara allt í kassa eftir einn eða tvo daga.
Mjög þægilegt.
Re: Nokkrar flöskupælingar
Posted: 25. Jan 2014 14:45
by Beatsuka
bergrisi wrote:Ég bý í Keflavík og panta oft bjór. Getur gert þetta á heimasíðunni eða talað við þá beint. Skiptir engu hvort bjórinn sé í sölu hjá viðkomandi búð eða ekki. Þetta bíður þín bara allt í kassa eftir einn eða tvo daga.
Mjög þægilegt.
snilld. takk fyrir þetta! geri það þá næst ekki spurning
