Page 1 of 1
					
				Starter
				Posted: 22. Jan 2014 22:14
				by gosi
				Er að spá aðeins með startera. Keypti 500 gr af Spray malti til að nota í starter og ég er að spá hvernig þið gerið þetta.
Meikar sens að búa til starter með því að:
Sjóða 1L af vatni ásamt 100gr af spray maltinu
Kæla virtinn
Setja gerið ofan í
Láta gerjast í einhvern tíma og á meðan hrista hann af og til
Kæla virtinn í ísskáp til að fella gerið
Tappa af stærstan hluta af virtinum og geyma botnfallið
Hella út í bjórvirtinn
Hvernig gerið þið þetta annars?
			 
			
					
				Re: Starter
				Posted: 22. Jan 2014 22:53
				by Plammi
				Ég gerði starter í fyrsta skiptið fyrir síðustu lögn, notaðist við þetta: 
 
Byrjar sólahring áður en þú bruggar sjálfan bjórinn.
Ef þú ert með smack pack þá þarf að byrja á að sprengja innri pokann.
Ef þú ert með þurrger þá þarf að huga að því að bleyta upp í því áður en það fer í starterinn.
Gerir starter virtinn með 1L vatni, 100gr DME, sjóða í 5-10mín
Kæla í sirka 20°C
Setja gerið í.
Sniðugt ráð ef þú ert ekki með stirplate er að setja staterinn einhverstaðar þar sem þú gengur oft fram hjá. Alltaf þegar þú sérð gaurinn þá hræra smá.
Athugaðu að þú sérð afar lítið gerast í starternum, en það ætti að myndast smá froða og lykt þegar þú hrærir, líklegast ekki fyrr en eftir 12 tíma.
 
			
					
				Re: Starter
				Posted: 23. Jan 2014 00:38
				by drekatemjari
				Þú ert með þetta á hreinu sýnist mér. Myndin hér fyrir ofan er líka mjög góð.
Muna bara að nota 
http://www.mrmalty.com/" onclick="window.open(this.href);return false; til að reikna út hversu stóran starter þú þarft fyrir bjórinn og ef þú ætlar að cold crasha starterinn og hella af honum þá er gott að leyfa gerinu að sitja við stofuhita á meðan þú bruggar svo hann nái svipuðu hitastigi og virturinn.