Page 1 of 1

Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 22. Jan 2014 17:10
by Beatsuka
Sælt veri fólkið

Ég er algjör nýgræðingur í þessu öllu saman en hef hagt hugan að því að byrja að brugga núna í u.þ.b. 2 ár.
Ég féll síðan endanlega í gryfjuna þegar ég heimsótti félaga minn og aðstoðai hann að skella í nýjann pott sem hann var að prufukeyra.

Eins og er þá hef ég svo gott sem enga reynslu. Ég byrjaði minn brugg feril núna á Föstudaginn síðasta 17. Jan. 2014 og byrjaði ég á Cider með einföldum hætti.
fékk gefins til prufu sérstakann brew-cap tappa frá Pat Mack's ásamt smáveigis kampavíns þurrgerskúlum. - skellti ég því í 2L Epla Cider af frekar einfaldri uppskrift sem hefur þá verið í gerjun núna í 5 daga. skv. töflu sem gefin er upp af Pat Mack ætti það að þýða u.þ.b. 7-8% ABV sem ég hef enn ekki náð að sannreyna.
er ég því að pæla í að skella þessum brúsa inní ískáp núna í 2-3 sólahringa og smakka þetta svo á föstudag/laugardag :)
Er með í pöntun 10 auka svona tappa ásamt meira geri og er planið að byrja á þvi að skella í 10 mismunandi uppskriftir 0,5-2L af hverri uppskrift og sjá muninn. síðan seinna meir þegar ég hef haft tök á að versla almennilegann búnað fyrir BIAB en ég á eftir að ákveða hvort ég byrji á byrjendapakkanum hjá brew.is eða láti útbúa fyrir mig almennilegann stálpott og meðí. En það kemur allt í ljós á næstu mánuðum þar sem ég stend einnig í íbúðarkaupum þessa stundina og hefur það aðeins forgang ásamt að ég get illa planað upsetningu fyrr en ég fæ íbúð afhenda sem ætti að gerast um miðjan Febrúar :)

Um mig: 29 ára nýbakaður faðir, nýfluttur til Akureyrar úr höfuðborginni ásamt unnustu minni og mikill bjórunandi. :) Unnustan hefur gefið grænt ljós á þetta áhugamál þar sem hún er mjög sátt með að fá Cider og mögulega hvítvín?? :)

Hlakka til að lesa mér frekar um á þessari snilldar síður og mun ég skella inn frekari upplýsingum um cider bruggið þegar nær dregur í Cider partinn hérna :)

Kv. Hjalti :beer:

Re: Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 22. Jan 2014 18:59
by helgibelgi
Velkominn á spjallið :fagun:

Re: Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 22. Jan 2014 19:56
by bergrisi
Velkominn og gangi þér vel.

Re: Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 23. Jan 2014 09:24
by hrafnkell
Velkominn :)

Ég myndi halda væntingum í hófi með ciderinn, venjulega þarf hann amk nokkrar vikur til að vera drykkjarhæfur, og nokkra mánuði til að verða góður. Ég hef reynt nokkrar útgáfur af cider en var ekki sáttur fyrr en ég notaði einhvern rándýran safa og enskt ölger.

Re: Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 23. Jan 2014 23:00
by Beatsuka
Takk fyrir það :)

Já ég hef einmitt heyrt það með Ciderinn en miðað við það sem ég hef heyrt og frá fólki sem hefur smakkað cider 5-10 daga gamlann með þessari aðferð þá á hann að vera nokkuð góður..

Ég skal kanski taka það fram að ég er ekki mikið fyrir Cider persónulega, meira fyrir bjórinn :) En þetta er fínasta tilraunaverkefni sem kostar ekki mikið þannig að ef konan er sátt með þetta þá spara ég mér 200kr á hverja 330cl :)

Kv. Hjalti

Re: Algjör nýliði með svaka áhuga

Posted: 26. Jan 2014 16:56
by Beatsuka
jæja Ciderinn heppnaðist bara mjög vel að mínu mati - næst nota ég minni sykur þar sem hann var full sætur (eða læt hann gerjast nokkrum dögum lengur)

Fyrir þá sem hafa áhuga getið þið lesið nákvæmlega uppskriftina og aðferð ásamt útkomu og fl. í ciderspjallinu hérna : -->> http://fagun.is/viewtopic.php?f=15&t=29 ... 384#p24384" onclick="window.open(this.href);return false;