Page 1 of 1

Erlenmeyer flöskur

Posted: 22. Jan 2014 16:13
by gosi
Hvar er hægt að redda sér einni Erlenmeyer flösku, 1L eða 2L?

Hvort er betra fyrir 20L brugg?

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 22. Jan 2014 18:39
by viddi
Mig minnir að ég hafi keypt mína í A4. Ekkert verra að fara strax í stærri gerðina að mínu mati.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 23. Jan 2014 00:09
by drekatemjari
Stærri flaskan klárlega, eins líters flaska er allt of lítil fyrir flesta startera.
Tveggja lítra flaskan ætti að duga í flesta bjóra en mér langar helst að komast yfir 4L flösku til að geta gert allt að 3L startera.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 23. Jan 2014 07:19
by bergrisi
Tek undir með mönnum hér að ofan. 2. lítra flaskan er nauðsynleg td. ef þú átt eftir að gera lager og virkilega stóra bjóra.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 23. Jan 2014 09:13
by gosi
Ok þá stekk ég frekar á 2L, en hvar hafið þið fengið þær? Sé á A4 að þeir eru bara með 1L og bara í vefverslun.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 23. Jan 2014 09:14
by hrafnkell
Ef þú getur beðið í 6 vikur þá fæ ég 2l flöskur á góðu verði, en annars færðu þær í cetus.is á um 5000kr.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 23. Jan 2014 09:26
by gosi
Ussss. Nú vantar mig þá bara hraðspólara í framtíðina :D

Ok ætli ég bíði þá ekki.

Re: Erlenmeyer flöskur

Posted: 24. Jan 2014 00:02
by drekatemjari
Ég notaði nú bara 2,5L stainless steel pott undir síðasta starterinn minn og huldi með álpappír meðan stir plate-ið vann vinnuna sína. Cold crashaði síðan í ísskápnum yfir nótt og náði mjög góðri gerköku í botninn eftir að ég hellti af.