Page 1 of 3
Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 20. Jan 2014 20:04
by karlp
Dagsetning: Laugardagur 26 April, 2014
Matur borinn fram kl. 19.00
Mæting fyrir aðra kl. 20.00
Hvar: Kex, Gym og Tonik (Stóra salur)
Aðgangur 2500 kr (frítt fyrir fullgilda meðlimi)
Keppnisflokkar:
- Stout/Porter (óháð OG/FG fara allir porterar og stoutar í þennan flokk)
- "Litli" (Original gravity < 1.060)
- "Stóri" (Original gravity > 1.060)
Reikningur Fágunar er 0323-26-63041, kennitala 6304102230.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 20. Jan 2014 20:18
by gugguson
Gengur Imperial Stout í aðalflokkinn þ.e. porter/stout?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 21. Jan 2014 10:30
by Eyvindur
Við berum það undir Valla, en ég get ekki ímyndað mér annað. Hugmyndin er að allir porterar og stoutar séu gjaldgengir.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 21. Jan 2014 20:42
by gm-
Ætla að reyna að koma með american stout í sérflokkinn, og svo IIPA í þann stóra. Vonandi lenda þeir ekki í tollurunum
Hvert á maður að koma bjórunum?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 6. Feb 2014 17:09
by gunnarolis
Af hverju í nafni alls sem er heilagt þarf að skila bjórnum svona ógeðslega löngu fyrir keppni?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 7. Feb 2014 18:35
by Eyvindur
Það er svo við getum gefið dómnefndinni ríflegan tíma, og þar með vonandi haft möguleika á að koma fleiri bjórum inn.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 22. Feb 2014 02:26
by gunnarolis
Á þá að dæma keppnina með margra daga millibili?
6x0.33 flöskur er líka helvíti rúmlega, er þetta orðið staðfest ? Voru einhver sérstök vandræði með 4 flöskur í fyrra ?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 22. Feb 2014 11:43
by Plammi
gunnarolis wrote:Á þá að dæma keppnina með margra daga millibili?
6x0.33 flöskur er líka helvíti rúmlega, er þetta orðið staðfest ? Voru einhver sérstök vandræði með 4 flöskur í fyrra ?
Ég spurði um þetta á síðasta fundi og þá var þetta útskýrt eitthvað í þessa áttina:
4 bjórar en nóg til að fá bjórinn sinn dæmdan. Þeir vilja hafa frekar fleiri bjóra til öryggis (ef ein flaskan skildi brotna eða sýkt).
2 auka bjórar er fyrir Best in show hlutann af keppninni. Það er dæmt á keppniskvöldi og því þurfa að vera til auka flöskur.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 22. Feb 2014 13:02
by helgibelgi
Plammi wrote:gunnarolis wrote:Á þá að dæma keppnina með margra daga millibili?
6x0.33 flöskur er líka helvíti rúmlega, er þetta orðið staðfest ? Voru einhver sérstök vandræði með 4 flöskur í fyrra ?
Ég spurði um þetta á síðasta fundi og þá var þetta útskýrt eitthvað í þessa áttina:
4 bjórar en nóg til að fá bjórinn sinn dæmdan. Þeir vilja hafa frekar fleiri bjóra til öryggis (ef ein flaskan skildi brotna eða sýkt).
2 auka bjórar er fyrir Best in show hlutann af keppninni. Það er dæmt á keppniskvöldi og því þurfa að vera til auka flöskur.
Rétt! Svona skildi ég Valla amk þegar við ræddum þetta síðast.
Reyndar varðandi dagsetninguna þá höfðum við hana svona snemma að mestu leyti til öryggis svo að dómnefndin fengi nægan tíma (eins og Eyvindur tók fram). Hins vegar er alveg séns að við getum seinkað þessu eitthvað, en skal ekki lofa neinu fyrr en við fáum update frá Valla varðandi skipulag dómnefndar.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 22. Feb 2014 16:23
by Eyvindur
Dagsetningin er höfð svona snemma til að gefa dómnefndinni nóg svigrúm, uppá að geta skipt dómgæslunni niður á fleiri daga, ef ske kynni að of margir bjórar verði sendir inn. Það eru mjög margir sem þurfa að dæma, og þetta er einfaldlega hugsað svona til að það sé meira svigrúm til að komast til móts við dómarana. Það er ekki auðvelt að skipuleggja svona stóran hóp.
Það eru enn tæpar 7 vikur í skiladag. Er þetta ekki bara ágætis fyrirvari?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 25. Feb 2014 00:35
by gunnarolis
Ef þessi aukni tími hjálpar dómnefndinni, þá er þetta bara hið ágætasta mál.
Mér finnast 6 flöskur samt ennþá fullmikið, en ef það er þannig þá er það bara þannig...
En að léttara hjali, eru menn búnir að tryggja vegiar fyrir fjörið?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 3. Apr 2014 16:42
by helgiben
Hæ,
Er keppnin einungis fyrir félagsmenn í Fágun?
Hvert á að skila flöskum fyrir 10. apríl?
Kv, Helgi
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 5. Apr 2014 16:19
by helgibelgi
helgiben wrote:Hæ,
Er keppnin einungis fyrir félagsmenn í Fágun?
Hvert á að skila flöskum fyrir 10. apríl?
Kv, Helgi
Sæll Helgi
Keppnin er opin fyrir alla!
Þú getur skilað inn flöskum til mín, Eyvinds eða Kalla (stjórnin). Skráningargjald er 1500 kr fyrir hvern bjór sem þú sendir inn. Minnst 4 flöskur af hverjum bjór, helst 6 (330ml eða stærri). Við munum setja inn heimilsföng og símanúmer hjá okkur fljótlega í þennan þráð.
[EDIT: skráningargjaldið er víst ekki 1500kr per innsendingu, sjá upprunalega póstinn]
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 6. Apr 2014 21:54
by æpíei
Er búið að ákveða hvernig maður merkir flöskurnar?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 7. Apr 2014 15:47
by helgibelgi
æpíei wrote:Er búið að ákveða hvernig maður merkir flöskurnar?
Það er fínt ef þær eru merktar sem minnst, þannig að þær séu ekki auðveldlega aðgreinilegar frá öðrum keppendum eða þekkjanlegar.
Við afhendingu munum við merkja flöskurnar sjálfir þannig að hver flaska fái sérstakt númer sem passar við eyðublaðið sem þið fyllið út. Þannig eru þær nafnlausar þegar smakkað verður.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 7. Apr 2014 15:59
by æpíei
helgibelgi wrote:æpíei wrote:Er búið að ákveða hvernig maður merkir flöskurnar?
Það er fínt ef þær eru merktar sem minnst, þannig að þær séu ekki auðveldlega aðgreinilegar frá öðrum keppendum eða þekkjanlegar.
Við afhendingu munum við merkja flöskurnar sjálfir þannig að hver flaska fái sérstakt númer sem passar við eyðublaðið sem þið fyllið út. Þannig eru þær nafnlausar þegar smakkað verður.
Það væri fínt að fá eyðublaðið fyrirfram, svo maður geti skráð allt satt og rétt í ró og næði. Í fyrra man ég að það var beðið um hluti eins og stíl og undirstil ef við átti, átöppunardag, hvaða ger var notað, og jafnvel helstu hráefni líka.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 7. Apr 2014 16:29
by helgibelgi
æpíei wrote:helgibelgi wrote:æpíei wrote:Er búið að ákveða hvernig maður merkir flöskurnar?
Það er fínt ef þær eru merktar sem minnst, þannig að þær séu ekki auðveldlega aðgreinilegar frá öðrum keppendum eða þekkjanlegar.
Við afhendingu munum við merkja flöskurnar sjálfir þannig að hver flaska fái sérstakt númer sem passar við eyðublaðið sem þið fyllið út. Þannig eru þær nafnlausar þegar smakkað verður.
Það væri fínt að fá eyðublaðið fyrirfram, svo maður geti skráð allt satt og rétt í ró og næði. Í fyrra man ég að það var beðið um hluti eins og stíl og undirstil ef við átti, átöppunardag, hvaða ger var notað, og jafnvel helstu hráefni líka.
Eyðublaðið er í viðhengi við upprunalega póstinn (eða á að vera þar).
Í raun er þar aðeins beðið um helstu upplýsingar, en þú getur sett inn átöppunardag og slíkt í textan fyrir neðan sem er fyrir hráefni.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 7. Apr 2014 16:34
by æpíei
Takk!
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 13:51
by Eyvindur
Athugið að þráðurinn hefur verið uppfærður. Nú eru komin rétt verð, og nýtt eyðublað. Ef þið sóttuð gamla eyðublaðið (á .doc formi), eyðið því og sækið það nýja.
Munið að skrá ykkur fyrir föstudaginn, og skila inn flöskum, svo dómnefndin geti hafist handa um helgina. Við stjórnarmenn stöndum vaktina.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 13:57
by helgibelgi
Ath!
Eyðublaðinu var breytt örlítið auk þess að miðar sem límdir eru utan á flöskurnar var bætt við skjalið (bls. 2).
Verð fyrir hverja innsendingu er 2500 kr. Fullgildir meðlimir Fágunar fá eina innsendingu frítt.
Kíkið á upprunalega póstinn!
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 14:08
by æpíei
Ég ætla ekki að skipta mér allt of mikið af, en ég myndi gera breytingu á límmiðunum. Þeir eru líklega of langir til að líma á flösku, þeir ná hringinn og kannski rúmlega það! Ég held að það væri betra að hafa þá 6 línur og helmingi mjórri. Það má svo sem alltaf klippa þá þannig til ef það er í lagi?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 14:18
by Eyvindur
Helgi, það er mjög furðulegt að edita komment inn í komment hjá öðrum.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 14:22
by helgibelgi
haha!! ég er ekki alveg búinn að venjast þessum admin réttindum ennþá greinilega. Hélt ég hefði gert "quote"
En skv. word eru þetta 16 cm ca sem miðarnir taka í lengd. Er það of langt?
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 14:23
by Eyvindur
Samkvæmt lauslegri mælingu er ummál á bjórflösku 19cm. Ætti þetta ekki að sleppa, ef spássíurnar eru klipptar af?
Annars þarf ekki að festa miðann allan hringinn. Það má líma hann á með límbandi þannig að hann tolli, og það sé hægt að lesa á hann. Þess vegna er hægt að snúa honum upp á rönd. Bara að réttur miði fylgi hverri flösku.
Re: Bruggkeppni 2014 - April 26
Posted: 8. Apr 2014 14:31
by Classic
Mér finnst samt enn vanta reit fyrir nafnið á bjórnum á fyrra blaðið
