Corny kútar - hvað svo ?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
toggitjo
Villigerill
Posts: 10
Joined: 2. May 2013 22:29

Corny kútar - hvað svo ?

Post by toggitjo »

Sælir félagar.

Nú er ég farinn að huga að því að brugga fyrir þrítugsafmælið mitt, sem verður í byrjun mai.

Mér áskotnuðust 5 pin lock corny kútar, 2x20 lítra og 3x10 lítra, sem mig langar til að prufa að nota. Eg hef aldrei sett bjór á kúta, en er þó búinn að lesa mér svolítið til, bæði hér og annarstaðar. Eg er samt sem áður eitt spurningamerki þegar kemur að því hvaða leið ég á að fara til að kolsýra bjórinn.

Get ég látið bjórinn eftirgerjast á kút á sama hjátt og ég myndi gera ef um flösku væri að ræða ?

Er hægt að kaupa hérna heima allar þær leiðslur og tengi sem ég þar eða þarf ég að fá allt að utan ?
Bjór
Brauð

byrjar allt það bezta á bé ?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Corny kútar - hvað svo ?

Post by gm- »

Þú getur alveg notað sykur og látið eftirgerjast í kútunum til að kolsýra bjórinn. Passaðu bara að nota talsvert minna en þú notar þegar þú setur á flöskur þar sem headspace-ið í kútnum er minna. Ég hef notað svona 1/2 - 2/3 það sykurmagn sem ég nota í flöskur.

Þrátt fyrir þetta, þá þarftu CO2 kút til að koma bjórnum úr kútnum þegar hann er orðinn kolsýrður.

Mér finnst mun betra að nota bara CO2 kútinn til að kolsýra bjórinn, minna vesen og tekur styttri tíma. Set kútana í keezerinn minn (stilltur á 5°C) og set kolsýruna á svona 10 psi, og þá verður hann orðinn góður eftir viku eða svo.

Get því miður ekki hjálpað með leiðslurnar og tengin, þar sem ég bý ekki á klakanum.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Corny kútar - hvað svo ?

Post by Plammi »

Hrafnkell hjá Brew.is er held ég með allt sem þarf í þetta, fyrir utan CO2 kút. (Ég verð vonandi leiðréttur ef ég er að fara með einhverja vitleysu)
Kolsýruna er síðan hægt að fá hjá http://www.eldklar.is" onclick="window.open(this.href);return false; kostar, að mig minnir, 12-15þús.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply