Page 1 of 1

Einn að norðan

Posted: 17. Jan 2014 11:59
by Garðar
Sæl öll, er ungur drengur að norðan og er nýlega fluttur í höfuðborgina og fannst tilvalið að byrja að brugga aðeins aftur. Hef verið að dunda mér í víngerð (með misgóðum árangri) og rakst á þessa snilldarsíðu. Frábært að geta nýtt sér fróðleik annara :)
Er núna með jarðarberjavín og mjöð í gerjun.

Takk fyrir mig,
Garðar

Re: Einn að norðan

Posted: 17. Jan 2014 13:53
by bergrisi
Velkominn

Re: Einn að norðan

Posted: 17. Jan 2014 22:42
by helgibelgi
Velkominn Garðar

Hvað ertu búinn að vera að brugga lengi? Hefurðu eitthvað prófað bjórbruggun?

Kveðja,
Helgi

Re: Einn að norðan

Posted: 18. Jan 2014 18:26
by Garðar
Takk :)
Ég byrjaði að brugga fyrir sirka þremur árum. Ég hef enn ekki prufað að brugga bjór, en er mjög spenntur fyrir því. Á eitt "beer making kit" sem ég ætla að prufa þegar að jarðarberjavínið er tilbúið.

Re: Einn að norðan

Posted: 20. Jan 2014 11:43
by helgibelgi
Garðar wrote:Takk :)
Ég byrjaði að brugga fyrir sirka þremur árum. Ég hef enn ekki prufað að brugga bjór, en er mjög spenntur fyrir því. Á eitt "beer making kit" sem ég ætla að prufa þegar að jarðarberjavínið er tilbúið.
Passaðu þig á því að dæma ekki alla heimagerða bjóra út frá þessu kit'i. Svona Kit hefur mér aldrei fundist koma nálægt all-grain bjórum. (geri ráð fyrir að þetta sé sýróp sem bæta þarf svo sykri út í, kit+kilo)

Btw, geturðu nokkuð ljóstrað upp uppskrift og aðferð að jarðarberjarvíninu? það hljómar eins og eitthvað sem swmbo gæti orðið hrifin af!

Re: Einn að norðan

Posted: 23. Jan 2014 19:43
by Garðar
Sjálfsagt :) það er reyndar líka úr kitti, en hef bara góða reynslu af því.
Ég leysti upp 5Kg af sykri út í 23L af vatni og setti þurrkaða ávexti út í blönduna sem að fylgdu með. Ég virkjaði svo gerið í smá glerkrukku og volgu vatni og bætti því svo út í. Eftir sirka 2 vikur var farið að hægjast verulega á gerjuninni (átti að miða við 1-2 mínútur á milli loftbóla í loftlásnum) smakkaði svo á víninu og það smakkaðist þurrt svo að ég stöðvaði gerjun. Fleytti víninu yfir í annað ílát og bætti út í það stabiliser og setti gerjunarílátið inná baðherbergi hjá mér og slökkti á ofninum og opnaði gluggann til að kæla herbergið niður. Hristi svo kútinn reglulega til að losa allt gas úr víninu. Næsta dag setti ég felliefni í kútinn og setti hann upp á eldhúsbekkinn hjá mér. Lét hann standa í 2 sólarhringa og fleytti því svo yfir í annan dúnk og bætti við jarðarberjaconsentrati. Er núna að leyfa því að eldast í 1-2 vikur. Hugsa að ég setji það á flöskur um mánaðarmótin.
Ég bjó ekki svo vel að vera með sykurflotvog svo að ég tók engar mælingar... :roll:
En ég drakk samt eitthvað af því og eftir eitt (stórt) vínglas fann ég á mér, sem er ekki nákvæm mælieining, en þetta verður allavegana nógu gott til að drekka :)

Image
Lokaafurð. Smakkaðist vel og á vonandi eftir að batna