Bjórlykt eftir átöppun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Krissa
Villigerill
Posts: 11
Joined: 7. Jan 2014 18:46

Bjórlykt eftir átöppun

Post by Krissa »

Heyriði, ég og eiginmaðurinn vorum að setja okkar fyrstu lögn sem við fengum frá Hrafnkeli á (brew.is) á flöskur. Það gekk allt ljómandi vel, sótthreinsuðum allt sem við notuðum ásamt því að sótthreinsa tappana og settum svo flöskurnar inn í vaskahús. Daginn eftir var bara kominn svakaleg bjórlykt inn í vaskahúsi, hefur einhver lent í svoleiðis? Eitthvað sem við erum að gera vitlaust?

Kveðja
Krissa
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by bergrisi »

Hvað er heitt í vaskahúsinu?
Hefur einhver flaska sprungið?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Krissa
Villigerill
Posts: 11
Joined: 7. Jan 2014 18:46

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Krissa »

20-25 gráður hiti áður en við opnuðum gluggann til að lofta út, Nei sé nú ekki að nein flaska hafi sprungið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Eyvindur »

Er ekki bara eitthvað smá sull utan á flöskunum? Það er alltaf smá lykt eftir átöppun hjá mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Krissa
Villigerill
Posts: 11
Joined: 7. Jan 2014 18:46

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Krissa »

Það ætti ekki að vera mikið sull utan á þeim, ég skolaði allar flöskurnar. Finnst bara svo mikil lykt, fyllir alveg herbergið.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Plammi »

Varstu kannksi með handklæði eða eitthvað álíka til að þurrka upp (eða hafa undir við átöppun)?
Ég tappa á í geymslunni og er með eitthvað undir til að taka það sem sullast út fyrir. Svo er ég með óhreinataujið í barnaherberginu. Daginn eftir var geggjuð bjórlykt í barnaherberginu...
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by hrafnkell »

Ef það sullast bjór þá þarf að þurrka með blautri tusku... Það er sennilega einhver sletta einhversstaðar að valda þessu hjá ykkur :)
Krissa
Villigerill
Posts: 11
Joined: 7. Jan 2014 18:46

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Krissa »

Lyktin hefur eitthvað minnkað, ég var ekki með neitt undir við átöppunina, við vorum yfir vasknum með flöskurnar. Spurning hvort að það hafi bara verið eitthvað utan á flöskunum sem ég hef ekki náð að skola almennilega :nea: Verð nú að viðurkenna að ég hlakka mikið til að smakka, lyktin er alls ekk slæm ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Eyvindur »

Þessi klassíska bjórlykt sem maður finnur þegar bjór hefur sullast niður er búin til af bakteríum, og getur verið ótrúlega sterk þótt það sé bara pínulítið sem sullast. Ég hellti niður smá bjór á gólfið í fyrradag og þurrkaði strax upp. Það var samt lykt í meira en sólarhring eftirá. Það þarf bara svo lítið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Krissa
Villigerill
Posts: 11
Joined: 7. Jan 2014 18:46

Re: Bjórlykt eftir átöppun

Post by Krissa »

Já ok Eyvindur, ætli það hafi bara ekki verið málið.
Post Reply