Page 1 of 1

suðutunna

Posted: 13. Jan 2014 00:01
by aggi
Góðan dag

Ég er að velta því fyrir mér að hafa gerjunartunnu fyrir suðutunnu þessa típísku 30 l nú veit ég að nokkrir eru með svona í gangi hvernig er reynslan hjá mönnum af þessu hvernig element eru þið með og endist tunnan eitthvað af viti . Ég er að spá að setja 3500w element í hana og vera með 40A Solid State Relay ásamt hitastýringu en þetta er dæmi uppá 19 þús og ég vill ekki vera að eyða aur í vitleysu ef það er svo ekkert vit í þessu :-)

Re: suðutunna

Posted: 13. Jan 2014 07:54
by busla
Ég hef ekkert nema gott af henni að segja. Ætli ég sé ekki búinn að gera svona 15 laganir í henni og hún virkar ennþá þrusu vel.

Ég notaði hinsvegar ekki nema annað elementið (2200w) af tveimur sem komu með fötunni frá Brew.is því það sló allt út hjá mér ef ég notaði bæði. Ég var allveg orðinn dauðþreyttur á tímanum sem þetta tók svo að ég lagði langan kapal og tengdi hitt yfir á aðra grein. Ég gerði þetta fyrst í gær og allt tekur nú helmingi styttri tíma.

Núna er ég einnig laus við grugg sem festist á elementinu. Ég þurfti alltaf að rífa það úr og hreinsa með stálull. Eftir að ég byrjaði að nota bæði varð auðvitað harðari suða og meiri hreyfing á vökvanum. Elementin voru bæði hrein eftir þetta.

Svona.. mínir 2 aurar.

Re: suðutunna

Posted: 13. Jan 2014 09:04
by Plammi
Sjálfur ætlaði ég í sama settupið (3,5kW í plast) en Hrafnkell mældi ekki með því. Ástæðan var sú að elementið er lengra og þyngra og plastið gefur eftir þegar það hitnar. Þetta ætti alveg að ganga en ég var ekki tilbúinn að taka áhættuna.

Re: suðutunna

Posted: 15. Jan 2014 16:03
by aggi
hvaða setup fórstu þá í ??

Re: suðutunna

Posted: 15. Jan 2014 16:26
by rdavidsson
Plammi wrote:Sjálfur ætlaði ég í sama settupið (3,5kW í plast) en Hrafnkell mældi ekki með því. Ástæðan var sú að elementið er lengra og þyngra og plastið gefur eftir þegar það hitnar. Þetta ætti alveg að ganga en ég var ekki tilbúinn að taka áhættuna.
Bróðir minn var með 5,5 kW element í 60L plasttunnu og gerði örugglega 15-20 lagnir í henni. Elementið seig aðeins eftir öll þessi skipti en það var aðallega útaf þvi að falski botninn lá ofan á elementinu og þar með pokinn með öllu korninu.. Ég held að þetta sé ekkert stórt issue..

Re: suðutunna

Posted: 15. Jan 2014 20:57
by Plammi
aggi wrote:hvaða setup fórstu þá í ??
Ég gerði mínar fyrstu lagnir með plasti + 2stk 2,2kW elementum. Gerði fína bjóra með því en þetta var ekki að henta mér. Þegar ég brugga þá er ég að færa mig mikið til (meskja í eldhúsi -> sjóða utandyra -> kæling í þvottahúsi) og leyst ekki vel á hvað botninn seig mikið með nær 100° heitu vatni í. Einnig fannst mér festast mikið í elementunum og það er ekki gaman að þrífa það ef manni langar að hafa það hreynt og fínt.
Er kominn með 50L stálpott með 3,5kW og sé ekki eftir því. Það sem sest á elementið fer leikandi af með svampi. Og suðan er jöfn og góð. Hef samt fundið að það er betra að hafa aðstoðarmann ef maður ætlar að færa stálpottinn með 22L af heitum (verðandi) bjór...

Re: suðutunna

Posted: 16. Jan 2014 17:07
by aggi
já það eru margar leiðir í þessu spurning hvað er best að fara en það er örugglega allt betra en ég er með núna 10L pott og verð að sjóða 2svar er frekar tímafrekt og tekur langan tíma að fá suðu upp á eldavélinni en bjórinn kemur fínt út . Það er kannski mesta vitið að fá sér stálpott þó þeir séu dýrir verð kannski bara að safna lengur fyrir honum :-(

Re: suðutunna

Posted: 17. Jan 2014 11:37
by Eyvindur
Ekkert jafnast á við góðan stálpott.

Re: suðutunna

Posted: 17. Jan 2014 11:49
by rdavidsson
Eyvindur wrote:Ekkert jafnast á við góðan stálpott.
Allveg sammála því, ég myndi aldrei fara í neitt annað í dag, bara upp á endingu, þrif o.fl...

Re: suðutunna

Posted: 17. Jan 2014 17:35
by gm-
rdavidsson wrote:
Eyvindur wrote:Ekkert jafnast á við góðan stálpott.
Allveg sammála því, ég myndi aldrei fara í neitt annað í dag, bara upp á endingu, þrif o.fl...
Fullkomlega sammála, góður stálpottur er það fyrsta sem ég ráðlegg fólki að kaupa ef það vill fara að brugga.