Page 1 of 1

Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 12. Jan 2014 00:34
by gm-
Bruggaði núna humla og sigð í þriðja sinn, en ákvað að prófa nokkrar breytingar. Fyrst ákvað ég að skipta út crystal 40 fyrir honey malt, en hef heyrt að honey malt sé mjög gott í IPA og IIPA.

Svo var ég búinn að nota citra ansi stíft undanfarið, og ákvað því að hvíla þá að þessu sinni og nota nz pacific jade í staðinn, en ég keypti 500 gr af þeim nýlega. Ákvað líka að bæta við slatta af Legacy humlum á 10 mín og 0 mín, hef notað þá dáldið að undanförnu og finnst þeir ansi góðir, gefa skemmtilegt sólberja og sítrusbragð og angan.

Þessi bjór er auðvitað algjör humlapervertismi, en á endanum munu fara um 640 gr af humlum í þessa 20 lítra.

Bruggaði aftur inni, og það gekk bara ansi fínt á eldavélinni og tók bara klukkutíma lengur, þrátt fyrir 90 mín suðu.
Image
Humlasúpa
Image

Hér er svo uppskriftin, ef einhver hefur áhuga.

Stefni á að fá 5 gal á kút, en þar sem maður tapar alveg rosalega í alla þessa humla, þá plana ég hann eins og ég sé að gera 6 gal.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 7.51 gal
Post Boil Volume: 6.76 gal
Batch Size (fermenter): 6.25 gal
Bottling Volume: 6.00 gal
Estimated OG: 1.081 SG
Estimated Color: 6.6 SRM
Estimated IBU: 245.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 75.3 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
7.00 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 85.2 %
0.44 kg Honey Malt (25.0 SRM) Grain 2 5.4 %
0.10 kg Carafoam (2.0 SRM) Grain 3 1.2 %
60.00 g Chinook [13.00 %] - Boil 90.0 min Hop 4 71.8 IBUs
60.00 g Magnum [14.00 %] - Boil 90.0 min Hop 5 77.3 IBUs
0.68 kg Sugar, Table (Sucrose) [Boil for 10 min] Sugar 6 8.3 %
30.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Boil 60. Hop 7 36.1 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Boil 45.0 min Hop 8 30.8 IBUs
30.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Boil 10.0 min Hop 9 8.0 IBUs
30.00 g Legacy [10.20 %] - Boil 10.0 min Hop 10 9.5 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Boil 10.0 min Hop 11 12.2 IBUs
65.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Aroma Steep 0.0 Hop 12 0.0 IBUs
30.00 g Legacy [10.20 %] - Aroma Steep 0.0 min Hop 13 0.0 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Aroma Steep 0.0 Hop 14 0.0 IBUs
2.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 15 -
95.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Dry Hop Hop 16 0.0 IBUs
50.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Dry Hop 10.0 Da Hop 17 0.0 IBUs
50.00 g Legacy [10.20 %] - Dry Hop 10.0 Days Hop 18 0.0 IBUs
50.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Dry Hop 10.0 Da Hop 19 0.0 IBUs

Meskjaði við 68°C

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 12. Jan 2014 14:26
by bergrisi
Flottur bjór. Gaman að fá myndi.

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 12. Jan 2014 15:14
by busla
Tvær spurningar:

* Magnaður pottur, hvað myndirðu halda að heildarkostnaðurinn væri við að smíða hann?
* Hvar ertu að kaupa humlana þína?

Kv,
Nonni

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 12. Jan 2014 21:08
by gm-
busla wrote:Tvær spurningar:

* Magnaður pottur, hvað myndirðu halda að heildarkostnaðurinn væri við að smíða hann?
* Hvar ertu að kaupa humlana þína?

Kv,
Nonni
Pottinn fékk ég frá Ontario Beer Kegs, er 35 lítra (9 gal) ryðfrír stálpottur með 2 skrúfgöngum og kostaði um 80$ http://www.ontariobeerkegs.com/ProductD ... LLON-2WELD
Bætti síðan við ball valve úr ryðfríu stáli sem skrúfast inní neðri skrúfganginn og kostaði 19$, og 2" hitamæli frá fermentap sem skrúfast inní þann efri og kostaði 16$. Er mjög sáttur við þennan pott.

Humlana hef ég aðallega keypt af hops direct http://www.hopsdirect.com/, everwood ave brew shop https://www.everwoodavebrewshop.com/category/hops-lb/ og ontario beer kegs http://www.ontariobeerkegs.com/Hops_by_ ... a_s/81.htm. En ég hef líka nokkru sinnum keypt 10 lb pakka með öðrum í bruggklúbbnum ódýrt af ebay.

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 12. Jan 2014 21:31
by busla
Já, ertu s.s. staddur erlendis?

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 13. Jan 2014 15:32
by gm-
Já, bý á austurströnd N-Ameríku, í Kanada. Aðeins meira framboð af bruggdóti hérna. Held að hann hrafnkell sé með ágæta stóra stálpotta til sölu, ættir að tjékka á honum :skal:

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 14. Jan 2014 09:30
by hrafnkell
gm- wrote:Já, bý á austurströnd N-Ameríku, í Kanada. Aðeins meira framboð af bruggdóti hérna. Held að hann hrafnkell sé með ágæta stóra stálpotta til sölu, ættir að tjékka á honum :skal:
:massi:

Svo fæ ég 42Qt (~40 lítra) potta á *afar* góðu verði eftir 6 vikur.

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 14. Jan 2014 20:30
by busla
Það er oft erfitt fyrir mig að forgangsraða í verkfæralistanum. Næsta hjá mér er að setja saman gerjunar-ískápinn og tengja hann við BrewPi. Þegar gerjun er kominn í topp-stand og þá er allt settið komið. Eftir það get ég farið að uppfæra tólin. Jafnvel nýr pottur :-)

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 17. Jan 2014 17:37
by gm-
busla wrote:Það er oft erfitt fyrir mig að forgangsraða í verkfæralistanum. Næsta hjá mér er að setja saman gerjunar-ískápinn og tengja hann við BrewPi. Þegar gerjun er kominn í topp-stand og þá er allt settið komið. Eftir það get ég farið að uppfæra tólin. Jafnvel nýr pottur :-)
Góður pottur er gulli betri :skal:

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Posted: 5. Mar 2014 18:01
by gm-
Núna er þessi búinn að vera á kút í dáldinn tíma. Verð að segja að vol. I var betri, sáttari með bæði kornið og humlana í honum. Hunangsmaltið sem ég notaði í þennan kemur ansi sterkt í gegn, og ég er ekki alveg að fíla það. Pacific jade humlarnir eru líka með nokkuð sterkum kryddkeim sem passar ekki nógu vel við ávaxtakeiminn af legacy, amarillo og columbus