Page 1 of 1

Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:08
by Oli
Vantar pinlock tengi á corny kút, spurning hvort einhver sé með aukasett sem er ekki í notkun og er tilbúinn að selja eða leigja ;) þar til ég fæ mín eigin tengi?

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:10
by Oli
æ þetta hefði nú kannski átt að vera í almennri umræðu á spjallinu...jæja.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:11
by Stulli
Ef að þú átt við disconnect þá get ég lánað þér. Vantar þér mörg sett?

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:21
by Oli
Já er að tala um QD pinlock (þrír og tveir pinnar) mig vantar bara eitt sett í smá tíma. Hvar fæ ég svona picnic tap?

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:44
by Stulli
Get lánað þér picnic tap líka

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 19:52
by Oli
ég sendi pm á þig, láttu mig vita ef það skilar sér ekki.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 20:02
by Hjalti
Færði þetta í almenna umræðu.

Það er spurning um að hafa svona Til sölu / Óska eftir stað á þessu spjalli líka... bara svona til að geta nýtt sér ýmsan búnað og geta skipulagt hóppantanir.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 20:08
by Oli
ja sammála Hjalti. Fínt að hafa sér þráð fyrir það

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 20:10
by Stulli
Hjalti wrote:Það er spurning um að hafa svona Til sölu / Óska eftir stað á þessu spjalli líka... bara svona til að geta nýtt sér ýmsan búnað og geta skipulagt hóppantanir.

Góð pæling

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 21:26
by Hjalti
Komið :)

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 22:08
by Andri
Góð hugmynd. :P

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 8. May 2009 23:46
by arnilong
Það er ótrúlegt að fylgjast með þér stjórna þessu spjalli Hjalti! Það gerist allt á ljóshraða. Flottur.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 9. May 2009 01:45
by Andri
Já, Hjalti framkvæmir svo sannarlega hlutina. Ég nefndi það um daginn að fá lénið fagun.is og næsta dag þá var það komið inn. Stoltur af honum og vildi að ég væri svona, ég er nefninlega búinn að pæla lengi í hvernig ger ég ætti að nota í bjórinn.. það er svo mikið í boði.. ég var að panta þetta í gær eftir að pæla í þessu í einn mánuð.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 9. May 2009 07:52
by Stulli
Andri: hvaða ger varstu að panta?

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 9. May 2009 10:18
by Hjalti
arnilong wrote:Það er ótrúlegt að fylgjast með þér stjórna þessu spjalli Hjalti! Það gerist allt á ljóshraða. Flottur.
Dugar ekkert að gera hlutina á morgun :)

Flott að hafa eithvað svona að sjá um. Ég skemti mér mjög vel við þetta.

Re: Hver á auka pinlock tengi á corny keg

Posted: 9. May 2009 14:01
by Andri
Pantaði ger frá humle.se, danish lager yeast & london ale yeast frá Wyeast.