Page 2 of 2

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 3. Apr 2014 13:26
by bergrisi
Takk. Er að græja ríflegan starter.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 3. Apr 2014 14:07
by hrafnkell
Sammála Eyvindi. Allt of lítið ger í einum pakka. Hentu honum í 2l starter sem fyrst og þá ættirðu að redda þér fyrir horn. Maður þarf alltaf að spreða hressilega af gerinu fyrir lagera :)

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 4. Apr 2014 09:08
by bergrisi
Eftir að hafa hugsað um bjór allan gærdaginn ákvað ég að gera annan í dag. Undanfarið er ég búinn að nota Brewing Classic Styles mikið og langaði því að gera einn sem ég kokkaði algjörlega sjálfur. Kannski verður hann góður, kannski ekki en eitt er víst að hann verður drukkinn.

Kalla hann Rjúkandi Hróa Hött þar sem hann er með reyktu korni og Nottingham geri (já ég veit, soldið langsótt).

(08 2014)
4,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 55,2 %
2,00 kg Smoked Malt (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 2 27,6 %
0,50 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 3 6,9 %
0,50 kg Roasted Barley (591,0 EBC) Grain 4 6,9 %
0,25 kg Carafa Special I (Weyermann) (630,4 EBC) Grain 5 3,4 %
45,00 g Northern Brewer [8,50 %] - Boil 60,0 min Hop 6 36,8 IBUs
20,00 g Northern Brewer [8,50 %] - Boil 15,0 min Hop 7 8,1 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 5,0 mins) Fining 8 -
2,0 pkg Nottingham Yeast (Lallemand #-) [23,66 m Yeast 9 -

Fyrir utan það sem stendur hér að ofan þá stefni ég á að setja súkkulaði nibbur sem eru búnar að liggja í Mandarin Vodka í einhverja mánuði.

Í dag verða rúmlega 100 lítrar í gerjun. Stefnir í gott sumar.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 4. Apr 2014 20:26
by æpíei
Hvar var aftur "like" hnappurinn? ;)

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 19. May 2014 01:33
by bergrisi
Hef ekkert komist í að gera bjór undanfarið en stefni á að bæta úr því fljótlega.

Reykti bjórinn sem ég nefni hérna fyrr og er úr BCS er virkilega góður. Mun betri en reykti bjórinn sem ég gerði eftir minni uppskrift.
Reykta bragðið ef mjög temmilegt og það er einhver þægilegur karakter í þessum bjór.

Get reyndar mælt með bókinni BCS því ég er að fá mjög góða bjóra úr þeirri bók. (Brewing Classic Styles http://www.mrmalty.com/bcs/" onclick="window.open(this.href);return false;)

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 10. Jun 2014 16:36
by bergrisi
Gerði loksins bjór í dag. American premium lager úr BCS biblíunni. Keypti "flaked rice" hjá Brew.is sem ég notaði í fyrsta sinn. 2.l starter sem að ég held að sé lágmark.
Þessi mun fá allan sinn gerunartíma aem hann þarf. Stefni á að njóta hans í lok ágúst.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 19. Jun 2014 22:30
by bergrisi
Góðan daginn.

Ég á í vandræðum með að láta Dobble bockinn og Oktorber-marzen bjórana mína í friði svo ég ákvað að skella í tvo hveitibjóra sem munu fara á flöskur eftir sirka 10 daga og eiga svo að vera aðalbjóranir í sumar á þessu heimili.

Ætlaði að nota uppskriftir úr BCS sem ég held mikið uppá. En þar sem ekki var til pilsner korn hjá Hrafnkeli þá breyttust uppskriftirnar mikið. Breytti líka humlum í báðum og notaði það sem ég átti svo á endanum er lítið eftir af upprunalegu uppskriftunum. Gerði einn ljósan og einn dökkan og í ljósa átti að vera 3 kg af Pilsner en ég átti bara 2 kíló svo ég notaði eitt kíló af Vienna malti. Svo átti bara að vera Hallertau humlar í upphafi suðu en ég skipti þeim út fyrir Saaz og setti bæði í upphafi og svo 5 gr á 5 mín. fresti frá 20.mín í lok suðu. Vona að það komi smá humlaður keimur sem vonandi verður bara til bóta. Finnst yfirleitt hveitibjórar leiðingjarnir svo ég notaði tækifærið breytti honum hressilega fyrst ég var búinn að breyta honum á annað borð.

Í dökka átti líka að vera Pilsner korn en ég skipti því út fyrir CaraMunich og reykt korn. Skellti líka Carafa Special II og setti Cascade humla í staðinn fyrir Hallertau. Þetta verður einhverskonar reyktur hveiti porter Er spenntur að sjá hvernig þessi kemur út. Ef þetta verður hræðilegt þá neyðast Fágunarmeðlimir að drekka hann á oktoberfundinn sem verður hjá mér.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 6. Jul 2014 23:04
by bergrisi
Skellti hveitibjórunum og American Premium Lager bjórnum mínum á flöskur í gær. Núna eru til 420 flöskur af heimagerðum bjór og samtals um 150 lítrar af bjór í húsinu. Vonandi verður eitthvað ennþá til í oktober þegar Fágun kemur í heimsókn. Er mjög spenntur að smakka reykta-porter-hveiti bjórinn. Dett í sumarfrí 14. júlí og mun njóta afraksturs bjórgerðarinnar þá.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 13. Sep 2014 00:35
by bergrisi
Fyrstu bjórarnir í langan tíma voru gerðir í dag. Eins og oft áður þá koma þeir úr Brewing Classic Styles en það er bók sem allir bruggarar verða að eiga.
Nú voru það Dusseldorf Alt beer bls 112 og Choco Hazlenut Porter bls. 265. Gerði ríflega startera þar sem gerið sem ég átti var orðið aðeins og gamalt.
Það er góð tilfinning að vera aftur með fötur fullar af bjór sem er að gerjast.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 13. Sep 2014 14:36
by Plammi
bergrisi wrote:Skellti hveitibjórunum og American Premium Lager bjórnum mínum á flöskur í gær. Núna eru til 420 flöskur af heimagerðum bjór og samtals um 150 lítrar af bjór í húsinu. Vonandi verður eitthvað ennþá til í oktober þegar Fágun kemur í heimsókn. Er mjög spenntur að smakka reykta-porter-hveiti bjórinn. Dett í sumarfrí 14. júlí og mun njóta afraksturs bjórgerðarinnar þá.
Hvernig kom reykti hveitiporterinn út (og mynd má alveg fylgja með)?

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 9. Oct 2014 18:10
by bergrisi
Góðan daginn. Sorry fyrir mjög seint svar. Reykti hveitiporterinn var mjög góður og löngu búinn. Því eru engar myndir. Ég mun örugglega gera eitthvað í þessari líkingu aftur. Finnst hann betri en venjulegur hveitibjór.
Gerði loksins bjór í dag. Reyndi að klóna Dirty Bastard - skoskan strong ale sem ég smakkaði á Hlemm Squere eftir Steðja heimsóknina. Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út.
Lagerstaðan er orðin skelfileg eftir heimsóknina á mánudag en það rekur mann til þess að vera duglegur í sportinu á næstunni.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 9. Oct 2014 23:43
by æpíei
bergrisi wrote:Lagerstaðan er orðin skelfileg eftir heimsóknina á mánudag en það rekur mann til þess að vera duglegur í sportinu á næstunni.
Takk fyrir síðast. Þetta var verulega glæsilegt hjá þér að vanda. Ekki seinna vænna að fara safna upp fyrir næstu heimsókn að ári. Ég er farinn að hlakka til :skal:

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 10. Oct 2014 00:08
by gosi
Eru einhverjir bjórar sem hafa staðið upp úr hjá þér þetta árið og eru ekki porter?

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 10. Oct 2014 22:45
by bergrisi
Dobbel bock-inn. Alveg meiriháttar.

Re: Bergrisabrugg 2014

Posted: 17. Jan 2015 15:54
by Plammi
bergrisi wrote:Dobbel bock-inn. Alveg meiriháttar.
Báðir bock-arnir sem í boði voru voru mjög góðir, Dobbelbockinn stóð samt alveg uppúr