Page 1 of 1
Bjór án sykurs
Posted: 7. Jan 2014 21:41
by Krissa
Hæhæ var að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að brugga bjór án þess að bæta sykri út í hann eins og er gert í bjórnum Kalda?
Kveðja
Krissa
Re: Bjór án sykurs
Posted: 7. Jan 2014 23:22
by flokason
Til að fá kolsýru í bjór án þess að nota sykur þá er það annaðhvort að nota kúta og co2
Eða nota aðferð sem kallast krausening
Það er til fullt af greinum um það, t.d. hér:
http://beersmith.com/blog/2010/03/22/kr ... ewed-beer/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Bjór án sykurs
Posted: 8. Jan 2014 00:03
by gm-
Krausening er frekar lítið mál ef þú ert pjúristi. Geymir bara slatta af ógerjuðum virti eftir suðu, og bætir útí þegar þú setur á flöskur (í stað sykurvatnsblöndu).
Re: Bjór án sykurs
Posted: 8. Jan 2014 00:16
by hrafnkell
Flest íslensk brugghús sía bjórinn og kolsýra hann með kolsýru af kút. Ef þú vilt kolsýru í bjórinn þá þarftu græjur í það, eða nota sykur (úr virti eða beinlínis sykur) og leyfa gerinu að vinna sína vinnu í flöskunum.
Re: Bjór án sykurs
Posted: 8. Jan 2014 03:11
by gosi
Mig langar svolítið að forvitnast hvers vegna þú vilt kolsýra án sykurs?
Er ekk hvítur sykur 100% meltur hjá geri?
Re: Bjór án sykurs
Posted: 8. Jan 2014 18:22
by Plammi
Krissa wrote:Hæhæ var að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að brugga bjór án þess að bæta sykri út í hann eins og er gert í bjórnum Kalda?
Kveðja
Krissa
Ertu kannski ad tala bara um almennt að brugga bjór?
Ef svo er þá er svarið já. (Fyrir utan kannksi 120gr sem fer í átöppun, sem gerjast 100% og hefur ekki slæm áhrif á bragð)
Kaupir eitt stk byrjendarpakka hjá Brew.is og ferð svo eftir leiðbeiningunum.
Pakkinn:
http://www.brew.is/oc/BIABStartKit
Leiðbeiningar:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf
Re: Bjór án sykurs
Posted: 10. Jan 2014 09:46
by Eyvindur
Svo það sé áréttað þá verður allt áfengi til þegar sykrur gerjast. Án sykra verður ekkert áfengi. Þetta eru svolítið misvísandi yfirlýsingar hjá Kalda, þannig séð. En einfaldar sykrur (eins og hvítur sykur) koma ekkert endilega niður á bjórnum - fer bara eftir því hvernig þær eru notaðar.
Re: Bjór án sykurs
Posted: 10. Jan 2014 18:23
by Krissa
Já ok skil, takk kærlega fyrir svörin. Ég er aðalega að pæla í fyrir þá sem eru með sykursýki að hafa sykurinn í sem minnsta lagi
Ég kann ekkert í þessu, erum bara að gera okkar fyrstu blöndu núna og fór að velta þessu fyrir mér með sykurinn og kolsýruna.
Re: Bjór án sykurs
Posted: 10. Jan 2014 22:51
by hrafnkell
Sykurinn sem þú setur í í átöppun gerjast 100% og verður að ethanóli og co2 (aðallega). En það er samt slatti af sykrum (sykri) eftir úr korninu, eins og með allan bjór. Lite bjór er með aðeins minni sykrum, en samt alltaf töluvert af sykrum í öllum bjór.
Hvaða áhrif flóknar vs einfaldar sykurkeðjur hafa á sykursýki hef ég ekki minnstu hugmynd um. Einhvertíman las ég samt að alkahólið í bjórnum væri verra en sykurinn fyrir sykursjúka.
Re: Bjór án sykurs
Posted: 16. Jan 2014 14:57
by Krissa
Já ok skil þig, takk fyrir útskýringuna
