Page 1 of 1

5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:04
by kristfin
hagsýna húsmóðirin hefur verið að leita að pottum og brennurum og öllu sem við kemur þessu sporti.

ég er kominn með 144l ryðfrían tank sem er ca 43x85 cm (man ekki nákvæmlega en var búinn að reikna út 144 l) sem ég ætlaði að rista í tvent og búa til 2 potta, þeas 2x70 lítra potta.

er einnig með bjórkagga sem er 30l sem ég ætlaði að rista í sundur og hækka uppí 50l. komnir 3

síðan datt ég niður á 2 orginal risapotta, annar úr áli og hinn úr stáli. báðir eru 50l, en ég á eftir að sannfæra eigandann um að það sé sniðugt að selja mér þá fyrir lítið fé. komnir 5

hefur einvher áhuga á að kaupa pott af mér. ég gæti þá mögulega náð góðum magnkaupasamning. ég er ekki að hugsa um að græða neitt, datt bara í hug að deila þessu með ykkur fyrst ég er að redda mér potti hvort eð er. ryðfrítt stál er ekki rifið uppúr skítnum þessa dagana.

hvað má svona pottur kosta. þá er ég að hugsa um þessa tvo 50 lítra potta, svo ég tapi ekki á því að selja þá áfram.

látið mig vita ef þið hafið áhuga.

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:31
by Idle
Ég skal losa þig við þetta brotajárn og koma því í endurvinnslu þér að kostnaðarlausu. ;)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:34
by kristfin
ég er að fara hefja samningaviðræður. ef ég borga 20þ fyrir pottinn. get eǵ losnað við hann fyrir sama pening?

hvað eruð þið til í að borga fyrir 50l pott?

ég get reddað þér tonni af brotajárni, en ætla að halda pottunum í bilii :)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:35
by Idle
Ég hefði einmitt byrjað á að bjóða þér 20.000 i stykkið, svo eflaust gætirðu selt þá aftur á 25 til 30 þúsund. :)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:36
by arnilong
Ég hefði áhuga á einum ca. 50 ltr. potti ef hann lítur vel út og ef þú færð þetta á góður prís....

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:42
by arnilong
Við frekari umhugsun þá verð ég að bíða með að kaupa mér pott. Ég er ekki í aðstöðu til að sanka að mér græjum akkúrat núna. :(

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 15:51
by Hjalti
Ég myndi vilja hvaða ílát sem hægt er að smella svona rafmagnselementum í sem þú getur boðið mér :)

Ef þú getur smellt elementinu í líka þá færðu knús í leiðinni! :)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 22:18
by kristfin
hér eru pottarnir. þeir urðu 3 í stað 2ja.

50 lítra álpottur, botninn aðeins kúptur þannig að hann þarf gasloga
Image

50 lítra stálpottur
Image

40 lítra stálpottur
Image

ef þið hafið áhuga, þá getið þið boðið í þá, ég verð sanngjarn

einnig vantar mig sökkvikælir (úr koparröri) ef einvher er til í að skipta við mig. síðan er alltaf hægt að mýkja mig upp með góðum bjór :)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 23:00
by kristfin
Hjalti wrote:Ég myndi vilja hvaða ílát sem hægt er að smella svona rafmagnselementum í sem þú getur boðið mér :)

Ef þú getur smellt elementinu í líka þá færðu knús í leiðinni! :)
hvaða element varstu kominn með hjalti?

úr þvottavél eða hraðsuðukatli?

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 25. Aug 2009 23:38
by Hjalti
Hraðsuðukatli, 1 stykki undir 2000W

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 26. Aug 2009 09:43
by kristfin
þið látið mig ekki sitja uppi með þessa potta. stálpottarnir eru eins og nýjir. ég borgaði 40þ fyrir pottana 3 og eina mjólkurfötu. ég plana að eiga mjólkurfötuna í sölulaun.

50l álpottur, byrjunarverð er 8þ
40l stálpottur, byrjunarverð er 15þ
50l stálpottur, byrjunarverð er 17þ

ef það eru fleiri en einn um hituna, þá er bara hæsta boð sem gildir.

ég get líka reddað 12Kw gashellu (monster) sem er fín fyrir þessa potta á 15þ

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 2. Sep 2009 23:21
by Andri
Þetta er úr ryðfríu er það ekki.. ég þarf að checka á félaga mínum hvort hann vilji eitt stykki. Ég væri til í annann. Geturðu látið mig fá málin á þeim þannig að ég get checkað hvort ég get fundið einhver góð element í þetta í vinnunni

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 2. Sep 2009 23:23
by Andri
og já ef þetta er ryðfrítt þá býst ég ekki við því að þú vitir hvaða ryðfría þetta er, 304, 317 eða hvað allt þetta heitir og hvort það sé eitthvað að því að sjóða tvær gerðir saman.
Kanski það sé sniðugt að sjóða ró á þetta fyrir kúluloka og eitthvað skemtilegt... hver er þykktin á málminum sjálfum

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 3. Sep 2009 08:37
by kristfin
í svona löguðu skiptir ekki svo miklu máli hvernig ryðfrítt þetta er. það er ekkert mál að sjóða í þetta.

40 og 50 eru ryðfríir.

þvermálið er rúmlega 40cm

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 3. Sep 2009 08:38
by kristfin
annars á ég tank sem ég ætlaði að breyta í element potta. það er kannski betra í þetta. synd að fokka þessum pottum upp því þeir eru frábærir á venjulega eldavél.

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 3. Sep 2009 23:26
by Andri
eru til eldavélar með 40cm hellum? mín stærsta hella er allavegna bara 20cm :)

Re: 5 Risapottar til sölu

Posted: 3. Sep 2009 23:39
by kristfin
botninn á stálpottinum er rennisléttur. hann getur setið á nokkrum hellum í einu.

álpottar vinda sig alltaf og funkera bara á gasi