Page 1 of 1

Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 26. Dec 2013 19:29
by Eyvindur
Við Sigurður höfum loksins látið verða af því að henda í hlaðvarpsþátt. Við erum ekki komnir upp með síðu (er í vinnslu), en þátturinn er hlustunarbær á netinu. Í fyrsta þættinum spjöllum við um jólabjóra og skemmtum okkur vel (of vel?). Endilega hlustið og látið vita hvað ykkur finnst. Við munum reyna að sulla saman öðrum þætti innan tíðar.

Gleðileg jól!

Hér má hlýða á þáttinn

Re: Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 6. Jan 2014 13:53
by Kristófersig
sótti þennan spenntur og heyrði upphafstónlistina en afgangurinn var ruglaður, semsé audio en brenglað og óskiljanlegt.....

Re: Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 6. Jan 2014 14:09
by Eyvindur
Hvað ertu að segja? Ég verð að kíkja á það.

Re: Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 6. Jan 2014 17:42
by bragith
Virkaði fínt hjá mér. Fínn þáttur.

Re: Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 6. Jan 2014 21:03
by Kristófersig
jæja, kemur ekki á óvart, virkaði flott í apple vélinni, ekki í HP vélinni.....

takk fyrir þetta, gaman að :-D

Re: Gervarpið - fyrsti þáttur

Posted: 6. Jan 2014 22:12
by Eyvindur
Jæja, flott. Takk fyrir það. Næsti þáttur er á leiðinni.