Page 1 of 1
Hævert startari
Posted: 25. Dec 2013 15:26
by busla
Sælir og gleðilega sólstöðuhátíð.
Er einhver að nota hævert-startara eins og þenna
hér?
Veit einhver hvort þetta fáist á Íslandi?
Ef ekki, þá ætla ég að panta 1 stk. og ef einhver vill vera með í þeirri pöntun þá getiði sent mér skilaboð.
Svo læt ég fylgja með texta úr Saga daganna eftir Árna Björnson:
"Þótt skilyrði til ölgerðar hafi verið óhæg vegna takmarkaðrar kornyrku, virðast menn ekki hafa látið deigan síga í þeim efnum, því að nálega hið eina sem ráða má af sögum um jólahald í heiðni lýtur að jóladrykkju, jólaöli og jólaveislum"
Nonni
Re: Hævert startari
Posted: 25. Dec 2013 18:04
by æpíei
Þessir virka bara á carboy með þröngum stút, td úr gleri eða Better Bottle. Ef þú vilt alhliða tæki sem virkar lika á hefðbundnar fötur mæli ég með svona, hef séð það í Ámunni og jafnvel brew.is
http://morebeer.com/products/easy-siphon-38-inch.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hævert startari
Posted: 25. Dec 2013 20:45
by busla
Ég er með bæði carboy og plast svo þetta hentar betur

Re: Hævert startari
Posted: 25. Dec 2013 21:44
by hrafnkell
Ég á autosiphon.. Sé ekki pointið með þessu, amk fyrir mig þar sem ég gerja næstum allt í fötum... Lítið mál að mixa svona á fötu samt ef maður vill.
Re: Hævert startari
Posted: 25. Dec 2013 22:08
by busla
Hrafnkell: Er það pumpan?
Ég er að reyna að leysa þetta sull sem er í kringum átöppunina því ég vil ekki fara að troða slöngunni upp í mig. Það sem kom til greina var siphon með pumpu, eða þessi loft-siphon.
Re: Hævert startari
Posted: 26. Dec 2013 00:10
by hrafnkell
Já, autosiphon er með pumpu.
Re: Hævert startari
Posted: 26. Dec 2013 03:32
by Idle
Pumpan (auto siphon) er þeim galla búin að pakkninginn byrjar gjarnan að springa vegna þurrks og endingin því ekki ýkja góð (1 ár eða þar um bil hjá mér, að mig minnir - var þó einstaklega virkur bruggari á þeim tíma). Aftur á móti lenti ég aldrei í vandræðum með venjulegan hævert sem ég ýmist saug eða lamdi niður í fötuna til að koma flæðinu í gang.
En ef sýklahræðslan er að fara með þig, mæli ég náttúrlega ekki með að auka á hana með því að sjúga slönguendann. Maður þarf þó að hafa einhverja afar sérstaka sýklaflóru í kjaftinum til að hún gæti mögulega lifað, dafnað og haft áhrif á bjórinn, að ég held.

Re: Hævert startari
Posted: 31. Dec 2013 20:39
by busla
Sýklahræðslan er enn á lágu stigi, en er til staðar

Það sem skiptir mig meira máli er að gera þetta hreinlegra. Í hvert skipti sem ég loka hævertnum (stífla slönguna) missi ég vökvan úr mínum enda slöngunnar. Það er svo sem í lagi því ég er með fötu fyrir neðan en þegar ég byrja á næstu flösku kemur næsti skammtur á meiri hraða sem þýðir meira súrefni í flöskuna.
Vandamálið með hævertin er því tvíþætt: Sýklahræðsla og súrefnishræðsla
Ég þarf að leysa þetta einhvern veginn.
Re: Hævert startari
Posted: 31. Dec 2013 21:05
by kari
Bottling bucket (með krana) og bottling wand í kranann
Re: Hævert startari
Posted: 1. Jan 2014 00:34
by hrafnkell
kari wrote:Bottling bucket (með krana) og bottling wand í kranann
Sannleikurinn.
Re: Hævert startari
Posted: 2. Jan 2014 18:58
by gm-
hrafnkell wrote:kari wrote:Bottling bucket (með krana) og bottling wand í kranann
Sannleikurinn.
Nauðsynlegt í flöskun
Autosiphon er síðan snilld í að transfera úr gerjunaríláti yfir í bottling fötu eða kút.