Page 1 of 1

Extract Stout Prufa

Posted: 24. Aug 2009 20:26
by Hjalti
Fæ ég nokkuð smá álit á þessari uppskrift hjá mér?

Stout Dauðans
13-C Oatmeal Stout
Author: Hjalti

Image

Size: 20.35 L
Efficiency: 75.0%
Attenuation: 75.0%
Calories: 211.13 kcal per 12.0 fl oz

Original Gravity: 1.063 (1.048 - 1.065)
|======================#=========|
Terminal Gravity: 1.016 (1.010 - 1.018)
|===================#============|
Color: 33.07 (22.0 - 40.0)
|=================#==============|
Alcohol: 6.24% (4.2% - 5.9%)
|===========================#====|
Bitterness: 31.3 (25.0 - 40.0)
|==============#=================|

Ingredients:
1,7 kg Coopers Bitter Extract
1,7 kg Cooper Pilsner Extract
1 kg Chocolate Malt
0,3 kg Oat Flakes
50 g Fuggle (4.8%) - added during boil, boiled 60 min
30 g Fuggle (4.8%) - added during boil, boiled 3 min
0,2 kg Wheat Raw

Schedule:
Ambient Air: 21.11 °C
Source Water: 15.56 °C
Elevation: 0.0 m


Results generated by BeerTools Pro 1.5.3

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 09:15
by Eyvindur
Ertu viss um að þessi IBU tala standist? Ég hefði haldið að með þessar sírópsdósir, plús humlana sem þú bætir við, væri þetta miklu beiskara.

Af hverju gerirðu ekki partial mash?

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 09:38
by Hjalti
IBU talan stenst alls ekki, þessvegna er ég með hana frekar lága miðað við það sem ég er að leitast að.

Spurning um að skoða partial mash... Er að spá í að gera þetta í dag eða á morgun bara til að skoða í raun hvort það sé hægt að nota þessi kit í stað extracts...

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 09:58
by Eyvindur
Ég myndi þá sleppa beiskjuhumlunum í suðunni. Þú ert með alla þá beiskju sem þú þarft í sírópssettunum. Reyndar held ég að þú fáir allt of mikla beiskju svona. Þú áttar þig á því að 33 er yfir meðallagi beiskt miðað við stout.

Í raun er yfirdrifið nóg fyrir þig að sjóða í 20 mínútur, myndi ég segja. Það er búið að ísómosera alfasýrurnar úr humlunum í sírópinu, þannig að þú þarft bara að fá smá humlabragð og ilm. Ég mæli með því að halda þessu eins, en stytta suðuna niður í 20 mín. Sjá hvað það gerir.

Varðandi kornið, þarftu ekki að setja eitthvað ristað bygg? Tek fram að ég hef lítið skoðað stout uppskriftir.

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 10:09
by Hjalti
Var að spá í að láta Súkkulaðimaltið duga með haframjölinu og hveitinu...

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 11:07
by Eyvindur
Nú er ég ekki viss, en mér finnst ég hafi heyrt einhvern tíma að það verði að meskja hafra... Þú ættir kannski að lesa þér aðeins til um notkun hafra. Minnir að það sé grein á BYO.com.

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 11:16
by Hjalti
Oatmeal stout dótið sem fylgdi með í Midwest Pakkanum var bara steapað eins og hitt kornið, kom samt hellingur af ögnum og dóti úr hafranum þar.

Skal samt skoða það almennilega áður en ég drífi í þessu.

Re: Extract Stout Prufa

Posted: 25. Aug 2009 11:18
by Idle
Eyvindur wrote:Nú er ég ekki viss, en mér finnst ég hafi heyrt einhvern tíma að það verði að meskja hafra... Þú ættir kannski að lesa þér aðeins til um notkun hafra. Minnir að það sé grein á BYO.com.
Ég fór að gúggla þetta, og skoðanir eru svolítið skiptar... Sumir sverja að ölið sé sama og sem ónýtt ef hafrarnir eru ekki settir í við meskingu með ljósu malti, aðrir eru á öndverðum meiði.

Held að mesta vitið sé í þessu, af því sem ég hef fundið: http://www.tastybrew.com/brews/view/42