Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Ég er eflaust að horfa alltof mikið á smáatriðin en ég er að reyna að gera equipment prófíl fyrir plast-suðutunnuna á Brew. Þetta er miðað við 21L og ekkert "top up water".

Svo er leðjan mismikil eftir því hversu mikla humla ég nota þannig að það er breytilegt. Ég set mynd með þar sem print-out´ið gefur takmarkaðar upplýsingar.

Eru þið að nota þetta eitthvað?
Attachments
Screen shot 2013-12-21 at 11.02.46 PM.png
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Nýtnin er nú reyndar ekki 50% :-)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by Plammi »

Ég var held ég kominn með nokkuð nákvæman prófíl með plasttunnunni áður en ég fékk stálpottinn:
33l.png
33l.png (32.59 KiB) Viewed 43625 times
Ég tók eftir að þú ert með ekki nema 1,8L í boiloff rate. Fyrir mér er þetta mikilvægasta talan ef maður á að geta notað þetta tól eitthvað. Ég var með fötu frá brew.is með 2x elementum. Ef elementin voru bæði í gangi alla suðuna þá var ég með 6L á klukkustund í boiloff.
50l.jpg
50l.jpg (104.61 KiB) Viewed 43625 times
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Það slær allt út hjá mér ef ég er með bæði elementin í gangi :-) það tekur því allt lengri tíma fyrir vikið og minna boiloff. Það flakkar líka mikið eftir því hversu mikið op er á milli loksins og fötunnar. Stundum tek ég það af í smá stund og set það aftur á.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by gosi »

Geturu ekki bara sett tengilinn í aðra innstungu á öðru öryggi?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Það er möguleiki, en þá enda ég með kapla út um allt hús.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by kari »

busla wrote:Það slær allt út hjá mér ef ég er með bæði elementin í gangi :-) það tekur því allt lengri tíma fyrir vikið og minna boiloff. Það flakkar líka mikið eftir því hversu mikið op er á milli loksins og fötunnar. Stundum tek ég það af í smá stund og set það aftur á.
Er ekkert aukabragð (DMS) ef þú sýður með lokið á?
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Ég hef ekki gert bragð-samanburð á bjór sem var soðinn með og án loks. En þetta er góður punktur.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by Plammi »

Úr "How To Brew (John Palmer)":
Once you achieve a boil, only partially cover the pot, if at all. Why? Because in wort there are sulfur compounds that evolve and boil off. If they aren't removed during the boil, the can form dimethyl sulfide which contributes a cooked cabbage or corn-like flavor to the beer. If the cover is left on the pot, or left on such that the condensate from the lid can drip back in, then these flavors will have a much greater chance of showing up in the finished beer.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

Takk fyrir þetta Plammi. Þetta fór allveg framhjá mér þegar ég tók glósur við lesturinn :-)
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by busla »

@Plammi: Varstu með 0.0L í "loss to trub and chiller" og 0.0L í "Lauter tun deadspace" ?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by Plammi »

Já, ég tek bara fram hvað verður eftir í gerjunartunnunni því það er eina sem ég tekið eftir að skiptir máli.
Einnig er hægt að breyta því eftir á til að fá réttar tölur, t.d. ef maður er að þurrhumla til andskotans þá bætast við einhverjir lítrar í fermenter loss. Setur það inn í prófílinn í uppskriftinni (t.d. 4L í stað 2L) og þá breytist bottling volume --> sem leiðir að sykurútreikningar fyrir priming verður réttur.
Ég hef það default 2L því það á við með flesta bjóra sem ég hef gert.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
gunni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Jun 2015 21:48

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by gunni »

Ég var að ná í Beersmith og er að skoða mig um og reyna að átta mig á þessu forriti.

Myndirnar sem voru settar í upphafsinnleggið eru horfnar, er einhver með mynd af því hvernig prófíllinn fyrir þessa týpísku suðutunnu ætti að líta út ?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by æpíei »

Ég er búinn að setja inn myndirnar aftur.
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by robertak »

á einhver svipað fyrir 40L pottinn á brew.is?
gunni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Jun 2015 21:48

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by gunni »

æpíei wrote:Ég er búinn að setja inn myndirnar aftur.
klassi! kærar þakkir.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Equipment prófíll fyrir suðutunnuna á Brew

Post by Sigurjón »

Þetta er fín byrjun, en nákvæmast væri að mæla magn af vökva í pottinn þinn, sjóða í klukkutíma og mæla hvað er eftir. Boiloffið er þa mismunurinn. Þetta er sennilegra sniðugra en að nota tölur frá öðrum því elementin geta verið mjög mismunandi. Ég fékk amk aldrei rétt boiloff fyrr en ég hreinlega gerði þetta fyrir minn pott (sem er tunnan frá brew.is)
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply