Page 1 of 1
Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 15. Dec 2013 16:56
by gugguson
Sælir herramenn.
Bjó til 40L lögn af Bee Cave (uppskrift frá brew.is) og skipti honum í tvær gerjunarfötur. Hugmyndin er að vera með þetta á dælum í afmæli 10. jan.
Ég var að spá í að þurrhumla helminginn fyrir þá gesti sem eru ævintýragjarnari. Getur einhver gefið mér ráð um hvaða humla og magn myndi passa vel við uppskriftina?
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 15. Dec 2013 17:19
by Eyvindur
Cascade. Óþarfi að flækja þetta.
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 15. Dec 2013 22:13
by hjaltibvalþórs
Cascade kæmi vel út, en flestar af amerísku "sítrus-humlunum" virka vel með honum líka. Varðandi magn myndi ég segja 60 g. fyrir mikla humlalykt eða 30 g. fyrir góðan keim.
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 12:08
by gm-
Cascade eða Citra eru solid kostir. Ef þú vilt vera flippaður geturu farið í Galaxy eða Sorachi Ace. Ég myndi persónulega nota svona 40 gr.
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 12:38
by gugguson
Takk fyrir þetta strákar - ég vinn úr þessu.
Er ekki talað um að það sé hæfilegt að skella í þurrhumlun viku eftir að þetta fer í gerjun?
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 13:01
by Funkalizer
gugguson wrote:Takk fyrir þetta strákar - ég vinn úr þessu.
Er ekki talað um að það sé hæfilegt að skella í þurrhumlun viku eftir að þetta fer í gerjun?
5 - 7 dögum fyrir átöppun
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 14:29
by hrafnkell
Funkalizer wrote:gugguson wrote:Takk fyrir þetta strákar - ég vinn úr þessu.
Er ekki talað um að það sé hæfilegt að skella í þurrhumlun viku eftir að þetta fer í gerjun?
5 - 7 dögum fyrir átöppun
Jebb, Dagar fyrir átöppun er betri mælieining en dagar frá byrjun gerjunar. Ég gef bjórnum venjulega 5-10 daga í þurrhumlun (eftir leti), en á undan því get ég þessvegna verið búinn að gerja í 3 vikur.
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 15:23
by gm-
jebb, 5-10 daga fyrir átöppun. Ef þú setur þetta í kúta þá finnst mér ágætt að setja humlana í poka eða 2-3 stál te haldara og oní kútinn, sérstaklega ef það á að drekka hann hratt.
Ég nota 2-4 svona þegar ég þurrhumla í kút, um 20 gr í hverjum.

Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 16. Dec 2013 18:47
by Eyvindur
Er þetta te-gaur?
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 17. Dec 2013 02:48
by gm-
Eyvindur wrote:Er þetta te-gaur?
Jebb, virkar vel. Hægt að sjóða til að sótthreinsa, stainless steel.
Re: Ráð varðandi þurrhumlun á Bee Cave
Posted: 17. Dec 2013 10:19
by Eyvindur
Gargandi snilld. Þarf að verða mér úti um nokkra svona.