Page 1 of 1
Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 12:39
by busla
Hefur einhver hugmynd um hvar ég gæti útvegað mér bjórkössum?
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 13:17
by gosi
Vínbúðirnar, ég hef allavegana fengið kassa frá þeim fyrir allar mínar flöskur.
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 13:58
by Eyvindur
Jebb. Bara spyrja í ríkinu hvort þau megi missa kassa.
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 14:23
by hrafnkell
Það eru venjulega staflar af þeim í kælinum í Heiðrúnu. Gætir þurft að fara nokkrar ferðir í ríkið ef þú vilt hafa þá alla eins - sem er þægilegt tilað geta staflað þeim.
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 15:03
by busla
Kemur á óvart þar sem ég hefði haldið að þeir væru framleiddir til að endast og margnotaðir. Ég er að tala um harðplast kassana. Erum við ekki að tala um sömu kassa?
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 15:24
by hrafnkell
busla wrote:Erum við ekki að tala um sömu kassa?
Jú. Það er enginn innflytjandi að fara að eyða pening í að senda svona kassa aftur úr landinu. Borgar sig ekki.
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 19:16
by busla
Já ok, þannig að innfluttir bjórar koma til landsins í þessum kössum.
Re: Kassar fyrir flöskur
Posted: 13. Dec 2013 23:38
by hrafnkell
busla wrote:Já ok, þannig að innfluttir bjórar koma til landsins í þessum kössum.
Sumir já.