Page 1 of 1
Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 12. Dec 2013 00:10
by astaosk
Sælt veri fólkið,
Langar til að gera nokkrar tilraunir til þurrhumlunar o.fl. og var að velta fyrir mér hvort að það væri eitthvað að því að nota venjulegar 2L gosflöskur fyrir slíkt? Betra vissulega ef um væri að ræða glerílát eða eitthvað slíkt, en mælir eitthvað sérstakt á móti?
Re: Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 12. Dec 2013 00:56
by hjaltibvalþórs
Meinarðu þá að setja tilbúin bjór í plastflöskur og þurrhumla hann þar? Það er amk. hægt að gera einfaldar þurrhumlunartilraunir með því að setja humla beint í bjórflöskurnar:
http://www.bertusbrewery.com/2013/03/dr ... light.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 12. Dec 2013 10:23
by astaosk
Já þetta er kannski líka almenn pæling - hvort hægt sé að nota þessar íslensku 2 L gosflöskur til tilrauna - vera með nokkur mini-batch í gangi þannig í stað þess að fjárfesta í einhverjum gler ílátum? Þá með a.m.k 2 fyrirvörum - minna en mánuð í gerjun, og nota flöskurnar ekki oftar en einu sinni (rispur og annað).
Re: Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 12. Dec 2013 10:49
by Eyvindur
Fátt því til fyrirstöðu. Ég myndi samt takmarka tímann við 1-2 vikur. Ég veit ekki alveg hvernig plast þetta er, en það gæti verið að súrefni nái að smjúga full mikið inn í þær.
Re: Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 12. Dec 2013 10:52
by hrafnkell
PET plast í gosflöskum minnir mig. Það hentar fínt í gerjun og heldur gasi ágætlega. Better bottles eru úr PET.
Polyethylene Terephthalate (PET, PETE or polyester) is commonly used for carbonated beverage, water bottles and many food products. PET provides very good alcohol and essential oil barrier properties, generally good chemical resistance (although acetones and ketones will attack PET) and a high degree of impact resistance and tensile strength. The orienting process serves to improve gas and moisture barrier properties and impact strength. This material does not provide resistance to very high temperature applications—max. temp. 200 °F (93 °C).
Re: Plastflöskur fyrir secondary?
Posted: 13. Dec 2013 20:54
by drekatemjari
Þegar ég var að byrja að brugga notaði ég 1L og 2L gosflöskur fyrir bottle conditioning og hef einnig notað plastflöskur í startera.
Hef aldrei upplifað nein vandamál við notkun þeirra önnur en það að ger helst mjög illa í ójöfnum botninum.