Page 1 of 1

Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 23. Aug 2009 21:59
by kristfin
lumar einvher á uppskrift af all grain bjór, sem notar eingöngu hráefni sem hægt er að fá hér á landi á. ég mundi vera miða á eins og american pale ale eða eitthvað svipað. einvherja góða uppskrift fyrir fyrstu ag umferðina

hér er úrvalið eins og það er frá ölvusholti

maltið:
Premium Pils. Malt -------1.800-----8.127
Pale Ale Malt--------------1.800-----8.127
Munich I-------------------1.816-----8.201
CaraMunich II-------------2.350----10.614
Caraaroma----------------2.420----10.928
Carafa Special III --------2.698----12.183
Smoked malt--------------2.594----11.713
Roasted Barley------------2.385----10.771
Wheat malt ---------------1.846-----8.338
CaraPils (dextrine malt)--2.350----10.614

humlar:
First Gold, 7,5% AA
Cascade
Fuggles
Celeia (Styrian Goldings)
Goldings, E.K.
Hallertau Hersbrucker

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 23. Aug 2009 22:26
by sigurdur
Já, ég smíðaði eina mjög einfalda, Grain Brain Pale Ale, þetta er mjög ljóst öl. Eina sem að fæst ekki hér er SafAle US-05 gerið, en þú getur notað SafAle US-04 (til frá ef þú hefur ekkert á móti tyggigúmíbragði).

Annars þá myndi ég bara prófa að smíða eigin uppskrift í þeim stíl sem að þig langar með hráefnunum sem að finnast hér á landi.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 00:25
by Eyvindur
Þú getur líka notað Cooper's gerið, sem fæst í Ámunni. Það er mjög hlutlaust. Ekkert að því. Virkar vel í APA.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 00:52
by Idle
Hér er ein af hugmyndunum sem ég hef verið að velta fyrir mér þegar ég er kominn með meskiker (English IPA stíll, uppskrift miðuð við 20 lítra).

Korn:
4 kg. Pale Ale Malt
0,25 kg. Caraaroma
0,25 kg. Caramunich

Humlar:
30 gr. First Gold (60 mín.)
30 gr. Cascade (30 mín.)
30 gr. Goldings E. K. (20 mín)

Annað:
1 tsk. Irish Moss

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 02:19
by Eyvindur
Lítur vel út. Þú ert kominn svolítið út fyrir enskt ljósöl með því að nota Cascade, en skítt með það, þeir eru bara æðislegir. Enda eru stílar bara viðmið.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 09:15
by kristfin
er þetta ekki fín uppskrift frá idle?

eiginlega er aðalmarkmiðið að sannfæra konuna um að heimalagaður bjór sé boðlegur.

ég mundi þá tvöfalda þessa uppskrift svo ég fengi í 2 glerkúta. ætla að fá félaga minn með mér til að dreifa áhættunni á kornkaupum og soddan.

hvernig panta ég frá ölvusholti? senda þeir í bæinn?

núna er bara drífa valsinn og pottinn í lag

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 10:28
by Hjalti
Sendir þeim póst og rúntar til þeirra :)

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 13:06
by Eyvindur
Þetta er bara mjög fín uppskrift, held ég. Ef ég væri að gera hana myndi ég skella smá CaraPils með, en ég geri það alltaf, þótt það sé ekkert endilega bráðnauðsynlegt.

Kýldu á þetta, maður. Mig grunar að það muni koma konunni þinni skemmtilega á óvart.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 14:11
by Idle
Eyvindur wrote:Þetta er bara mjög fín uppskrift, held ég. Ef ég væri að gera hana myndi ég skella smá CaraPils með, en ég geri það alltaf, þótt það sé ekkert endilega bráðnauðsynlegt.

Kýldu á þetta, maður. Mig grunar að það muni koma konunni þinni skemmtilega á óvart.
Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort það væri ekki nokkuð snjallt, svona upp á hausinn að gera? Annars er náttúrlega svolítið af CaraAroma þarna, svo kannski er það ekki svo "nauðsynlegt", eins og þú segir.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 14:14
by kristfin
það þýðir ekkert að tala í hálfkveðnum vísum. ég hef enga tilfinningu fyrir þessu. vantar tölur. ætla að panta efni og rúlla eftir því í vikunni.

er kominn með allt í milluna, á bara eftir að smíða :)

verst að mig vantar pott líka. vitið þið hvar ég fæ element

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 14:20
by Eyvindur
Þú getur skellt kannski eins og 300gr af CaraPils út í þetta. En þú getur ekki keypt minna en 5kg af hverju í ÖB.

Element geturðu fengið úr hraðsuðukötlum eða þvottavélum. Góði hirðirinn eða Sorpa gætu verið góðir staðir til að byrja.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 24. Aug 2009 14:23
by Idle
Tilbrigði við stef:

Korn:
4 kg. Pale Ale Malt
0,25 kg. CaraAroma
0,25 kg. CaraMunich
0,5 kg. CaraPils

Humlar:
30 gr. First Gold (60 mín.)
30 gr. Cascade (30 mín.)
30 gr. Goldings E. K. (20 mín)
30 gr. Goldings E. K (5 mín)

Annað:
1 tsk. Irish Moss

Áætlað OG/FG: 1,056 / 1,015
IBU: 42,7
Litur: 12,7 SRM

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 10:29
by kristfin
Idle wrote:Tilbrigði við stef:

Korn:
4 kg. Pale Ale Malt
0,25 kg. CaraAroma
0,25 kg. CaraMunich
0,5 kg. CaraPils

Humlar:
30 gr. First Gold (60 mín.)
30 gr. Cascade (30 mín.)
30 gr. Goldings E. K. (20 mín)
30 gr. Goldings E. K (5 mín)

Annað:
1 tsk. Irish Moss

Áætlað OG/FG: 1,056 / 1,015
IBU: 42,7
Litur: 12,7 SRM
ég ætla að panta mér kornið frá Ö, tek bara 25kg af grunnmaltinu og 5kg af hinum. þá á ég í nokkrar laganir. Tek þá líka humlana. en hvaða ger á ég að nota? fǽ ég ger hjá Ö?

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 10:38
by Idle
Einhversstaðar sá ég að Ölvisholt ættu e. t. v. Safale-US04 ger. Ef ekki, þá fæst þokkalegt ölger í Ámunni (250 kr. pakkinn). Ég notaði einmitt svoleiðis í sullumbullið mitt um daginn, og ég get ekki kvartað - nema þá vegna þess hve hratt flöskurnar tæmast! :|

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 12:53
by Eyvindur
Kostar það 250kr fyrir 6 gramma pakka?! Það er fáránlegt verð! Sérstaklega í ljósi þess að ef maður er að gera bjór sem er yfir 5% eða svo þarf maður helst tvo pakka...

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 13:08
by kristfin
ég er kominn með allar græjur nema valsinn og snöggkælinn. ætla að reyna redda því í vikunni.

tékka á gerinu í ölvisholti

planið er að búa til fávitahelder leiðbeiningar, sem þá gætu mögulega nýst einvherjum öðrum.

leyfi ykkur að lesa yfir þegar ég er kominn svo langt

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 13:53
by Idle
Eyvindur wrote:Kostar það 250kr fyrir 6 gramma pakka?! Það er fáránlegt verð! Sérstaklega í ljósi þess að ef maður er að gera bjór sem er yfir 5% eða svo þarf maður helst tvo pakka...
Jamm, og ekkert einsdæmi um verðlagninguna hjá þeim... T. a. m. fæst fínasti flöskubursti á innan við 200 kr. í Bónus, en hjá þeim kostar hann 1.290 kr. Þið getið ímyndað ykkur hve mikið ég bölvaði þessari uppgötvun...

Gerið sem slíkt skilaði sinni vinnu með ágætum. Það er þó hálfgert "no-name" ger, ég gat ekki fundið neinar gagnlegar eða áhugaverðar upplýsingar um það þrátt fyrir langa leit.

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 14:10
by Eyvindur
Manstu hvað gerið heitir?

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 26. Aug 2009 14:39
by sigurdur
Þetta er ritchie ger. Ég vildi að ég hefði sett 2 pakka í staðinn fyrir 1 pakka í lögnina mína um daginn ... :s

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 8. Sep 2009 15:10
by kristfin
ég er að fara safna kjarki í fyrstu umferð. eruð þið til í að rýna planið mitt og segja mér ef eitthvað má betur fara.
langar að hafa þetta þokkalega skipulagt í fyrsta sinn.

sjá http://obak.info/misc/AlIslenskAllGrain-vinnublad.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 15. Oct 2009 23:27
by hrafnkell
Líst vel á þetta vinnublað hjá þér - Tókst þetta ágætlega með því að fara eftir því?

Re: Al-Íslensk All Grain Uppskrift

Posted: 16. Oct 2009 09:01
by kristfin
jújú. það gekk vel. hinsvegar nota ég núna beeersmith en það forrit ælir út fínum svona vinnublöðum.