Page 1 of 1
Jólabjórar 2013
Posted: 9. Dec 2013 13:14
by helgibelgi
Sælir gerlar
Ég er að skipuleggja jólabjórsmakk fyrir vinahópinn og vantar ráðleggingar frá ykkur bjórnördum við val á bjór.
Mig langar nefnilega ekki að enda með að versla of mikið piss, þó það sé merkt sem jólabjór, því þá endum við bara of ölvaðir til að geta notið góðu bjóranna nægilega vel.
Hvaða jólabjórum mælið þið með? eða eitthvað sem þið mælið ekki með?
BTW: Hefur þú áhuga á því að fá hlutlausa aðila (okkur) til að dæma jólabjórinn þinn? Sendu mér PM!
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 9. Dec 2013 13:24
by hrafnkell
Ansi margir sem er hægt að sleppa.. Ertu búinn að tryggja þér eitthvað af bjórum? Margir af þessum sem var mest varið í eru uppseldir..
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 9. Dec 2013 14:58
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Ansi margir sem er hægt að sleppa.. Ertu búinn að tryggja þér eitthvað af bjórum? Margir af þessum sem var mest varið í eru uppseldir..
Einhverjir sérstaklega vondir sem þú hefur smakkað sem ég ætti að sleppa? Annars kemst ég ekki í ríkisferð fyrr á fimmtudaginn. Er ekki búinn að versla neina jólabjóra, en ætla ekki að vera að stressa mig á því þótt einhverjir/margir seljist upp áður en ég kemst í þá.
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 9. Dec 2013 20:39
by bergrisi
Ef þeir eru ennþá til þá myndi ég reyna að ná í eftirfarandi
Jóla Bock frá viking
Ölvisholt jólabjór
Gæðingur jólabjór
Harboe jólabjórinn - kom á óvart.
Jóla Kaldi
EInstök jóla dobble bock
Forðast algjörlega jólabjóra frá Royal
Annars er hérna okkar pælingar sem voru í Fréttatímanum.

- Jólabjórar 2013.jpg (364.67 KiB) Viewed 7807 times
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 10. Dec 2013 08:58
by helgibelgi
Takk kærlega fyrir gott svar!
Þetta hjálpar mér mikið. Ætla að kaupa þessa íslensku (Kaldi, Einstök, Gæðingur, Víking, Ölvisholt). Ætla að reyna að ná Stúfi ef hann er ekki uppseldur.
Eru einhverjir fleiri erlendir bjórar en Harboe sem fólk mælir með? T.d. eitthvað frá Mikkeller?
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 10. Dec 2013 10:34
by bjorninn
Mikkeller Fra Til fannst mér æði. Red White Christmas er líka flottur en frekar stór biti og kjánalega dýr..
Re: Jólabjórar 2013
Posted: 10. Dec 2013 11:43
by Eyvindur
Sammála með Til Fra. Hann er svaka skemmtilegur.
Annars er það bara Snowball, en ég er nokkuð viss um að hann sé löngu uppseldur.