Page 1 of 1

Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 8. Dec 2013 18:06
by Plammi
Afrekstur dagsins:
Recipe: 014 - Burgermeister (BM)
Brewer: Plammi
Style: Düsseldorf Altbier
Boil Size: 30,56 l
Post Boil Volume: 22,88 l
Batch Size (fermenter): 22,00 l
Bottling Volume: 20,00 l
Estimated OG: 1,049 SG - Mælt OG: 1,052
Estimated Color: 13,6 SRM
Estimated IBU: 35,4 IBUs
Brewhouse Efficiency: 81,00 %
Boil Time: 90 Minutes

3,50 kg Premium Pilsner (Weyermann) (1,0 SRM) Grain 1 76,4 %
0,80 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 2 17,5 %
0,20 kg Carapils (Weyermann) (1,3 SRM) Grain 3 4,4 %
0,08 kg Carafa Special III (Weyermann) (711,0 SR Grain 4 1,7 %
28,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 5 17,3 IBUs
28,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 60,0 min Hop 6 14,7 IBUs
1,06 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 7 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 10,0 mins) Other 8 -
15,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 9 1,8 IBUs
15,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 5,0 min Hop 10 1,6 IBUs
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 11 -

Saccharification Add 33,36 l of water at 70,1 66,4 C 70 min
Mash Out Heat to 75,6 C over 7 min 75,6 C 10 min

Önnur lögnin með nýju græjunum. Nýtni rétt rúm 80% í báðum lögnum sem ég er mjög sáttur við.
Uppskriftin er gerð miðað við ráðleggingar í Designing Great Beers. Hann talar reyndar um að nota enga humla eftir 60min ef maður vill fá alveg authentic result en ég var ekki alveg á þeim buxunum. Einnig talar hann um að nota ekki caramel malt, sem ég fór eftir, en notaði smá carapils fyrir body.
Er frekar spenntur fyrir þessum og vonast til að ná ansi ljúfum bjór hérna, bæði fyrir mig og gesti.

P.S. Nafnið er smá einkahúmor. Ég er mér til gamans að læra þýsku á http://www.duolingo.com" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; og rakst á þetta orð (þýðir borgarstjóri), það varð um leið uppáhlalds þýska orðið mitt. Einnig má til gamans geta að aðstoðarbruggari minn er 6 mánaða gamall þýskur fjárhundur sem bættis við fjölskylduna fyrir rúmlega 4 mánuðum. :)

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 8. Dec 2013 18:14
by Plammi
Eitt sem kom upp á í lokin.
Ég rehydrate (vantar gott íslensk orð fyrir þetta) gerið en var aðeins fljótur á mér. Þegar ég hellti gerinu í fötuna þá var góður partur af því bara i einum klumpi. Ég hrærði vel í eftir að gerið var komið í, vonandi hjálpaði það eitthvað...

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 8. Dec 2013 18:43
by Eyvindur
Lítur vel út. :beer:

Ég tala vanalega bara um að bleyta upp í gerinu. :fagun:

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 8. Dec 2013 18:58
by Plammi
Ég hef stundum sagt vökva gerið en finnst það skorta ákveðna fágun, bleyta upp í er meira lýsandi og klárlega skárra.. En ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er algjört pjatt sem skiptir nákvæmlega engu máli...

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 15. Dec 2013 13:43
by Plammi
Tók sýni í dag og mældi, SG-1013. Sýnið bragðaðist unaðslega, mikið djöfull er ég spenntur fyrir þessum.
Hann er búinn að vera í 8 daga í gerjun og gerjunin tók mjög fljótt af, high krausen á 2. degi og allt action búið á 4 degi. Ætla samt að gefa honum viku í viðbót fyrir átöppun.

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 15. Dec 2013 22:56
by Classic
Þarf ekki að vera mynd af Jóni Gnarr á miðanum? Allavega birtist Gnarrinn alltaf í hausnum á mér þegar ég sé þetta orð, því ég get svo svarið að ég fékk setninguna "Der Burgermeister hat ein Eisbär" um daginn. Allavega var mjög stutt á milli að orðin Burgermeister og Eisbär komu fyrir í þýðingunum :)

Annars er þetta app snilld, mig grunar sterklega að það eigi stóran þátt í því að þýska 303 er fyrsta nía sem ég fæ fyrir tungumál síðan í grunnskóla..

Re: Bürgermeister (Dusseldorf Alt)

Posted: 15. Dec 2013 23:54
by Plammi
Jú, Gnarr verður á flöskunni, í Hitler múnderingunni úr Fóstbræðrarsketsinum. Þá nær þýsk-íslenska tengingin að fullkomna hringinn :)