Page 1 of 1

Kælirör

Posted: 6. Dec 2013 19:20
by busla
Þarf eiginlega að koma þessu að.

Frá því ég byrjaði að gera mitt eigið heima-öl þá hef ég haldið mig við allgjöran lágmarks búnað frá brew.is með nokkrum lítilvægum breytingum til að gera þetta þægilegra. Ég ákvað svo að kaupa kopar-rör á brew.is (eflaust hægt að fá það í næstu byggingavöruverslun) til að auka kæli-hraðann sem og stytta tímann frá því suðunni lýkur og þar til virturinn kólnar niður í gerjunarhita.

Með því að dæla köldu vatni beint úr krananum í gegnum rörið fór virturinn úr 100 gráðum niður í 21 á 60 mínútum!

Magnað.

Þið sem eruð að byrja að brugga og viljið kæla bjórinn eins fljótt og hægt er (eins og er mælt með) þá mæli ég með þessari kæli-aðferð.

Re: Kælirör

Posted: 6. Dec 2013 19:26
by hrafnkell
Ef þú hrærir smá í virtinum á meðan þú kælir þá ætti ekki að taka nema 10-20mín að kæla 20 lítra í 20 gráður :)

Re: Kælirör

Posted: 6. Dec 2013 20:50
by busla
Ef marka má þennan kafla úr "How to brew" þá er ég frekar smeykur við það. Samkvæmt þessu ætti sem minnst að hreyfa við virtinum á meðan hann er að kólna. Gera það hugsanlega mjög varlega?

http://www.howtobrew.com/section1/chapter6-9-3.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kælirör

Posted: 6. Dec 2013 21:48
by Eyvindur
Þessi hræðsla við HSA er geysilega orðum aukin. Ég hef iðulega slett virtinum hressilega til heitum og ekki fundið vott af neinu aukabragði. Ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að hræra í honum heitum. Þetta er atriði sem stór brugghús þurfa að hafa áhyggjur af, ekki við.

(Disclaimer: Það er mögulegt að fá aukabragð vegna HSA, en lætin þurfa að vera svakaleg - miklu meiri en að hræra aðeins á meðan þú ert að kæla.)

Re: Kælirör

Posted: 6. Dec 2013 22:59
by hrafnkell
Já svo þarf nú ekkert að vera mikið skvamp þegar þú ert að hræra, t.d. bara hreyfa spíralinn svolítið öðru hvoru og þá snarminnkar tíminn sem kælingin tekur.

Re: Kælirör

Posted: 7. Dec 2013 10:31
by Eyvindur
Já, og það borgar sig hvort sem er ekki að skvampa mikið með sjóðandi heitan vökva. Innbyggð lífsbjargarviðleitni reddar þessu. ;)

Re: Kælirör

Posted: 7. Dec 2013 13:59
by helgibelgi
Eyvindur wrote:Já, og það borgar sig hvort sem er ekki að skvampa mikið með sjóðandi heitan vökva. Innbyggð lífsbjargarviðleitni reddar þessu. ;)
Oft má sjá á mér brunasár sem merki um að ég hef verið að brugga nýlega :lol:

Re: Kælirör

Posted: 7. Dec 2013 20:25
by Eyvindur
Þig skortir semsagt þessa lífsbjargarviðleitni. Ef þú værir villt dýr væri Darwin búinn að ganga frá þér fyrir löngu.