Page 1 of 1

Ristað íslenskt korn?

Posted: 6. Dec 2013 12:41
by astaosk
Hafið þið eitthvað gert tilraunir með að rista bygg? Mig hefur lengi langað til að vinna með kornið sem faðir minn ræktar en hef lesið mér til um slæmar niðurstöður möltunar og því ekki lagt út í slíkar tilraunir.

Ég er að þreifa fyrir mér í stout gerð, og því er ristað bygg eitthvað sem er spennandi að hafa, og þarf ekki að malta. Ég stefni því á næst þegar ég fer í heimsókn að gera nokkrar tilraunir til ristunar. Eruð þið með einhverja ábendingar, hugmyndir, reynslusögur?

Re: Ristað íslenskt korn?

Posted: 6. Dec 2013 13:02
by hrafnkell
Kíktu á leiðbeiningar á netinu hvernig maður ristar kaffi. Aðferðin er sú sama.

Re: Ristað íslenskt korn?

Posted: 6. Dec 2013 17:33
by astaosk
Ég átti í geymslunni smá korn sem var orðið frekar gamalt, og þar sem pælingarnar voru í gangi ákvað ég að gera tilraun með tæknina. Var búin að lesa mér til að það væri hætta á ansi miklum reyk og veseni, var tilbúin með vatn í spreybrúsa og svona til að minnka reykinn, en þetta gekk mjög vandræðalaust. Mun prófa aftur á meiri hita - en þetta er skemmtilegt!
2013-12-06 17.02.06-minnk.jpg
2013-12-06 17.02.06-minnk.jpg (179.61 KiB) Viewed 6406 times
Á svo í samningaviðræðum um að skella grisjupoka af korni með í reykhúsið núna þegar að verið að reykja jólahangikjötið!