Page 1 of 1

Double chocolate stout

Posted: 4. Dec 2013 14:01
by Bjarklindur
Sælir

Ég er að leita að góðri uppskrift að Double chocolate stout (má gjarnan vera Imperial stout).

Vinsamlega látið vita ef þið lumið á einni.

Með kveðju
Bjarklindur

Re: Double chocolate stout

Posted: 4. Dec 2013 16:37
by gm-
Hef gert þennan og hann kom nokkuð vel út, frekar nálægt Youngs double:

Uppskrift af 40 lítrum.
OG 1.061
FG 1.011

Hráefni (sorry að þetta er í pundum og únsum, en ég fékk uppskriftina frá félaga mínum sem er mikill kani)

Amt Name Type # %/IBU
15 lbs 1.3 oz Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM) Grain 1 75.0 %
2 lbs 0.2 oz Chocolate Malt (450.0 SRM) Grain 3 10.0 %
1 lbs 0.1 oz Roasted Barley (300.0 SRM) Grain 4 5.0 %
3.23 oz Crystal [3.50 %] - Boil 90.0 min Hop 5 23.8 IBUs
0.81 oz Crystal [3.50 %] - Boil 30.0 min Hop 6 4.3 IBUs
2.00 oz Chocolate Extract (Bottling 0.0 mins) Flavor 10 -
1.00 lb Cocoa Powder (Boil 5.0 mins) Flavor 7 -
2.00 lb Milk Sugar (Lactose) (Primary 0.0 mins) Other 9 -
1.0 pkg California Ale V (White Labs #WLP051) [35.49 ml] Yeast 8 - Ég notaði nú bara US-05 og það kom fínt út.
2 lbs 0.2 oz Caramel/Crystal Malt -120L (120.0 SRM) Grain 2 10.0 %

Re: Double chocolate stout

Posted: 4. Dec 2013 17:25
by Bjarklindur
Takk fyrir þetta, hljómar vel. Er einn pakki af US-05 nóg í 40L ?

Re: Double chocolate stout

Posted: 4. Dec 2013 17:28
by rdavidsson
Bjarklindur wrote:Takk fyrir þetta, hljómar vel. Er einn pakki af US-05 nóg í 40L ?
Nei, 2 pakkar min.. 1 pakki fyrir 20-25L

Re: Double chocolate stout

Posted: 5. Dec 2013 15:42
by gm-
Já myndi segja 2 pakkar minnst í 40 lítra, ég kaupi US-05 í 500 gr pökkum og nota það sem mr malty stingur uppá, held að ég hafi notað um 15 gr í 20 lítra af þessum.

Re: Double chocolate stout

Posted: 5. Dec 2013 15:45
by hrafnkell
gm- wrote:Já myndi segja 2 pakkar minnst í 40 lítra, ég kaupi US-05 í 500 gr pökkum og nota það sem mr malty stingur uppá, held að ég hafi notað um 15 gr í 20 lítra af þessum.
Geymirðu 500gr pakkana lengi? Fermentis mæla með því að maður noti þá innan 5 daga frá opnun, einnig er eitthvað um það í yeast bókinni.

Re: Double chocolate stout

Posted: 5. Dec 2013 21:05
by gm-
Jájá, ég geymi það í allt að 6 mánuði án vandræða í loftþéttri krukku í ísskápnum. Reyndar splitta ég alltaf 500 gr kubbnum með 1-2 öðrum til að fara hraðar í gegnum þetta. Ég var einmitt hræddur um að skemma gerið á þessu, en mér reyndari menn fullyrtu að þetta væri í fínu lagi, og ég hef aldrei lent í veseni, gerjun alltaf byrjað kröftuglega eftir 12 tíma eða svo.