Page 1 of 1

Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 09:27
by Eyvindur
Okkur félagana langaði til að gera klikkaða humlabombu. Ákváðum að nota Mandarina Bavaria humlana, til gamans (ásamt Magnum, reyndar). Og við notum slatta.

Uppskriftin:
7,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 5 45,2 %
4,20 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 6 27,1 %
2,80 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 7 18,1 %
1,50 kg Sugar, Table (Sucrose) (2,0 EBC) Sugar 9 9,7 %
100,00 g Mandarina Bavaria [8,50 %] - First Wort Hop 8 50,5 IBUs
140,00 g Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min Hop 10 105,9 IBUs
200,00 g Mandarina Bavaria [8,50 %] - Boil 5,0 mi Hop 11 18,3 IBUs
100,00 g Mandarina Bavaria [8,50 %] - Dry Hop 5,0 Hop 13 0,0 IBUs
Við ákváðum að nota ljósan púðursykur frekar en hvítan sykur, upp á grín. Eins og sést er kornsamsetningin pínu sérstök, en hún miðaðist svolítið við það sem var til.

Ég er ekki frá því að þetta gæti orðið ágætt. OG var 1.077, sem var aðeins undir því sem áætlað var, og magnið í fötunum sýnist mér vera 46-47 lítrar (önnur er ekki með kvarða), sem er langt yfir því sem áætlað var, þannig að nýtingin virðist hafa verið aðeins betri en vanalega, enda skolaði ég kornið, sem ég hef ekki gert undanfarið. Ef FG verður á því róli sem ég er að vona (undir 1.010) ætti bjórinn að enda í ca. 9%. Samkvæmt Tinseth er hann 175 IBU.

Þetta verður jólabjórinn okkar. Hvað er jólalegra en mandarínur?

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 11:56
by bergrisi
Flottur. Humlasprengjan mín fölnar við hliðina á þessum.

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 13:29
by Eyvindur
Flotvogarsýnið var brjálæði. Þetta verður svakalegt.

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 13:55
by hrafnkell
Það er ansi hætt við því að þetta verði ekkert ógeðslegt.

Hvenær fæ ég flösku?

Hvenær verður bottlað?

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 14:20
by Eyvindur
Mér finnst gott að fyrri spurningin skyldi vera um sjálfan þig, og síðan kæmi hitt formsatriðið. ;)

Ætli þetta verði ekki standard tvær vikur - vika í gerjun og vika í þurrhumlun. Þannig að þú færð smakk einhvern tíma eftir það.

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 15:28
by gm-
Hljómar vel, alltaf gaman að góðum humlasprengjum :skal:

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 25. Nov 2013 17:20
by Eyvindur
Ójá! Ég var að stelast í að lykta aðeins af gerjuninni (sem er hress - enda var ég með starter í rífandi gangi) og ég grét næstum af gleði. Það verður erfitt að bíða eftir þessum. :beer:

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 2. Dec 2013 21:47
by helgibelgi
"Aðeins" 100 gr í þurrhumlun?

Vantar ekki að margfalda þetta með einhverri tölu? :D

Re: Mandarínu (jóla) Imperial IPA

Posted: 2. Dec 2013 21:51
by Eyvindur
Látum þetta duga í þetta sinn. ;)