Page 1 of 1

Kaiser Alt Bier

Posted: 20. Nov 2013 21:41
by rdavidsson
Er að meskja þennan núna, er gríðarlega spenntur fyrir þessum þar sem ég elska maltmikla bjóra. Félagi minn Ingó (Landnámsmaðurinn) á heiðurinn af þessari uppskrift.

Hérna er uppskriftin:

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Recipe: Kaiser Alt
Brewer: Raggi
Asst Brewer:
Style: Northern German Altbier
TYPE: All Grain
Taste: (30,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 34,37 l
Post Boil Volume: 27,56 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l
Bottling Volume: 23,00 l
Estimated OG: 1,046 SG
Estimated Color: 13,9 SRM
Estimated IBU: 27,1 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 74,2 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
20,00 l Vatn Kópavogur Water 1 -
4,68 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 2 89,0 %
0,53 kg Caramunich I (Weyermann) (51,0 SRM) Grain 3 10,0 %
0,05 kg Carafa Special II (Weyermann) (415,0 SRM Grain 4 1,0 %
36,00 g Tettnanger [4,40 %] - Boil 60,0 min Hop 5 27,1 IBUs
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 6 -


Mash Schedule: BIAB, Light Body
Total Grain Weight: 5,26 kg
----------------------------
Name Description Step Temperature Step Time
Saccharification Add 37,59 l of water at 68,8 C 65,5 C 60 min
Mash Out Add -0,00 l of water and heat to 77,0 C 77,0 C 10 min

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 00:53
by drekatemjari
Hvernig er gerjunarplanið, hitastig etc.

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 01:14
by rdavidsson
Samkvæm uppskrift þá á hitinn að vera 17-19°C, ætla að byrja í 17°C og hækka svo í restina til að klára gerjunina örugglega. Svo kæla undir 10°C, setja gelatín og svo á kút.

Sjá nánast hér: http://braukaiser.com/wiki/index.php?title=Kaiser_Alt" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 09:01
by hrafnkell
Það er ansi hætt við því að þessi verði ekkert ógeðslegur.

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 09:18
by Eyvindur
Hljómar vel. Ég myndi reyndar hafa gerjunarhitann lægri - ég hef gerjað kölsch og alt við 15°C með US-05 og finnst það snilld. Þá hef ég tekið diacetyl rest í lokin, bara svona til öryggis.

Hvað sem þú gerir myndi ég passa að pitcha við lægra hitastig en þú gerjar. Ég er farinn að gera það í öllum tilfellum, en þó sérstaklega þegar ég vil fá snyrtilega gerjun. Held að það muni svolítið miklu.

Gangi þér vel með þetta!

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 09:59
by rdavidsson
hrafnkell wrote:Það er ansi hætt við því að þessi verði ekkert ógeðslegur.
Skemmtilega orðað hjá þér :)
Eyvindur wrote:Hljómar vel. Ég myndi reyndar hafa gerjunarhitann lægri - ég hef gerjað kölsch og alt við 15°C með US-05 og finnst það snilld. Þá hef ég tekið diacetyl rest í lokin, bara svona til öryggis.
Já, spurning um að lækka á skápnum þegar ég kem heim í dag, hefði aldrei dottið í hug að gerja hann við 15°C.
Eyvindur wrote: Hvað sem þú gerir myndi ég passa að pitcha við lægra hitastig en þú gerjar. Ég er farinn að gera það í öllum tilfellum, en þó sérstaklega þegar ég vil fá snyrtilega gerjun. Held að það muni svolítið miklu.
Ég pitchaði einmitt við mjög lágt hitastig, sennilega um 15°C þar sem ég endaði með of hátt OG og þurfti því að bæta við slatta af vatni.

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 21. Nov 2013 10:07
by Eyvindur
Passaðu bara að lækka ekki ef gerjunin er farin í gang. Hann verður klárlega ekki viðbjóður þótt þú gerjir hann við 17°C. ;)

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 2. Dec 2013 20:36
by rdavidsson
Var að mæla þennan, búinn að vera í gerjun í 12 daga, gravity-ið mældist 1.012 sem er svolítið hærra en ég bjóst við (1.008-1.010). Ég ákvað því að hækkka hitastigið í skápnum upp í 18,5°C til að reyna að láta gerið klára aðeins betur.
Næst á dagskrá er svo að setja bjórinn í um 5°C sem er hitinn í kútaskápnum hjá mér og setja Gelatín út í, leyfa því að vinna í 2-3 daga og svo beint á kút.

Auðvitað tók ég smá smakk út tunnunni og þessi lofar mjög góðu, frekar mikið maltbragð en samt ekki of sætur :)

Re: Kaiser Alt Bier

Posted: 2. Dec 2013 20:38
by Eyvindur
Minn kláraði held ég í 1.013. Stórgóður þar, fannst mér. En diacetyl rest er hvort sem er góð hugmynd.

Þetta lofar góðu!