Page 1 of 1

Vienna SMaSH öl/lager

Posted: 20. Nov 2013 09:51
by Eyvindur
Ég fann mér loksins tíma til að brugga í gær, eftir miklar annir. Þetta er uppskrift sem varð eiginlega til í algerri hvatvísi síðasta miðvikudag, og ég ætlaði að brugga þetta daginn eftir, en vinnan þvældist fyrir og svo lenti ég alveg óvart í rjúpnarölti um helgina, þannig að þetta dróst eins og gengur. Uppskriftin hélst samt óbreytt.

Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt, og ég hef litla reynslu af Vienna, þannig að mér fannst borðleggjandi að gera SMaSH bjór úr því. Fyrst var ég að pæla í að vera hefðbundinn og velja þýska humla, en svo datt mér í hug (með pínu innblástur frá Teresu) að skella amerískum humlum í staðinn. Centennial hafa löngum verið mínir go-to humlar, þannig að þeir urðu fyrir valinu.

Þessi uppskrift gæti varla verið einfaldari. 10kg af Vienna, 100g af Centennial.

Nýtingin var 65%, sem virðist vera sirka það sem ég get gengið að með meðalstóra bjóra. Ég yfirskaut aðeins magnið, þannig að OG er örlítið neðar en það á að vera - innan skekkjumarka þó. Ég var að nota PID stýringuna mína í fyrsta skipti. Mér sýnist að ég þurfi að fínstilla hana aðeins betur, en þetta gekk samt frábærlega vel.

Uppskriftin:
Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 48,41 l
Post Boil Volume: 41,60 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l
Bottling Volume: 40,00 l
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 12,7 EBC
Estimated IBU: 44,7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 65,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
55,00 l Munich, Germany Water 1 -
10,86 g Chalk (Mash 60,0 mins) Water Agent 2 -
3,33 g Baking Soda (Mash 60,0 mins) Water Agent 3 -
1,56 g Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 mins) Water Agent 4 -
10,00 kg Vienna Malt (Weyermann) (8,0 EBC) Grain 5 100,0 %
60,00 g Centennial [10,00 %] - First Wort 60,0 m Hop 6 44,7 IBUs
40,00 g Centennial [10,00 %] - Dry Hop 0,0 Days Hop 7 0,0 IBUs
Þetta er 40l lögun (endaði með 43-44). Ég skipti henni í tvennt og setti US-05 í helminginn (sú fata er ekki í gerjunarskáp), og W-34/70 í hinn helminginn, sem gerjast við 11°C. Svo er planið að lagera báðar föturnar saman og þurrhumla. Það verður áhugavert að finna muninn á lagergeri og snyrtilegu ölgeri. Ég bleytti upp í gerinu og pitchaði í báðar föturnar við örlítið lægra hitastig en þær eiga að gerjast við (US-05 fór út í við 17°C og W-34/70 við 9°C).

Þetta verður eitthvað!

Re: Vienna SMaSH öl/lager

Posted: 20. Nov 2013 11:29
by Funkalizer
Ég var einmitt að leggja í minn Vienna-Simcoe SMaSH í annað sinn um helgina.
Uppskriftin tekin héðan.
Í fyrra skiptið fór ég algjörlega eftir uppskriftinni en í þetta skiptið bætti ég smá Carapils út í (200gr.)

Ástæðan fyrir því að ég er að brugga þennan í annað sinn er bara sú að þetta er svo gott "kók".
Aðgengilegur bjór, simcoe eru snilld og eftirbragðið lifir rosalega lengi. Alla veganna á meðan bjórinn er svona hrár... sem ég reikna að hann verði eiginlega alltaf.

Re: Vienna SMaSH öl/lager

Posted: 20. Nov 2013 12:58
by bergrisi
Hef einmitt líka gert eftir þessari uppskrift. Gott að eiga góða svalandi bjóra með þungu deildinni.

Re: Vienna SMaSH öl/lager

Posted: 20. Nov 2013 14:03
by Eyvindur
Já, akkúrat. Þetta var einmitt hugsað sem léttur og þægilegur bjór. Þar sem Hrafnkell varð uppiskroppa með Munich II get ég ekki gert nýja lögun af altbier (sem er sirka búinn), þannig að ég ákvað að fara í þetta í staðinn - svona til að eiga nóg fyrir okkur hjónin og gesti.

Næst á dagskrá er svo Imperial jóla-IPA, til að hafa smá jafnvægi í þessu.

Re: Vienna SMaSH öl/lager

Posted: 25. Feb 2014 16:57
by Eyvindur
Ég gleymdi alltaf að skýra frá niðurstöðunum úr þessari tilraun.

Eins og við var að búast var ágætlega mikill munur á skömmtunum, en samt átti ég von á að hann væri meiri. Lagerinn var miklu lengur grænn, en eftir það var hann yndislega crisp og skemmtilegur. Hinn var meira hoppy, sem kom mér pínu á óvart. En þeir voru báðir alveg frábærir. Þetta er tærasti bjór sem ég hef gert.

Ég gæti vel hugsað mér að gera þennan aftur. Mjög góður gestabjór, og fínn þegar mann langar í eitthvað einfalt og létt. Ég tók ekki nákvæma punkta um hann, og hann kláraðist mjög hratt. En mjög solid bjór.