Page 1 of 1
Keggar og bragð
Posted: 13. Nov 2013 23:11
by kari
Er aðeins búinn að vera að setja bjór á kegga efir að hafa fengið kegga hjá brew.is.
Er búinn að koma fjórum bjórum á keg og búinn að smakka þrjá.
Allt mjög ólíkir bjórar, APA, Rauðöl og Saison. Fjórði bjórinn sem er ósmakkaður er byggvín.
Það sem mér finnst standa uppúr er lítið bragð og mikil beiskja á öllum bjórunum.
Eins og ég skil prósessinn við kútana þá þarf að velja hitastig til að geyma bjórinn við.
Hitastigið er afgerandi í upptöku bjórsins á kolsýurunni.
Það þarf að velja þrýsting þannig að upptakan af CO2 sé rétt miðað við óskgildið á uppleystu CO2.
Síðan þarf að velja rétt viðnám í bjórlínuna þannig að við gefinn þrýsting gjósi bjórinn ekki upp og
út komi ekkert annað en froða og leiðindi.
Ég er semsagt búinn að túna kerfið þannig að hitinn á kælinum er í kringum 3 gráður þrýstingurinn í
kringum 11PSI og uppleyst CO2 því í kringum 2.5. Lengd á slöngum passlegar, eitthvað um 3-4 metrar.
Þegar ég dæli bjórnum þá gýs bjórinn ekki upp en myndar bara fallegan 1-2 putta haus.
Semsagt allt eins og það á að vera......
....nema að bjórinn bragðist bragðlaus en hinsvegar kemur beiskjan vel í gegn.
Ég tengi þetta við að bjórinn er svo kaldur og þar með bragðdaufur. Kolsýran virðist hins
vegar ýkja beiskjuna og gera bjórinn "óballanseraðan".
Eiginlega virðast allir þrír bjórnarnir mjög svipaðir á bragðið, þ.e. beiskir og "dull".
Minna einna mesta á "big brand" lagera af krana á ónefnum bar í miðju Reykjavíkur.
Ég veit hins vegar, allavega með APA bjórinn að hann bíður uppá miklu meiri "möguleika"
þar sem ég hef bruggað hann nokkrum sinnum og sett á flöskur þar sem hann bragðaðist
öll skiptin betur. Það var amk. bragð af honum.
Hvaða ráð hafið þið kúta reynsluboltar til að gefa kúta-nooba?
Á maður bara að hækka hitann á kælinum, hækka þrystinginn og lengja slöngurnar til að fá bragð aftur af bjórnum?
Re: Keggar og bragð
Posted: 14. Nov 2013 00:07
by Eyvindur
3 gráður er fáránlega kalt. Ekki skrýtið að bjórarnir verði bragðlausir við það hitastig. Ég myndi aldrei stilla bjórkæli kaldara en 7-8 gráður.
Re: Keggar og bragð
Posted: 14. Nov 2013 00:42
by gm-
Tekur alltaf dáldinn tíma að læra inná nýja kerfið, hef nú ekki lent persónulega í þessu sem þú ert að lýsa samt. Ég hef minn keezer stilltan á 3 +- 3, og hef tekið eftir að hann er oftast um 5°C, þannig að kannski er málið fyrir þig að hækka hitann um nokkrar gráður.
Annað sem skiptir kannski smá máli er hvernig þú settir kolsýru í bjórinn? Léstu hann sitja, notaðiru sykur, eða force keggaðiru? Hef 1-2 force keggað og þá fannst mér bjórinn vera í beiskari kantinum, en það jafnaðist út með tímanum. Venjulega stilli ég co2 oftast á 8 psi og læt bjórinn sitja í viku á því og þá er hann nálægt því sem ég vill, er ekki hrifinn af of mikilli kolsýru í bjórinn (oftast í kringum 1.5-2 vol).
Re: Keggar og bragð
Posted: 14. Nov 2013 00:52
by gosi
Á bjórlínan að vera svona löng, 3-4m? Ég er með 1.5 m, er það ekki nóg? Er bara með picnic krana.
Annars er ég líka að lenda í því sama og kari. Mér fannst koma bara beiskja og nánast ekkert bragð.
Hafði einnig stillt á 3c á ísskápnum. En ég var að breyta því núna eftir orðin frá Eyvindi.
Það þyrfti einhver að koma með nýjan þráð með útskýringar á hvernig þeir gera þetta.
Re: Keggar og bragð
Posted: 14. Nov 2013 12:59
by kari
Eyvindur wrote:3 gráður er fáránlega kalt. Ekki skrýtið að bjórarnir verði bragðlausir við það hitastig. Ég myndi aldrei stilla bjórkæli kaldara en 7-8 gráður.
Já alveg sammála, en þetta er það sem maður fær þegar maður spyr "samvitundina". Þegar ég setti á flöskurnar þá geymdi ég þær svona c.a. við 10 gráður.
gm- wrote:Tekur alltaf dáldinn tíma að læra inná nýja kerfið, hef nú ekki lent persónulega í þessu sem þú ert að lýsa samt. Ég hef minn keezer stilltan á 3 +- 3, og hef tekið eftir að hann er oftast um 5°C, þannig að kannski er málið fyrir þig að hækka hitann um nokkrar gráður.
Annað sem skiptir kannski smá máli er hvernig þú settir kolsýru í bjórinn? Léstu hann sitja, notaðiru sykur, eða force keggaðiru? Hef 1-2 force keggað og þá fannst mér bjórinn vera í beiskari kantinum, en það jafnaðist út með tímanum. Venjulega stilli ég co2 oftast á 8 psi og læt bjórinn sitja í viku á því og þá er hann nálægt því sem ég vill, er ekki hrifinn af of mikilli kolsýru í bjórinn (oftast í kringum 1.5-2 vol).
Jú jú þetta tekur allt tíma að læra inná. Það sem triggeraði póstinn var að þessir þrír ólíku bjórar bragðast ótrúlega líkt (leiðinalega líkt ætti maður kannski að segja). Allir bjórarnir voru settir undir 11Psi þrýsting og látnir standa í 2 vikur.
gosi wrote:Á bjórlínan að vera svona löng, 3-4m? Ég er með 1.5 m, er það ekki nóg? Er bara með picnic krana.
Annars er ég líka að lenda í því sama og kari. Mér fannst koma bara beiskja og nánast ekkert bragð.
Hafði einnig stillt á 3c á ísskápnum. En ég var að breyta því núna eftir orðin frá Eyvindi.
Það þyrfti einhver að koma með nýjan þráð með útskýringar á hvernig þeir gera þetta.
Ég er líka bara með picnic krana ennþá. Ef þú færð ekki leiðinlega mikla froðu þá er 1.5 bjórlína passleg. Eins og ég skil þetta þá fer það samt eftir þrýstingnum. Þ.e. ef þú vilt fá meiri kolsýru í bjórinn þá þarftu a) hækka þrýstinginn á kútunum og/eða b) lækka hitastigið. Því hærri þrýstingur sem er svo á kútunum því lengri bjórlínu þarftu að hafa til þrýstifallið sem verður þegar dælt er gerist ekki of hratt, þ.e. þú vilt halda flæðinu þægilega rólegu. Of hratt flæði jafngildir froðu.
Re: Keggar og bragð
Posted: 14. Nov 2013 13:28
by hrafnkell
Ég er með allt of kaldan bjórkæli, en skenki mér oft í glas og er ekkert að flýta mér að drekka úr því. Þá nær bjórinn aðeins að volgna. Ég hef verið mjög ánægður með kútasetuppið..
Re: Keggar og bragð
Posted: 28. Nov 2013 13:30
by asgeir
Ég er nýr í þessu líka. Hef sett tvisvar á kút, en mín upplifun er svipuð. Mér finnst vera beiskara bragð af bjórnum (eitthvað beiskara aukabragð frá kolsýrunni). Þetta aukabragð fannst mér eins ágerast með tímanum og samhliða því að innihald kútsins minnkaði. Er þetta eðlilegt? Er lausnin kannski að prima með sykri?
Re: Keggar og bragð
Posted: 28. Nov 2013 14:00
by helgibelgi
Ég hef alltaf fylgt þeirri þumalputtareglu að meiri hiti = meira bragð. Mig grunar að þetta sé vandamálið hjá ykkur báðum (gosi og kari). 3 gráður er mjöööög kalt. Ég myndi vilja hafa hann við svona 8 gráður í það kaldasta (fer eftir bjórstíl auðvitað). Ef hann kæmi út við 8 gráður í glas sem kannski í kringum 15-20 gráður hitnar hann aðeins og mun líklega halda áfram að hitna til að jafnast við umhverfishita, en í leiðinni fer kolsýran úr honum.
Það er ástæða fyrir því að hinn venjulegi bjórþambari vill fá bjórinn sinn ííískaldann og helst í frosnu glasi = til að sem minnst bragð sé af bjórnum, svo hann geti þambað hraðar

Re: Keggar og bragð
Posted: 28. Nov 2013 14:27
by flokason
Ég er búinn að koma nokkrum á kút og klárað nokkra síðan ég fékk þetta og ég tek ekki eftir neinu auka bragði.
Ég er með kistuna stilta á 4°c
Þetta er bara algjör snilld út í eitt
Re: Keggar og bragð
Posted: 28. Nov 2013 14:59
by gosi
Eftir að ég hækkaði hitann hef ég fundið fyrir mun á bjórnum. Hann er ekki eins beiskur. Er með hann í frá 7-9 gráðum (fer eftir hitanum í skúrnum).
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Nov 2013 23:33
by kari
gosi wrote:Eftir að ég hækkaði hitann hef ég fundið fyrir mun á bjórnum. Hann er ekki eins beiskur. Er með hann í frá 7-9 gráðum (fer eftir hitanum í skúrnum).
Sama hér. Ekki búinn að mastera línulengd. En í augnablikinu þar sem ég er enn bara með picknic krana
þá tek ég þrýsinginn af rétt á meðan ég servera (stilli þrýsinginn á c.a. 5psi). Fæ hausinn með því að láta seinustu dropana falla aðeins ofan í glasið.
En það er klárlega ekki málið að hafa skápinn á stilltan á of lágt hitastig. Amk. ekki ef maður vill finna bragð af bjórnum. APA bjórinn kom bara vel út eftir að hitanum var hleypt upp og Saison bjórinn er helv. góður líka.
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 01:35
by gosi
Mig langar aðeins að stela þessum þræði meira og ræða um kolsýruna og froðu og etc.
Ég fékk meŕ ca 5-6 metra langa slöngu og hún gefur ekkert minni froðu í glasið þrátt
fyrir reikninga frá öðrum síðum. Ég er að reyna að hafa þrýstinginn 11-12psi án þess
að þurfa að minnka hann. Vil helst ekki minnka psi-ið því það er bara til að auka vesenið.
Gráðan í ísskáp er milli 6-7 gráður. Það er frekar pirrandi að átta sig ekki á þessi.
Alveg sama hvað ég les á erlendum síðum þá virðist þetta vera ekkert vandamál hjá
þeim þrátt fyrir að vera með sama þrýsting. Þetta kom best út ef ég var með 1.5m og
minnkaði þrýstinginn niður í 2psi eða svo en það er þreytandi til lengdar.
Er einhver sem gæti leiðbeint mér í gegnum þetta?
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 09:16
by Eyvindur
Gæti verið að þetta sé of lágur þrýstingur miðað við hitastig og lengd á slöngu?
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 10:58
by gosi
Mögulega, ég á bara svo erfitt með að skilja þetta. Er þá málið að minnka slönguna um 50cm þangað til ég er sáttur?
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 11:19
by hrafnkell
gosi wrote:Mögulega, ég á bara svo erfitt með að skilja þetta. Er þá málið að minnka slönguna um 50cm þangað til ég er sáttur?
Ég hugsa að ég myndi reyna það. Kannski 30cm í einu?
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 15:18
by Eyvindur
Ertu 100% viss um að þú hafir reiknað með réttu innanmáli þegar þú reiknaðir út lengdina á slöngunni? Ég gerði það vitlaust fyrst. Nú er ég með 3,5m slöngu og eitthvað í kringum 15 punda þrýsting.
Re: Keggar og bragð
Posted: 30. Jan 2014 16:12
by gosi
Eyvindur wrote:Ertu 100% viss um að þú hafir reiknað með réttu innanmáli þegar þú reiknaðir út lengdina á slöngunni? Ég gerði það vitlaust fyrst. Nú er ég með 3,5m slöngu og eitthvað í kringum 15 punda þrýsting.
Alls ekki. Ég bara las ca lengdina á homebrewtalk.com.
Hvaða formúlu notaðir þú?
Re: Keggar og bragð
Posted: 31. Jan 2014 13:54
by Eyvindur
Ég notaði þessa reiknivél hér:
http://www.calczilla.com/brewing/keg-line-balancing/" onclick="window.open(this.href);return false;