Page 1 of 1

Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 18:00
by icegooner
Í gær smakkaði ég bjór sem félagar mínir voru að brugga, gerður úr Coopers lager sýrópi. Hann hafði verið í flöskunum í 3 vikur. Það er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema að það var freyðivíns lykt og bragð af bjórnum, sem er mjög skringilegt. Ég er svo sjálfur að brugga bjór úr Coopers lager sýrópi, og setti ég hann í flöskur í fyrradag. Áður en bjórinn fór í flöskur þá var ósköp venjuleg bjórlykt úr tunnunni, en áðan þá þurfti ég að setja nýjan tappa á eina flöskuna og þegar ég opnaði bjórinn þá þefaði ég úr flöskunni og fann þessa sömu sætu freyðivínslykt af bjórnum. Ég setti samkvæmt leiðbeiningum á aman.is 160gr af strásykri út í um 23 lítra af bjór eftir að ég hafði fleytt honum í aðra tunnu til að skilja eftir botnfallið.

Mín spurning er, afhverju er þessi sæta freyðivínslykt af bjórnum? Hefur einhver annar lennt í þessu? Er þetta kannski bara eitthvað sem hverfur eftir lengri tíma í flöskunum?

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 18:52
by Hjalti
Ég held að þetta sé s.s. sæt lykt sem kemur af því að Lager á að vera gerjaður við mjög lágt hitastig. Helst bara örfáar gráður. Til þess þarft þú til þess gert ger og aðstöðu.

Ef þú bruggar Lager við stofuhita 20°c - 25°c þá lendirðu í því að þú fáir efni í bjórinn sem eru mjög sæt.

Þú getur reynt að lagra hann í langan tíma, s.s. nokkra mánuði, bjórinn minn lagaðist pínu við þetta en hann varð aldrei almennilega góður.

Svo virðist bara vera að það er ákveðið Coopers kit bragð af öllum bjór sem gerður er eftir þessum leiðbeiningum ámunnar.

Ég hef þá kenningu að það sé alls ekki vegna Coopers Kitsins sjálfs heldur útaf þessu hálfa kílói af dextrósi sem sett er út í lögin. Ef þetta er gert þá kemur þetta pínu sæt súra bragð sem er alls ekki nógu gott.

Þannig að þegar þú gerir þetta næst þá myndi ég mæla með því að kaupa 2 dunka af Coopers dótinnu hjá Vínkjallaranum http://www.vinkjallarinn.is" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem að það er 1000 krónum ódýrara en hjá Ámunni og testa hvort þú losnir við bragðið.

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 19:55
by arnilong
Hjalti wrote:Ef þú bruggar Lager við stofuhita 20°c - 25°c þá lendirðu í því að þú fáir efni í bjórinn sem eru mjög sæt.
Hvaða efni eru þetta sem verða svona sæt?

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 20:26
by Andri
Hef ekki heyrt um að gerjunin á þessum sykri gerir þetta sætt, en það koma vissir auka fítusar í bjórinn þinn eins og skrítið ávaxtabragð eða freyðivínsbragð :)
Ég hef einmitt gert 3 svona "lager" kit úr dósum og með viðbættum sykri.
Sykurinn gefur þessu bragð og gerjunin við þetta háa hitastig.
Lager ger gerjar við einhverjar 6-15°C, getur farið lægra niður í 3-4°C las ég einhverstaðar en það er orðið ansi kalt held ég.. svo er hann lageraður í amk 3 vikur
Ég skil ekkert í því afhverju það stendur í leiðbeiningunum sem fylgja lager kittunum að þetta eigi að gerjast við 20-25°C.. það er bara kjaftæði.
Ég er að prófa að gera lager úr svona kitti við 8°C ... nema gerið mitt drapst á leiðinni hingað frá ameríku..

http://en.wikipedia.org/wiki/Saccharomyces_pastorianus" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 20:43
by sigurdur
Ég keypti mér einmitt svona lager kit frá coopers og kveikti síðan á perunni að ég hefði ekki aðstöðu til þess að gerja þetta við þetta lága hitastig þannig að ég keypti mér ölger.

Svo þegar kemur að því að blanda vatninu við sírópið þá opna ég lokið og tek gerpakkann út og viti menn ... það er barasta ekkert lager ger þarna, bara nákvæmnlega sama gerið og er í ölpökkunum frá Coopers.

Mín ágiskun er sú að þetta sé sama gerið í öl og lager kittunum, þannig að þetta eru ekki esterar vegna ofhitunar lagergers heldur eitthvað annað ... kanski innihaldið á kittinu?

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 20:55
by Hjalti
arnilong wrote:
Hjalti wrote:Ef þú bruggar Lager við stofuhita 20°c - 25°c þá lendirðu í því að þú fáir efni í bjórinn sem eru mjög sæt.
Hvaða efni eru þetta sem verða svona sæt?
Mér skildist á einhverju að þetta væri.... Esterar? Gefa svona sætu bragð eithvað.... getur verið að það sé algert kjaftæði :)

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 21:14
by Andri
svo ef maður gerir þetta með tveim svona kittum þá væri best að nota held ég 27 lítra af vatni til að fá og-ið rétt nema þú notir einhvern hluta af hinu kittinu frekar en að skella öllu, þetta sagði Krissi allavegna í Ámunni

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 21. Aug 2009 21:16
by Hjalti
Mæla bara OG eftir að það er búið að setja fyrsta útí.... þá sérðu strax hvort það þurfi heilt eða hálft í viðbót.... væri áhugavert að sjá hvort það er....

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 22. Aug 2009 10:05
by icegooner
Hjalti wrote: Ég hef þá kenningu að það sé alls ekki vegna Coopers Kitsins sjálfs heldur útaf þessu hálfa kílói af dextrósi sem sett er út í lögin. Ef þetta er gert þá kemur þetta pínu sæt súra bragð sem er alls ekki nógu gott.
Hálfa kílói? Áman segir í leiðbeiningum sínum að maður eigi að nota 1. kíló, sem ég gerði. Eru þessar leiðbeiningar Ámunar algjör þvæla bara?

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 22. Aug 2009 11:07
by Eyvindur
Nei, leiðbeiningarnar eru þær sömu og í settinu sjálfu. Það eru Cooper's settin og önnur "Kit 'n' Kilo" sett sem eru þvæla.

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 24. Aug 2009 19:24
by Andri
Sendi coopers mönnum mail um daginn til að grennslast um gerið sem fylgir pökkunum þeirra og fékk svar frá Frank Akers Home Brew Advisor.
Hann sagði að þetta væri öl ger sem fylgir pökkunum (Líka lager pakkanum)
Hann benti mér á að pitcha við 21°C og lækka það svo niður í 17-18°C til að fá meiri "Lager-like flavour profile" ég ætla hinsvegar að prófa að gerja þetta við lægra hitastig en það

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 26. Aug 2009 19:35
by icegooner
Hvernig aðstöðu eruði með til að stjórna hitastiginu? Sjálfur er ég bara að nota bílskúrinn heima og vonaðist bara til þess að þar sem hann er ekki vel hitaður að hitastigið yrði sæmilega lágt (veit allavega að á veturna er hitastigið um 13 gráður í skúrnum) en það hefur greinilega ekki verið nógu kalt. Ég býst samt við því að við næstu gerjun verði hitastigið nær 15-18 gráðum þannig þá losna ég vonandi við þetta leiðinda sæta bragð. Ég þarf svo að finna mér hitamæli, þar sem ég notaðist ekki við slíkan við síðustu bruggun (ekki það samt að ég hefði getað gert eitthvað til að breyta hitastiginu í skúrnum þó ég hefði vitað að það væri of heitt).

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 26. Aug 2009 20:03
by sigurdur
Það var umræða um hitastýringar á þræðinum "Hitastýringaruppsetning ykkar", þú getur mögulega fengið einhverjar hugmyndir úr þeim þræði..

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 26. Aug 2009 21:47
by icegooner
já datt einmitt inn á hann áðan, er svo búinn að vera skoða erlent spjallborð í leit að hugmyndum.

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 26. Aug 2009 21:51
by ulfar
Nr 1 þá mæli ég með allgrain. Annars dettur mér í hug að gott sé að kaupa malt hjá Ölvisholti (pale ale malt) og gera partial mash. Þ.e. meskja 1-2 kg af korni á móti sírópinu. Þarf ekki meiri tæki en gamla bleyju til þess. Ég færi svo varlega í að nota coopers gerið í miklum kulda. Færi ekki neðar en 16-17 gráður, þetta er jú ölger. Fyrir alla coopers áhuga menn er gott að skoða http://www.coopers.com.au/" onclick="window.open(this.href);return false; þar má sjá uppskriftir og uppl um það sem er í dósunum svo sem IBU.

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 26. Aug 2009 22:39
by icegooner
Þarf ekki að hafa góða kunnáttu og ýmis tæki og tól til að gera all grain (sem er ef ég skil rétt að gera þetta alveg frá upphafi)? Ég les mér svo kannski til um partial mash fyrir næstu bruggun.

Annars finnst mér varhugavert að aman.is segi í leiðbeiningum sínum að gerja skuli lager og pilsner bjór við 10-18°c þegar þeir eru með öl ger í Cooper lager pökkunum... Bjórinn minn er nú búinn að vera í flöskunum í eina viku og þegar hann er hristur lítillega gerist lítið (kemur semsagt engin froða), sem gefur það hugsanlega til kynna að gerið sé dautt, ekki satt? Og þá er það væntanlega vegna þess að hitastigið sem hann gerjaðist við var líklega nær þessum 10-18°c en þeim 20-25°c sem þeir segja að eigi að öl eigi að gerjast við. Ef það er raunin verð ég nú að sakast við ámuna fyrir upplýsingar sem passa ekki við vöruna sem þeir selja, en mér finnst nú alveg útúr kortinu að þeir mæli með lágu hitastigi þegar gerið sem er í Lager pakkanum þarnast hærra hitastigs. Sammála?

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 27. Aug 2009 10:23
by Eyvindur
Leiðbeiningarnar hjá Ámunni geta verið varhugaverðar mjög. Hvað gerið varðar þarf ekkert að vera að það sé dautt - það getur hæglega tekið 2-3 vikur fyrir bjórinn að kolsýrast. Þú ert annars örugglega með hann í stofuhita, er það ekki?

All grain krefst einhverra tækja (fyrst og fremst þarf 35-50l pott), en kunnáttan sem þarf er nú ekki ýkja mikil. Ef þú kannt að lesa á hitamæli og getur haldið vatni sæmilega heitu með einhverju móti (kælibox með krana virkar vel) er það í raun allt og sumt. Fólk miklar þetta svolítið fyrir sér, en þetta er ekki flóknara en að baka köku. Ef þú getur farið eftir bakstursuppskrift geturðu bruggað AG.

Re: Skringileg lykt og bragð

Posted: 27. Aug 2009 11:41
by icegooner
Eyvindur wrote:Leiðbeiningarnar hjá Ámunni geta verið varhugaverðar mjög. Hvað gerið varðar þarf ekkert að vera að það sé dautt - það getur hæglega tekið 2-3 vikur fyrir bjórinn að kolsýrast. Þú ert annars örugglega með hann í stofuhita, er það ekki?

All grain krefst einhverra tækja (fyrst og fremst þarf 35-50l pott), en kunnáttan sem þarf er nú ekki ýkja mikil. Ef þú kannt að lesa á hitamæli og getur haldið vatni sæmilega heitu með einhverju móti (kælibox með krana virkar vel) er það í raun allt og sumt. Fólk miklar þetta svolítið fyrir sér, en þetta er ekki flóknara en að baka köku. Ef þú getur farið eftir bakstursuppskrift geturðu bruggað AG.
Ég var með hann við örlítið lægri hita en stofuhita en var í þessu að flytja hann úr bílskúr inn í hús. Við það datt einn bjórinn á hliðina og virðist tappinn hafa losnað þannig það heyrðist þegar loft slapp úr flöskunni þannig ég skellti nýjum tappa á undir eins, en ekki þó áður en ég þefaði úr flöskunni. Hvað annað en þessi yndislega bjórlykt, laus við alla sætulykt, sem blasti við mér. Við nánari athugun virðist semsagt vera að byggjast upp kolsýra í flöskunum auk þess að freyðivínslyktin virðist ekki vera í miklu magni. Ég ætla samt að taka annað tékk á töppunum á öllum flöskunum, þeir virðast vera eitthvað leiðinlegir á sumum flöskunum, sérstaklega stóru flöskunum svo sem Móra og Budweiser. Sem betur fer eru lang flestar flöskurnar mínar 330ml flöskur.

En annars gæti verið að maður fari í frekari aðgerðir í næsta bruggi, svo sem AG eða partial mash, en það kemur allt í ljós.

Vill ég svo bæta við að þetta er frábær síða, ég bjóst ekki við að fá svona mörg góð svör á svo stuttum tíma, þetta virðist vera mjög gott og virkt samfélag.