Page 1 of 1

Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 12. Nov 2013 17:58
by sonurpals
Sælir sérfræðingar.

Mig langar að forvitnast aðeins hjá ykkur, ég er búinn að brugga nokkur skipti og farið 100% eftir leiðbeiningum öll skiptin eða amk. talið mið gera það. Mér finnst hinsvegar gerjunin oft stoppa of snemma hjá mér langar því að fá ykkar skoðun á þessu Eina sem er ekki allgrain er europris.
Hér er það sem ég hef skráð niður
BeeCave OG 1.059 FG 1.025
TriCentennial OG 1.055 FG 1.010
Hafraporter OG 1.071 FG 1.030
BeeCave(simco version) OG 1.052 FG 1.020
Europris konubjór OG 1.031 FG 1.020
RedNose (jólabjór) OG 1.072 FG 1.017
IPA (tilbúinn pakki) OG 1.052 FG 1.017
Englis Pale Ale (tilbúinn pakki) OG 1.065 FG 1.034
IPA (tilbúinn pakki) 1.064 FG 1.031

Heyrði í Hrafnkeli hjá brew.is og hann hélt ég gæti verið að meska á of háum hita en ég hef passað vel upp á það undanfarið svo ég held að það sé ekki málið.
Þrátt fyrir þetta þá er bjórinn alltaf mjög góður (fyrir utan europris draslið) en það væri fínt að fá ykkar skoðun á þessu.

með fyrirfram þökk.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 12. Nov 2013 19:53
by hrafnkell
Ertu búinn að skoða hvort sykurmælirinn sýni 1.000 í vatni?

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 12. Nov 2013 22:51
by drekatemjari
Algengustu hlutirnir sem valda of háu FG eru of hátt meski hitastig og of lágt pitching rate.

Ég hef nokkrum sinnum lent í þessu og eftir því sem ég lærði meira á bjórgerðarlistina er ég full viss um að í flestum tilfellum var ég að nota of lítið af heilbrigðu geri eða að pitcha við of hátt hitastig og láta virtinn síðann kólna í swamp cooler eftir að gerinu var bætt úti.
Ef gerinu er bætt útí við td 20 gráður og virturinn fær síðan að kólna nokkuð snögglega eftir það getur hluti af gerinu fallið niður.
Þurrger er mjög gott og þægilegt í notkun en ef það er ekki rehydrate-að rétt eða einfaldlega dreift beint yfir virtinn getur maður stórlækkað magnið af heilbrigðum gerfrumum sem maður fær í virtinn.
http://bkyeast.wordpress.com/2013/03/13 ... hydration/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://bkyeast.wordpress.com/2012/10/15 ... hydration/" onclick="window.open(this.href);return false;

Of lítið magn af heilbrigðu geri skilar oftar en ekki of háu FG þótt það geri það ekki alltaf.
Hvað varstu að pitcha mikið af geri og hvernig gerðirðu það?

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 14. Nov 2013 19:25
by sonurpals
.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 15. Nov 2013 16:58
by sonurpals
hrafnkell wrote:Ertu búinn að skoða hvort sykurmælirinn sýni 1.000 í vatni?
Sæll og takk fyrir svarið.
Já mælirinn sýnir 1.000 í vatni, ég er líka með annan mælir sem sýnir nákvæmari mælingu (eða svo var mér sagt) nokkrir dropar settir á gler sem er svo borið upp að ljósi.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 15. Nov 2013 16:59
by sonurpals
drekatemjari wrote:Algengustu hlutirnir sem valda of háu FG eru of hátt meski hitastig og of lágt pitching rate.

Ég hef nokkrum sinnum lent í þessu og eftir því sem ég lærði meira á bjórgerðarlistina er ég full viss um að í flestum tilfellum var ég að nota of lítið af heilbrigðu geri eða að pitcha við of hátt hitastig og láta virtinn síðann kólna í swamp cooler eftir að gerinu var bætt úti.
Ef gerinu er bætt útí við td 20 gráður og virturinn fær síðan að kólna nokkuð snögglega eftir það getur hluti af gerinu fallið niður.
Þurrger er mjög gott og þægilegt í notkun en ef það er ekki rehydrate-að rétt eða einfaldlega dreift beint yfir virtinn getur maður stórlækkað magnið af heilbrigðum gerfrumum sem maður fær í virtinn.
http://bkyeast.wordpress.com/2013/03/13 ... hydration/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
http://bkyeast.wordpress.com/2012/10/15 ... hydration/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Of lítið magn af heilbrigðu geri skilar oftar en ekki of háu FG þótt það geri það ekki alltaf.
Hvað varstu að pitcha mikið af geri og hvernig gerðirðu það?
Sæll og takk fyrir svarið, ég hef bæði leyft bjórnum að kólna yfir nótt og kælt hann snöggt eftir suðu en verð að játa að ég hef yfirleitt stráð þurrgeri yfir bjórinn og hrist svo duglega í tunnunni. Bjórinn hefur verið í kringum 20 c þegar ég hef sett gerið út í. Ég hef alltaf gert þetta með tilbúnum pakka og notað þá 1 pakka af því geri sem fylgir með.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 15. Nov 2013 19:55
by hrafnkell
sonurpals wrote:Já mælirinn sýnir 1.000 í vatni, ég er líka með annan mælir sem sýnir nákvæmari mælingu (eða svo var mér sagt) nokkrir dropar settir á gler sem er svo borið upp að ljósi.
Refractometer er ekki nákvæmur á FG nema maður viti OG, og slær bæði gildi inn í þar til gerða reiknivél.. Ef refractometer (ljósbrotsmælir) sýnir 1.000 FG, þá geturðu í raun verið viss um að FG hafi ekki verið 1.000 :)

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 15. Nov 2013 21:26
by Eyvindur
Þetta hljómar eins og gervandamál. Gott er að venja sig á að bleyta upp í gerinu, því annars skilst mér að sirka helmingurinn drepist. Svo borgar sig að reikna út hvað maður þarf mikið af geri, til dæmis á http://www.mrmalty.com" onclick="window.open(this.href);return false; .

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 16. Nov 2013 10:19
by kari
hrafnkell wrote:
sonurpals wrote:Já mælirinn sýnir 1.000 í vatni, ég er líka með annan mælir sem sýnir nákvæmari mælingu (eða svo var mér sagt) nokkrir dropar settir á gler sem er svo borið upp að ljósi.
Refractometer er ekki nákvæmur á FG nema maður viti OG, og slær bæði gildi inn í þar til gerða reiknivél.. Ef refractometer (ljósbrotsmælir) sýnir 1.000 FG, þá geturðu í raun verið viss um að FG hafi ekki verið 1.000 :)
Ég óð líka þessa villuvegar eftir að ég fékk mér ljósbrotsmælinn. Bjórinn braðaðist ekki eins sætur og ég var að mæla hann með ljósbrotsmælinum. Með smá rannsóknarvinnu þá lærði ég eins og hrafnkell bendir á að það þarf að leiðrétta aflesturinn sérstaklega FG. En ef þú villt ná því mesta út úr mælinum þá þarf að kvarða líka OG og kvarða 1.000 punktinn. 1.000 punturinn er einfladlega kvarðaður með hreinu vatni og litlu skrúfunni sem er á mælinum. Hérna eru nýlegar leiðbeiningar sem orða þetta örugglega betur en ég næ að gera:
Notkun á ljósbrotsmæli
Kvörðun á ljósbrotsmæli

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 3. Dec 2013 08:06
by sonurpals
hrafnkell wrote:
sonurpals wrote:Já mælirinn sýnir 1.000 í vatni, ég er líka með annan mælir sem sýnir nákvæmari mælingu (eða svo var mér sagt) nokkrir dropar settir á gler sem er svo borið upp að ljósi.
Refractometer er ekki nákvæmur á FG nema maður viti OG, og slær bæði gildi inn í þar til gerða reiknivél.. Ef refractometer (ljósbrotsmælir) sýnir 1.000 FG, þá geturðu í raun verið viss um að FG hafi ekki verið 1.000 :)

Sæll, ég nota bæði refractometer og mælirinn sem ég fékk hjá þér á sínum tíma þar sem ég vildi vera viss um að hann væri í lagi. Mælirinn frá þér virðist í lagi þ.e. hann sýnir 1.000 þegar ég set hann í vatn.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 3. Dec 2013 08:08
by sonurpals
Eyvindur wrote:Þetta hljómar eins og gervandamál. Gott er að venja sig á að bleyta upp í gerinu, því annars skilst mér að sirka helmingurinn drepist. Svo borgar sig að reikna út hvað maður þarf mikið af geri, til dæmis á http://www.mrmalty.com" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; .
Sæll og takk fyrir þetta... prófa þetta næst.
varðandi yest starter er það að hjálpa líka? ertu með einfalda uppskrift af starter

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 3. Dec 2013 08:10
by sonurpals
kari wrote:
hrafnkell wrote:
sonurpals wrote:Já mælirinn sýnir 1.000 í vatni, ég er líka með annan mælir sem sýnir nákvæmari mælingu (eða svo var mér sagt) nokkrir dropar settir á gler sem er svo borið upp að ljósi.
Refractometer er ekki nákvæmur á FG nema maður viti OG, og slær bæði gildi inn í þar til gerða reiknivél.. Ef refractometer (ljósbrotsmælir) sýnir 1.000 FG, þá geturðu í raun verið viss um að FG hafi ekki verið 1.000 :)
Ég óð líka þessa villuvegar eftir að ég fékk mér ljósbrotsmælinn. Bjórinn braðaðist ekki eins sætur og ég var að mæla hann með ljósbrotsmælinum. Með smá rannsóknarvinnu þá lærði ég eins og hrafnkell bendir á að það þarf að leiðrétta aflesturinn sérstaklega FG. En ef þú villt ná því mesta út úr mælinum þá þarf að kvarða líka OG og kvarða 1.000 punktinn. 1.000 punturinn er einfladlega kvarðaður með hreinu vatni og litlu skrúfunni sem er á mælinum. Hérna eru nýlegar leiðbeiningar sem orða þetta örugglega betur en ég næ að gera:
Notkun á ljósbrotsmæli
Kvörðun á ljósbrotsmæli

Takk fyrir þetta, maður er alltaf að læra :-)

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 3. Dec 2013 08:49
by Eyvindur
sonurpals wrote: varðandi yest starter er það að hjálpa líka? ertu með einfalda uppskrift af starter
Starter hjálpar ef þú ert með blautger, en ekki er mælt með starter fyrir þurrger. Til að gera starter er einfaldast að nota malt extract, og þá náttúrulega sýðurðu það bara aðeins til að sótthreinsa, kælir svo og setur gerið út í. Svo er lítið mál að búa til starter úr korni - bara gera nokkra lítra með BIAB aðferðinni. Ég hef gert hvort tveggja með góðum árangri.

Re: Gerjun stoppar of snemma ?

Posted: 3. Dec 2013 11:34
by helgibelgi
Sæll sonurpals

Hversu lengi gerjar þú yfirleitt? Ég sá það ekki koma fram neins staðar í þessum þræði. Og hvernig mælirðu FG? Þ.e. tekurðu bara eina mælingu eða tekurðu aðra mælingu 2-3 dögum seinna?

Ef þú ert að gerja allt of stutt gæti það verið að stuðla að of laǵu FG hjá þér, hver veit. Ef gravitymælirinn þinn er í lagi og þú ert ekki að meskja of hátt (líklegustu þættirnir) gæti ég trúað að þú sért að stoppa gerið of snemma sjálfur.

Annað sem mér dettur í hug er að þegar þú hristir tunnuna eftir að hafa sett gerið út í vill það til að límast upp við lokið og veggina og mun því ekki gera neitt fyrir þig í framhaldinu. Sjálfur hristi ég virtinn áður en ég pitcha. Er alls ekki að segja að það sé eina leiðir, bara mín leið.

Eins og drekatemjari bendir á eru hitabreytingar líka líklegar til að trufla gerið. Ertu viss um að bjórinn kælist ekki fyrstu 1-2 dagana (ef þú ert til dæmis að færa hana út í skúr eða í geymslu, eftir að hafa kælt þar sem þú bruggar). Eru einhverjar hitasveiflur yfir daginn eða eftir veðri þar sem þú gerjar?