Page 1 of 1
Hitaelement
Posted: 12. Nov 2013 08:39
by Gunnar Ingi
Sælir..
Ég er í vandræðum með 60L suðupott sem er smíðaður að mestu eftir
þessum leiðbeiningum.
Semsagt 60L plasttunna frá Saltkaupum og 3x hitaelement, tekin úr hraðsuðukötlum.
Gallinn við elementin úr kötlunum er sá að þau hætta að hita þegar þau ná ákveðnu hitastigi og þau sem ég er með í þessum potti halda ekki suðu nema í svona korter og hrökkva svo ekki í gang aftur fyrr en hitinn á virtinum er kominn í c.a. 70°C
Ég ætla því að fjárfesta í betra elementi í pottinn og er með nokkrar vangaveltur sem mig langaði að bera undir ykkur.
Er 3500W element (eins og það sem Hrafnkell selur) nóg í svona pott?
Er sniðugra að fara í kringlótt element eins og þau sem fást í Rafhitun?
Hversu nauðsynlegt er að vera með PID stýringu á svona elementum?
Kv,
Gunnar
Re: Hitaelement
Posted: 12. Nov 2013 10:51
by rdavidsson
Sælir..
Ég er í vandræðum með 60L suðupott sem er smíðaður að mestu eftir þessum leiðbeiningum.
Semsagt 60L plasttunna frá Saltkaupum og 3x hitaelement, tekin úr hraðsuðukötlum.
Gallinn við elementin úr kötlunum er sá að þau hætta að hita þegar þau ná ákveðnu hitastigi og þau sem ég er með í þessum potti halda ekki suðu nema í svona korter og hrökkva svo ekki í gang aftur fyrr en hitinn á virtinum er kominn í c.a. 70°C
Hitavörnin er örugglega ennþá á þeim (sem er notuð til að slökkva á elementunum í venjulegum hitakatli), það eina sem á að vera á elementunum eru pólarnir, annað áttu að rífa í burtu
Ég ætla því að fjárfesta í betra elementi í pottinn og er með nokkrar vangaveltur sem mig langaði að bera undir ykkur.
Er 3500W element (eins og það sem Hrafnkell selur) nóg í svona pott?
Það fer eftir því hvað þú ert að gera stórar lagnir og hversu þolimóður þú ert...
Ég er sjálfur með 5,5kW og er oftast að gera 25L batch, ég myndi ekkki nenna að vera með minna element eftir að hafa verið með þetta.. Ég er með PID regli og dælu (það er möst fyrir þetta element)
Er sniðugra að fara í kringlótt element eins og þau sem fást í Rafhitun?
Hversu nauðsynlegt er að vera með PID stýringu á svona elementum?
Ef þú ert með hringrásardælu þá er nauðsynlegt að vera með PID ef þú ætlar að halda hitanum stöðugum í meskingu
Kv,
Gunnar
Re: Hitaelement
Posted: 12. Nov 2013 11:19
by Gunnar Ingi
rdavidsson wrote:
Hitavörnin er örugglega ennþá á þeim (sem er notuð til að slökkva á elementunum í venjulegum hitakatli), það eina sem á að vera á elementunum eru pólarnir, annað áttu að rífa í burtu
Það fer eftir því hvað þú ert að gera stórar lagnir og hversu þolimóður þú ert...
Ég er sjálfur með 5,5kW og er oftast að gera 25L batch, ég myndi ekkki nenna að vera með minna element eftir að hafa verið með þetta.. Ég er með PID regli og dælu (það er möst fyrir þetta element)
Ef þú ert með hringrásardælu þá er nauðsynlegt að vera með PID ef þú ætlar að halda hitanum stöðugum í meskingu
Það getur vel verið að ég hafi gleymt að taka hitasvörnina af. Takk fyrir þá ábendingu..
En hvernig er það með 5500W elementið.. þarf ekki alveg 32A tengil til að keyra það?
Re: Hitaelement
Posted: 12. Nov 2013 11:50
by rdavidsson
25A duga, ég tengi það allavega í 25A án vandræða (sama öryggi og fyrir eldavélina hjá mér).
Re: Hitaelement
Posted: 13. Nov 2013 20:30
by Eyvindur
Já, ég er líka með 25A. Hefur ekkert hikstað.
Re: Hitaelement
Posted: 13. Nov 2013 21:39
by hrafnkell
5500w elementið er tæp 24A. 25A öryggi er því alveg nóg
5500w nást aðeins við 240v, en á 220-230v þá er það aðeins færri wött.
Re: Hitaelement
Posted: 13. Jan 2014 18:38
by aggi
hver ætli tímamunurinn sé á 3500w og 5500w miðað við 25L lagnir er það eitthvað svo rosalegt 15mín kannski ?
Re: Hitaelement
Posted: 14. Jan 2014 08:40
by landnamsmadur
Varðandi strauminn þá mældi ég núna síðast 21,5 A með Clamp Amp mæli (frá boxinu mínu að elementi).
Varðandi stærðina á elementinu þá er ég nýbúinn að skipta úr 3500W og yfir í 5500W og er mjög ánægður.
Stærra elementið styttir rosalega tímann að hita upp vatnið, hvort sem það er kalt frá krana og upp í mash, svo upp í mash-out og loks suðu. Ég var æstur í að stytta bruggdaginn og þetta gerir allan biðtíma "þolanlegri".
Hinsvegar er ekki hlaupið að því að tengja þetta. 3500W er hins hægt að tengja mjög þægilega og hafa næstum hvar sem er.
Re: Hitaelement
Posted: 14. Jan 2014 09:27
by hrafnkell
Það sem landnámsmaðurinn sagði. Útreiknað (Ohms) ætti 5500w elementið að taka um 23A á 230v. Þá þarf maður hlussu tengil og kló og fleira skemmtilegt.
Ég veit ekki með tímamuninn, en ef eitthvað tekur 20mín á 3500w þá tekur það tæpar 13mín á 5500w (ef við reiknum með sömu töpum). Með því að einangra pottinn er hægt að flýta mikið fyrir.
Re: Hitaelement
Posted: 28. Mar 2014 22:37
by arnier
http://www.phpdoc.info/brew/boilcalc.html
Þetta gefur ágætis vísbendingu um suðutíma m.v. ákveðið afl.