vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by Hekk »

Sælir,

hefur einhver hérna gert bjór sem er frekar í lægri kantinum á alkóhól innihaldi og getur deilt með mér góðum ráðum?

t.d. meskihitastig ofl.

Ég stefni annars á létt fölöl líklegast með amerískum humlum (cascade)

Fann annars uppskrift sem lýtur svona út:
3,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 82,6 %
0,27 kg Carahell (Weyermann) (25,6 EBC) Grain 2 7,4 %
0,21 kg Caramunich III (Weyermann) (139,9 EBC) Grain 3 5,8 %
0,15 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC)

OG 1.038 við 75% nýtingu
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by hjaltibvalþórs »

Session bjórar eru snilld. Hér eru nokkur góð ráð: http://www.themadfermentationist.com/20 ... ecipe.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég myndi reyna að redda pakka af góðu ensku ölgeri, t.d. WY1968, og hafa fleiri en eina humlategund til að gera hann meira spennandi. Það er yfirleitt mælt með frekar háu meskihitastigi fyrir svona litla bjóra. Gangi þér vel!
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by Hekk »

takk fyrir linkinn, fullt af upplýsingum þar til að hafa í huga.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by Eyvindur »

Ég gerði enskan mild um daginn, ásamt Sigurði, sem endaði í 3,1%. Mjög flottur - gott boddí og gleði. Þar var það einmitt hátt meskihitastig sem réði mestu, en við notuðum líka rétta gerið - S-04.

Það er líka fínt að stytta meskinguna aðeins. Hálftími ætti að duga, held ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by hrafnkell »

Líka sterkur leikur að sleppa skolun, og jafnvel mashout líka. Það getur haft áhrif á fyllinguna í honum. Hafrar eru líka vinsælir í létta bjóra.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by Eyvindur »

Já, absolute að sleppa skoluninni. Rúgur virkar líka mjög vel til að auka boddí - jafnvel enn betur en hafrar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by gm- »

Hér eru nokkur ráð sem ég hef komist að í leit minni að hinum fullkomna breska bitter.
Það er nauðsynlegt að nota hærri prósentu af specialty grains í svona léttan bjór, því annars virkar hann þunnur og "vatnslegur", brenndi mig á því nokkru sinnum. Fannst þetta skipta meira máli en meskihitastigið. Venjulega nota ég frekar lítið af þeim, en mér fannst bjórinn koma best út með í kringum 15%.
Ekki nota öflug ger eins og US-05, bresku gerin eru fín í þetta.

Hér er uppskriftin sem ég endaði með, ansi góður og auðdrekkanlegur.
O.G. 1.037
F.G. 1.011
ABV 3,4%

Uppskrift
0.25 tsp Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60.0 mins Water Agent 1 -
3.30 kg Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM) Grain 2 84.0 %
0.25 kg Caramel/Crystal Malt - 15L (15.0 SRM) Grain 3 6.8 %
0.20 kg Carastan - 85L (85.0 SRM) Grain 4 5.4 %
0.14 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 5 3.8 %
20.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - First Wort 6 Hop 6 14.4 IBUs
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 60.0 mi Hop 7 11.1 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Boil 20.0 min Hop 8 6.2 IBUs
1.00 tsp Irish Moss (Boil 10.0 mins) Fining 9 -
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 10.0 mi Hop 10 4.0 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Aroma Steep 60 Hop 11 0.0 IBUs
11.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Aroma Steep Hop 12 0.0 IBUs
1.0 pkg Whitbread Ale Yeast (White Labs #WLP017) [35 Yeast 13 -
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by Eyvindur »

+1 á gm

En ég myndi ekki nota Nottingham. Það er frekar duglegt ger.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: vantar góð ráð við gerð á <4% bjór

Post by hrafnkell »

Steinefni eins og gifsið geta líka oft hjálpað svolítið, eins og í uppskriftinni hjá gm. Aðal málið með svona bjóra er að það eru ótrúlega margir litlir hlutir sem gera einir og sér kannski ekki mikið, en dragast saman og mynda góða heild.
Post Reply