Page 1 of 1
Efnafræði bjórs
Posted: 30. Oct 2013 15:00
by Plammi
Sælir
University of Oklahoma ætlar að bjóða upp á frítt 16 vikna nám í bjórfræðum, meira af upplýsingum hér:
https://janux.ou.edu/landing/#CHEM4970-detail
Það er talað um að þurfa góðan grunn í efnafræði ef maður ætlar að fá eitthvað út úr þessu, veit ekki hvort gamla grunnskólamenntunin mín auk efnafræði rafiðna úr Iðnskólanum í Hfj koveri það...
En þetta er allavega áhugavert.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 2. Nov 2013 20:15
by bergrisi
Mér finnst allt í sambandi við bjór áhugavert en held að efnafræði hafi verið leiðinlegasta fagið sem ég tók í framhaldsskóla. Man að ég fékk 5 og fagnaði mjög að þurfa ekki að framlengja kynni mín á almennri efnafræði.
Það væri gaman að heyra frá fleirum hvar hægt sé að bæta við bjórþekkinguna og hvort einhverjir stefni á menntun á þessu sviði.
Hjá mér þyrfti ég að temja mér agaðri vinnubrögð og meira skipulag. Vonandi kemur það einhvern tímann. Kannski væri líka fyrsta skrefið að fá sér ekki alltaf bjór þegar maður bruggar.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 13. Jan 2014 14:36
by astaosk
Eru einhver hér sem eru að fara að taka þetta námskeið? Er að byrja í dag!
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 13. Jan 2014 15:22
by Silenus
Skráði mig fyrir nokkrum mánuðum. Áhugavert að sjá hvernig þeir matreiða þetta ofan í mann.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 13. Jan 2014 15:33
by astaosk
Já ég er mjög spennt að fá inn fyrstu fyrirlestrana. Ég er persónulega með almennu efnafræðina uþb 100% á hreinu en orðið svolítið langt síðan ég hef garfað í lífrænu efnafræðinni.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 14. Jan 2014 11:28
by gni
Ég skráði mig í þetta, ég vona að menntaskólaefnafræðin hjálpi mér, annars er ég með sterka bók mér við hlið til að bjarga mér.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 14. Jan 2014 21:49
by helgibelgi
Er skráður í þetta! Virkar mjög flott hingað til.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 14:03
by helgibelgi
Er einhver búin/n að taka fyrsta "Assignment" Quiz: overview of brewing? Ég þori ekki að opna það ef ég fæ bara eina tilraun ;P
btw, megið adda mér sem contact inni á janux síðunni, nafnið er Helgi Þórir Sveinsson
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 14:21
by astaosk
Ég er enn að læra undir það! Frekar ryðguð í þessari lífrænu efnafræði - stefni á að taka það á föstudaginn.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 14:23
by astaosk
Já og ég er undir nafninu Asta Osk (finn þig ekki Helgi)
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 14:48
by helgibelgi
Ok það gæti verið að ég sé undir nafninu Helgibelgi..
Ég ákvað bara að taka þetta próf. Það virðist hins vegar vera gallað. Ég er nokkuð viss með öll nema síðasta svarið, en fékk þó rangt fyrir nokkur svör sem ég er handviss um. T.d. er Glúkósi dæmi um Monosaccharide - nokkuð viss um það, en fékk þó rangt fyrir. (sbr
http://en.wikipedia.org/wiki/Glucose)
Vona að kennarinn átti sig á þessu og lagi einkunnir
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 21:15
by Plammi
Það var að koma "Hold On" tilkynning, nokkrar spurningar eru gallaðar.
Kúrsinn er nokkuð flottur, lesefnið er frekar ítarlegt en myndböndin hnitmiðuð og vel gerð. Persónulega finnst mér betra að lesa lauslega yfir lesefnið og svo horfa á myndbandið við það efni. Þannig finnst mér ég ná betri skilning.
Heimasíðan sjálf og hvernig námsefnið kemur fram þar er frekar kjánalegt. Allt navigation er kjánalegt og svo er þetta Dashboard alveg tilgangslaust. Þeir gætu lært mikið á að skoða hvernig
http://www.coursera.com" onclick="window.open(this.href);return false; setur upp námsefni.
Þetta fyrsta próf er algjört klúður. Greinilegt að það gleymdist alveg að fá einhvern til að prófa það áður en því var skellt í virkni.
Ef ykkur langar til að adda mér í chat þarna þá heiti ég Pálmi Ívar.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 22. Jan 2014 21:31
by astaosk
Já þetta er allt mjög undarlega sett upp. Ég er að vona að það verði þægilegra að lesa og horfa á næsta hluta með því að nota appið sem er nýkomið.
Re: Efnafræði bjórs
Posted: 27. Jan 2014 17:54
by astaosk
Þá er greinilega búið að fara yfir fyrsta prófið! Prófið sagði mér upphaflega að ég hefði fengið allt sem var handskrifað rangt, en nú sýnist mér ég fá fullt fyrir prófið. Merkilegt að það sé manneskja í því að fara yfir í hið minnsta 1000 próf!