Page 1 of 1

Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 09:21
by nIceguy
...og á kaffi Krús Selfossi...Veii, ef ég bara væri á Íslandi núna!

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 10:17
by Eyvindur
Verst að maður fer voða sjaldan á Selfoss til að fá sér bjór.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 10:26
by nIceguy
Þá lætur maður Vínbarinn duga :)

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 10:30
by Eyvindur
Já, ætli það ekki.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 12:02
by arnilong
Fágunarmeðlimir ættu ekki að láta segja sér þetta tvisvar. Styðjið ÖB og fáið ykkur góðan kranabjór á næstunni.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 12:34
by Idle
Hvar er Vínbarinn?

Fékk eina "sprengju" frá Ölvisholti nýlega. Keypti kippu af Skjálfta og stakk öllu inn í kælinn. Þegar ég opnaði þann síðasta, tæpri viku síðar, gaus allt upp úr honum. Spurning um að endurnefna Skjálfta "Eldgos" ef þetta verður normið? :o

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 13:09
by halldor
Idle wrote:Hvar er Vínbarinn?

Fékk eina "sprengju" frá Ölvisholti nýlega. Keypti kippu af Skjálfta og stakk öllu inn í kælinn. Þegar ég opnaði þann síðasta, tæpri viku síðar, gaus allt upp úr honum. Spurning um að endurnefna Skjálfta "Eldgos" ef þetta verður normið? :o
Var þetta bara einn bjór sem gaus... eða fleiri í kippunni?

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 13:19
by halldor
Geggjaðar fréttir!

Ég persónulega ætla að fara eftir vinnu og fá mér Skjálfta af krana á Vínbarnum.

Það væri gaman að sjá fleiri gerjara þarna kl. 17.30 og sýna stuðning í verki :skal:

PS. Ég bý til nýjan þráð varðandi heimsókn á Vínbarinn í dag.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 13:32
by Idle
halldor wrote:
Idle wrote:Hvar er Vínbarinn?

Fékk eina "sprengju" frá Ölvisholti nýlega. Keypti kippu af Skjálfta og stakk öllu inn í kælinn. Þegar ég opnaði þann síðasta, tæpri viku síðar, gaus allt upp úr honum. Spurning um að endurnefna Skjálfta "Eldgos" ef þetta verður normið? :o
Var þetta bara einn bjór sem gaus... eða fleiri í kippunni?
Bara einn, og sá hafði staðið óhreyfður í kælinum allan tímann.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 15:26
by nIceguy
Idle wrote:Hvar er Vínbarinn?
Vínbarinn er á Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík, sérð það betur hér http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1042052 ... 408164&z=9

Svo er hægt að fá Leffe á krana þarna og svo er Chimay að koma inn (er kannski kominn) en hann er samt í flöskum bara!

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 18:48
by Hjalti
Leffe er ekki lengur á krana þarna....

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 18:56
by halldor
Hjalti wrote:Leffe er ekki lengur á krana þarna....
Þar skjátlast þér kæri vin. Ég var að koma af Vínbarnum og svo maður quote-i nú Homer J. Simpson þá flæddi bjórinn (Leffe) þarna eins og vín.

Stór Skjálfti af krana kostaði 800 krónur og var afar ljúffengur. Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá var að þarna virtist fólk vera að kaupa jafnt Skjálfta, Leffe og Stellu af krana. Ekkert sull þar á ferð!

Ég fékk mér líka Samuel Adams Honey Porter og var hann hreint ekki slæmur.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 21. Aug 2009 20:53
by Hjalti
Öjj... Það var eithvað dót á Leffe krananum bara fyrir örfáum vikum þegar ég var þarna og barþjónnin sagði að hann væri hættur....

Er þetta samt ekki Leffe Blonde?

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 23. Aug 2009 19:13
by sigurdur
Ég fór á föstudagskvöldið ásamt félaga mínum á Vínbarinn til að prófa Skjálfta og ekki fannst mér hann amalegur, en félagi minn fékk hinsvegar alveg hrikalegan brjóstsviða af honum. Hefur einhver annar lent í því?

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 23. Aug 2009 19:15
by Eyvindur
Skjálfti er einmitt einn af fáum lagerbjórum sem ég get drukkið án þess að fá brjóstsviða.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 23. Aug 2009 19:20
by sigurdur
Skrítið hvernig þetta legst mismunandi á fólk.

En ég man hinsvegar að það var Leffe á krana þarna, en við stoppuðum ekki það lengi að það gæfist tími til þess að skella honum í sig.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 24. Aug 2009 13:43
by halldor
sigurdur wrote:Ég fór á föstudagskvöldið ásamt félaga mínum á Vínbarinn til að prófa Skjálfta og ekki fannst mér hann amalegur, en félagi minn fékk hinsvegar alveg hrikalegan brjóstsviða af honum. Hefur einhver annar lent í því?
Ég fæ brjóstsviða af Kalda og sérstaklega páskabjórnum þeirra (veit ekki afhverju??), hef aldrei lent í því með Skjálfta.

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 24. Aug 2009 17:49
by Andri
Hef aldrei fengið brjóstsviða á minni stuttu ævi

Re: Skjálfti kominn á krana...Vínbarnum!

Posted: 24. Aug 2009 17:52
by Eyvindur
You will, son! Muahahahaha!