Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!
Posted: 22. Oct 2013 17:31
Sælir, ég hef verið að lesa yfir þræðina hér, þeir eru ansi margir og ég er ekki búinn að þaullesa þetta allt. Veit að það má kannski ekki endurtaka spurningar sem þegar hafa verið bornar upp hérna
Èg finn þó ekki svarið og ætla að slá til hér samt. Í versta falli fæ ég bara þöglu meðferðina!
Ég er að velta fyrir mér meskingunni aðallega og þá magn vökva inn og út. Menn eru greinilega að gera þetta mismunandi. Stundum "sparge" stundum ekki.
Í fyrsta lagi, hversu mikið skiptir vatnsmagn í upphafi meskingar, ég meina hvort það er 27 L eða 30L? Eftir því sem meira er af vatni þá endar maður með meiri bjór ekki satt? Gæti trúað því að meira vatn þynni bjórinn, þ.e.a.s hafi þá áhrif á OG og IBU ofl???? Er bara að spá í hversu nákvæmur maður þarf að vera.
Í uppskriftum er oft talað um preboil volume...er þá átt við magn í upphafi meskingar eða eftir meskinguna og eins og það hljómar magn fyrir suðuna?
Svo er það "sparge", flott orð, en er ekki verið að meina að bæta við vatni eftir meskingu....þ.e.a.s. skola kornið og ná þannig fram aðeins meira af sykrum í Virtina og auka lokamagnið? Er þetta nauðsynlegt? Hvernig reiknar maður út hve mikinn vökva þarf í þetta t.d.?
Svo að lokum......Mash in og out? Þetta hefur eitthvað að gera með hitastig á meskingu í upphafi og áhrif á mismunandi ensím væntanlega. Velti því bara fyrir mér hvernig maður ákveður hvort maður geri þetta eða ekki? Mash out eitthvað svipað, eðlissvipta eða óvirkja ensímin í lokin.
Kannski of erfitt að svara þessu á einfaldan hátt...sorry! Ég er bara að lenda í að fá bara ca 17 L af bjór í gertunnuna og þá á eftir að taka frá botnfall. Byrja með 27L í upphafi meskingu. Langaði að reyna að fá eitthvað meira út úr þessu.
Kv
Græni karlinn.
Ég er að velta fyrir mér meskingunni aðallega og þá magn vökva inn og út. Menn eru greinilega að gera þetta mismunandi. Stundum "sparge" stundum ekki.
Í fyrsta lagi, hversu mikið skiptir vatnsmagn í upphafi meskingar, ég meina hvort það er 27 L eða 30L? Eftir því sem meira er af vatni þá endar maður með meiri bjór ekki satt? Gæti trúað því að meira vatn þynni bjórinn, þ.e.a.s hafi þá áhrif á OG og IBU ofl???? Er bara að spá í hversu nákvæmur maður þarf að vera.
Í uppskriftum er oft talað um preboil volume...er þá átt við magn í upphafi meskingar eða eftir meskinguna og eins og það hljómar magn fyrir suðuna?
Svo er það "sparge", flott orð, en er ekki verið að meina að bæta við vatni eftir meskingu....þ.e.a.s. skola kornið og ná þannig fram aðeins meira af sykrum í Virtina og auka lokamagnið? Er þetta nauðsynlegt? Hvernig reiknar maður út hve mikinn vökva þarf í þetta t.d.?
Svo að lokum......Mash in og out? Þetta hefur eitthvað að gera með hitastig á meskingu í upphafi og áhrif á mismunandi ensím væntanlega. Velti því bara fyrir mér hvernig maður ákveður hvort maður geri þetta eða ekki? Mash out eitthvað svipað, eðlissvipta eða óvirkja ensímin í lokin.
Kannski of erfitt að svara þessu á einfaldan hátt...sorry! Ég er bara að lenda í að fá bara ca 17 L af bjór í gertunnuna og þá á eftir að taka frá botnfall. Byrja með 27L í upphafi meskingu. Langaði að reyna að fá eitthvað meira út úr þessu.
Kv
Græni karlinn.