Page 1 of 1

Gerjunarskápar

Posted: 20. Oct 2013 20:11
by æpíei
Ég hef ætlað mér að setja hér inn smá grein um gerjunarskápana sem ég smíðaði í sumar. Ég er með kalda geymslu þar sem hitinn er nú um 12-14 gráður. Í sumar fór hann hæst í 18 gráður yfir hádaginn, en var oftast um 16-17. Ég hef mælt hita þarna um hávetur niður í ca 10 gráður. Geymslan er því tilvalin til að brugga bjór sem gerjast við hærri hitastig en það, með smá stýringu til að ná nákvæmlega þeim hita sem þarf.

Ég fann í Góða Hirðinum 2 stykki skápa sem passa akkúrat fyrir eina gerfötu hvor á þúsund kall stykkið. Það má oft gera góð kaup þar. Það þurfti ekki að gera miklar breytingar á þeim til að þeir væru nothæfir. Ég tók hilluna út og sagaði hana til til að fá gereft við efri brún hurðarinnar. Setti svo þéttigúmmí innan í gereftið til að fá betri þéttingu á hurðina. Skápurinn er úr frekar þykkum við nema bakið, sem er masonít. Ég setti því þunnar einungrunarplötur aftan á bakið til að hjálpa við að halda hita. Til greina kemur að klæða meira af skápnum að innan ef þörf er á því.

Til að hita upp skápinn setti ég gamalt perustæði úr porselíni innst í botninn þar sem ég set í 50w eða 60w hitaperu sem ég keypti á eBay (kosta ca $15 með sendikostnaði + VSK). Smíðaði auk þess smá vörn framan við perustæðið svo engin hætta væri á að ég ýti gerjunarfötunni í peruna, það gæti farið illa. Festi svo hitastýringu sem ég fékk í brew.is (5000 kall) undir og tengi hitanema inn í skápinn gegnum gat í botninn. Hitanemann festi ég svo við gerjunarfötuna undir smá einangrun.

Reynslan af þessum skáp er góð. Hann heldur hita vel, innan 0.3 gráður sem hitaelementið ræður við. Það er bara hitun í þessum skáp, ekki kæling. Ég hef þó hugsað mér að setja í hann viftu sem ég hef á örlitlum snúningi til að fá betri dreifingu á lofthita. Ég myndi búa til einfalda hraðastillingu með stýriviðnámi og regulator þannig. Það væri svo hægt að skammhleypa stilliviðnáminu til að setja viftuna á fullt með því að tengja það við kæli partinn á hitastýringunni til að fá smá kælingu ef hitinn fer upp fyrir takmarkið. Það kannski kælir ekki mikið en reynsla mín er sú að skápurinn fór aldrei meira en ca 1 gráðu yfir það sem ég vildi á heitustu dögunum í sumar. Þetta er ekki hugsað sem gerskápur fyrir lagera eða til að lagera.

Sem sagt einfalt að útbúa ef þið hafið aðstæður til, t.d. kaldar geymslur eða bílskúra. Hafið endilega samband ef þið viljið frekari upplýsingar.

Re: Gerjunarskápar

Posted: 20. Oct 2013 22:20
by bergrisi
Virkilega flott.
Geturu sett inn link á svona hitaperu? Er með venjulega peru í mínum skáp.
Gaman af þessum myndum.

Re: Gerjunarskápar

Posted: 20. Oct 2013 22:38
by æpíei
Leitaðu að "CERAMIC HEAT EMITTER" á ebay.com. Það er margt í boði og kostar ekki mikið. Ath að það leggst 550 kr afgreiðslugjald ofan á hverja sendingu plús VSK, svo borgar sig kannski að kaupa 2 ;)

En þú getur líka sett tóma niðursuðudós yfir ljósaperuna. Það virkar nokkurn veginn eins.

Re: Gerjunarskápar

Posted: 20. Oct 2013 22:46
by hrafnkell
Það eru til hitaperur í sumum gæludýrabúðum líka, eru notaðar fyrir skriðdýr. fiskó áttu þetta seinast þegar ég vissi, líklega dýraríkið líka.

Re: Gerjunarskápar

Posted: 20. Oct 2013 22:49
by æpíei
Akkúrat. Þær kosta um 5000 stykkið. Ég keypti þessar hér. Þurfti að vísu að bíða í tæpar 3 vikur en fekk 2 fyrir 1 - og rúmlega það. :)

http://www.ebay.com/itm/50W-220V-CERAMI ... 589d573d9c" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Gerjunarskápar

Posted: 21. Oct 2013 11:48
by jniels
Svo ef menn hafa pláss, þá eru þessar á 2.290 hjá líflandi:
http://www.lifland.is/is/mos/viewProduct/1003" onclick="window.open(this.href);return false;

250w á sama verði.

Re: Gerjunarskápar

Posted: 21. Oct 2013 12:52
by æpíei
Ceramic hitaperurnar eru algjörlega ljóslausar. Ekki það ég haldi að rautt ljós muni skaða. Ég hef líka notað venjulega 60w peru með niðursuðudós yfir og virkaði fínt.

Spurning hvað þarf sterka peru. Ég er með eina 60w og aðra 50w. Þessi 60w náði 24 gráðum í boxinu þegar hitinn í kompunni var milli 16 og 18 gráður. Ekki alveg nóg fyrir saison, en sem betur fer er ég líka með 27 gráðu heita hitakompu ;)

Re: Gerjunarskápar

Posted: 21. Oct 2013 14:05
by helgibelgi
Þetta er virkilega einföld og sniðug lausn. Mun reyna að útfæra eitthvað svipað í köldu geymslunni minni.