Page 1 of 1

Pamela (American Blonde)

Posted: 18. Oct 2013 20:29
by Classic
Bruggdagur. Það er kominn tími á að hvíla sig aðeins á stóru bjórunum, nýlega búinn að sulla saman Tripel, Imperial Stout og Weizenbock, en vantar eitthvað létt og svalandi í bjórskápinn til að vega upp á móti þyngslunum. Hví ekki að teygja aðeins á lærdómskúrfunni í leiðinni, og smella í eins ljósan bjór og mögulegt er? OG 1,050 úr 100% Pilsner. Reiknað út með þýskan Pilsner fyrir viðmiðunartölur, en stíllinn svo brotinn í spað með amerískum humlum og geri. American Blonde = amerísk ljóska, nafnið fann sig eiginlega bara sjálft :)

Code: Select all

 Pamela - German Pilsner (Pils)
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.050
FG: 1.010
ABV: 5.2%%
Bitterness: 30.3 IBUs (Rager)
Color: 4 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Pilsner (2 Row) Ger Grain 4.500 kg    Yes   No  81%%   2 L
Total grain: 4.500 kg

Hops
================================================================================
    Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Cascade 7.4%% 20.000 g Boil 60.000 min Pellet 21.7
 Cascade 7.4%% 15.000 g Boil 20.000 min Pellet  5.5
 Cascade 7.4%% 15.000 g Boil  5.000 min Pellet  3.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Meskingin er að dóla í þetta 64-5 °C. Þetta á helst að vera þurrt eins og Pilsner líka. Spurning ef veður leyfir jafnvel að henda þessu í coldcrash út á svalir...

Er ekki miðinn það sem menn bíða spenntastir eftir, sérstaklega á bjór með þetta nafn?
Image

Re: Pamela (American Blonde)

Posted: 18. Oct 2013 20:32
by hrafnkell
Ég fíla þetta. Treysti á að þú mætir með hann á mánudagsfund, líklega í desember? :)

Re: Pamela (American Blonde)

Posted: 18. Oct 2013 20:49
by Classic
Aldrei að vita. Myndi samt veðja á janúar frekar en desember. Ég er ekkert sérstaklega líklegur að mæta á mánudagsfund meðan jólapróf og jólaverslun eru í gangi :)

Re: Pamela (American Blonde)

Posted: 18. Oct 2013 23:36
by Eyvindur
Omnom. Hljómar spennandi.