Page 1 of 1

Jólaøl

Posted: 16. Oct 2013 08:38
by rdavidsson
.

Re: Jólaøl

Posted: 16. Oct 2013 20:56
by bergrisi
Flott uppskrift. Langar virkilega að gera góðan jólabjór.

Tilraunir hingað til hafa ekki verið frábærar. Eins og kanil sprengjan sem ég bjó til í fyrra. Hann ætti að koma með aðvörun.

Re: Jólaøl

Posted: 16. Oct 2013 23:58
by rdavidsson
bergrisi wrote:Flott uppskrift. Langar virkilega að gera góðan jólabjór.

Tilraunir hingað til hafa ekki verið frábærar. Eins og kanil sprengjan sem ég bjó til í fyrra. Hann ætti að koma með aðvörun.
Takk fyrir það..

Hehe, ég var einmitt að leita að kanil uppskriftinni þinni þegar ég var að áætla magnið í þennann, en fann hana ekki hérna inni.. Við enduðum á því að setja eina litla stöng í 5 mín..

Planið er s.s að fá bara smá lykt af kryddinu, ekkert meira en það ! :)

Re: Jólaøl

Posted: 17. Oct 2013 09:00
by Eyvindur
Almenna reglan er sú að setja frekar of lítið, og geta þá bætt við. Ein kanilstöng í 5 mínútur er örugglega fínt.

Þessi lítur vel út. Spurning hvort maður ætti ekki að henda í eitthvað létt og kryddað fyrir jólin...

Re: Jólaøl

Posted: 17. Oct 2013 11:21
by rdavidsson
Eyvindur wrote:Almenna reglan er sú að setja frekar of lítið, og geta þá bætt við. Ein kanilstöng í 5 mínútur er örugglega fínt.
Við ákváðum einmitt að setja minna en meira, ekkert varið í einhverja kanil sprengju!

Þetta verður örugglega fínasti bjór, mátulega sterkur, mikið af karamellumalti og dass af ristuðu.. fundum uppskriftina inn á Beersmith,

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 10:35
by tryggvib
rdavidsson wrote:vorum reyndar alltof seinir að setja í það og ákváðum því að lækka áfengisprósentuna úr 7,7% niður í 6,5% til að það verði vonandi orðið tilbúið um jólin.
Er einhver svona þumalputtaregla með það hversu lengi maður á að bíða miðað við áfengisprósentu? Mér dettur í hug að þetta hafi einhver áhrif en ég veit ekki alveg hvernig (nema mögulega flöskutæmingaráhrifin).

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 10:51
by hrafnkell
tryggvib wrote:Er einhver svona þumalputtaregla með það hversu lengi maður á að bíða miðað við áfengisprósentu? Mér dettur í hug að þetta hafi einhver áhrif en ég veit ekki alveg hvernig (nema mögulega flöskutæmingaráhrifin).

Nii. Sumir áfengismiklir bjórar eru góðir mjög fljótt, t.d. imperial ipa. Það er kannski helst áfengismagnið, mikill maltkarakter og ristað korn sem eykur þroskunartíma.
Prófaðu bara að gera einhvern durt, svo færðu þér flösku reglulega og finnur muninn á honum. Það er lang best að fá tilfinningu fyrir svona með því að prófa það sjálfur :)

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 10:54
by Eyvindur
Mín reynsla er sú að það er vanmetið að þroska stóra bjóra sem lengst, en ofmetið hversu lengi þarf að bíða með fyrsta smakk. Mínir stóru, maltríku bjórar hafa vanalega verið orðnir fínir eftir ca. mánuð á flöskum, en svo verða þeir auðvitað betri og betri. Ég hef enn ekki gert stóran bjór sem var vondur ungur.

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 15:35
by bergrisi
Ég var með 4 kanilstangir í vodkalegi með vanillu, súkkulaðibaunum og ristuðum mandarínuberki. Átti að vera margslunginn bjór en endaði bara sem kanil-helvíti!

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 16:46
by Eyvindur
Þar hefði verið sniðugt að bæta út í nokkrum dropum af vodkaleginum í einu og smakka til þar til þetta væri orðið passlegt.

Re: Jólaøl

Posted: 24. Oct 2013 21:13
by bergrisi
Ég hellti vodkaleginum og setti bara gumsið útí. Gerði það líka þegar ég gerði súkkulaði bjórinn. Las einhverstaðar að maður ætti að ekki að nota sjálfan vodkan því þá gæti komið of mikið vodkabragð. Er að þróa þessa aðferð og allar ráðleggingar vel þeggnar.

Re: Jólaøl

Posted: 25. Oct 2013 08:57
by Eyvindur
Ég hef heyrt um að búa til vodkalög og setja hann út í. Þá ertu auðvitað ekkert að nota nein ósköp. Þú ættir varla að fá vodkabragð, nema þú notir of mikið eða setjir það í mjög léttan bjór, held ég.