Page 1 of 1

Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 14. Oct 2013 10:07
by bergrisi
Ég hef soldið gaman af því að skoða Kickstarter aðalega til að sjá komandi tækni. Vitaskuld skoðar maður alltaf eitthvað sem tengist bjórgerðinni. Það eru margir sem eru að reyna að auðvelda bruggunarferlið og þetta fannst mér sniðugt. Ekki tilbúnar uppskriftir eins og maður sér svo víða.

http://www.kickstarter.com/projects/170 ... a?ref=live" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 14. Oct 2013 18:24
by Eyvindur
Já, ég set samt spurningamerki við stærðina.

Re: Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 14. Oct 2013 18:35
by æpíei
Viltu eitthvað stærra? :)

http://www.kickstarter.com/projects/car ... -appliance" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 14. Oct 2013 22:27
by bergrisi
Það sem ég hef gaman af er að margir eru að reyna að finna lausnir á þessu skemmtilega sporti sem við erum í.

Stærðin myndi henta svona sólóbruggara eins og mér. 5 gallon. Það er reyndar mjög athyglisvert svar við spurningu hjá þeim um suðu. Telja góða suðu ekki vera nauðsynlega.

Re: Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 14. Oct 2013 22:35
by hrafnkell
55% nýtni, aðeins 4 adjunct (humla) hólf, 2.5 gallon, engin suða(!!!).. Ansi mörg spurningamerki sem ég set við þessa græju...


Brewbot:
Þeir nota Odda pappír...?
Image

Re: Til gamans - Græja framtíðarinnar.

Posted: 15. Oct 2013 18:44
by Idle
Ég verð að taka undir með Hrafnkeli. Svo óttast ég þessa fyrrum Microsoft menn sem standa á bak við þetta djásn. Ekki myndi ég vilja upplifa BSOD í miðju bruggferli! :lol: