Page 1 of 1

Muscles from Brussels - Belgískur Blonde

Posted: 9. Oct 2013 13:37
by gm-
Ætla að smella í þennan í kvöld þar sem öflugt partí á laugardaginn kláraði báða kútana í keezernum. Gengur ekki að hafa tóman keezer!

Þetta ætti að verða belgískur blonde í anda Leffe og slíkra bjóra. Uppskriftin er byggð á uppskrift félaga míns sem vann 1. verðlaun með þessum bjór nýverið. Hann notaði reyndar Hallertau humla, en þar sem mér finnst þeir ekki góðir ætla ég að nota Styrian goldings í staðinn.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 7.51 gal
Post Boil Volume: 6.76 gal
Batch Size (fermenter): 6.25 gal
Estimated OG: 1.068 SG
Estimated Color: 6.4 SRM
Estimated IBU: 30.3 IBUs
Brewhouse Efficiency: 75.00 %
Est Mash Efficiency: 78.3 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
5.00 kg Pilsner (2 Row) Ger (2.0 SRM) Grain 1 74.6 %
1.00 kg Wheat Malt, Ger (2.0 SRM) Grain 2 14.9 %
0.20 kg Caramel/Crystal Malt - 15L (15.0 SRM) Grain 3 3.0 %
0.50 kg Candi Syrup, Golden (5 SRM) Sugar 4 7.5 %
50.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 60.0 mi Hop 5 25.7 IBUs
25.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 10.0 mi Hop 6 4.7 IBUs
1.0 pkg Trappist Ale (White Labs #WLP500) [35.49 Yeast 7 -

Re: Muscles from Brussels - Belgískur Blonde

Posted: 21. Nov 2013 13:40
by Snordahl
Þessi uppskrift lúkkar vel hjá þér.
Hvernig kom hann út og hvaða hitastig varstu með við gerjun?

Re: Muscles from Brussels - Belgískur Blonde

Posted: 21. Nov 2013 21:26
by gm-
Snordahl wrote:Þessi uppskrift lúkkar vel hjá þér.
Hvernig kom hann út og hvaða hitastig varstu með við gerjun?
Hann var mjög fínn, frekar svipaður leffe blonde og álíka bjórum og var fljótur að fara í teiti sem ég hélt.

Ég gerjaði hann við ~20°C í 3 vikur, nógur belgískur karakter í bragði samt, ekkert mál að gerja nokkrum gráðum heitara ef þú vilt enn meiri karakter.

Ég meskjaði frekar kalt í 90 mín, og sauð líka í 90 útaf pilsnermaltinu.

Re: Muscles from Brussels - Belgískur Blonde

Posted: 27. Nov 2013 14:19
by Snordahl
Já ég hef lesið að margir halda hitastiginu við 19-20 gráður fyrstu 2 dagana eða svo en leyfi svo hitanum að stíga upp nokkuð frjálst eftir það. Ég hef sé suma reporta að þeir endi jafnvel í 28 gráðum í lok gerjunar.

Varstu að nota 1pakka af geri eins og þú tekur fram í uppskriftinni eða studdistu við reiknivélar eins og t.d mrmalty?

Re: Muscles from Brussels - Belgískur Blonde

Posted: 27. Nov 2013 14:39
by gm-
Ég var með útrunninn pakka af geri, svo ég gerði 1 lítra starter fyrst til að sjá hvort gerið væri ekki örugglega á lífi. Svo helti ég þeim starter útí 2 lítra starter sem ég notaði svo í bjórinn. Notaði síðan gerkökuna af þessum bjór í Belgíska IPA-inn sem ég gerði í framhaldinu.