Page 1 of 1

Hver er skilgreiningin á mjöður

Posted: 19. Aug 2009 21:28
by valurkris
Daginn, ég var að velta því fyrir mér hvað mjöður er vegna þess að ég er búin að sjá uppskrirtir á mjaðargerðarspjallinu, víngerðarspjallinu og cidergerðarspjallinu af eplavíni og get ekki séð stóran mun á þeim

Kv. Valur

Re: Hver er skilgreiningin á mjöður

Posted: 19. Aug 2009 21:35
by Idle
Mjöður er gerjað hunang og vatn. Svo eru til ótal afbrigði með mismunandi bragðefnum, en nefnast þá gjarnan annað. Til dæmis er mjöður (hunang, vatn, ger) með ávöxtum flokkað sem "melomel", en ef notaðar eru einhverjar kryddjurtir eða humlar, flokkast hann sem "metheglin".

Re: Hver er skilgreiningin á mjöður

Posted: 19. Aug 2009 22:24
by Eyvindur
Það ber kannski að benda á að eplavínið með hunanginu er ekki mjöður. Til að það flokkist sem mjöður þarf megnið af gerjanlega sykrinum að vera úr hunanginu, en í epla"miðinum" er líklega töluvert meiri sykur úr ávaxtasafanum. Þannig að maður myndi trúlega flokka það sem hunangsbætt eplavín.

Re: Hver er skilgreiningin á mjöður

Posted: 20. Aug 2009 14:38
by Valuro
Já það er allveg rétt, Það mætti þá kannski einhver sem völd hefur til færa þann póst yfir á víngerðar þráðinn. Rétt skal vera rétt

Re: Hver er skilgreiningin á mjöður

Posted: 20. Aug 2009 20:47
by valurkris
Takk fyrir svörin, maður er að reyna að fræðast aðeins um þessa hluti