Page 1 of 1

Gamli brúnn - Oud Bruin

Posted: 3. Oct 2013 09:56
by Eyvindur
Ég ákvað með frekar stuttum fyrirvara að búa til flæmskt brúnöl. Ég er með flæmskt rauðöl í glerkút, sem var bruggað í desember 2011, og planið er að setja það á flöskur og skella helmingnum af þessari 40l lögun á kökuna undan honum, og setja eldgamlan pakka af Roselare sem ég kom mér aldrei í að nota út í hinn helminginn. Sjá hvað setur.

Þetta er í efri mörkum stílsins, og ég er með full gamalt ger, þannig að það verður fróðlegt að sjá hvað setur. Í versta falli ætti Brettinn að gera eitthvað, þótt bjórinn verði ekki eins súr og maður hefði kannski viljað. Við sjáum til eftir 9 mánuði eða svo.

Uppskriftin:

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 51,82 l
Post Boil Volume: 41,60 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l
Bottling Volume: 40,00 l
Estimated OG: 1,077 SG
Estimated Color: 41,3 EBC
Estimated IBU: 22,6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 65,0 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
10,00 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 66,1 %
3,00 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 19,8 %
1,12 kg Munich II (Weyermann) (16,7 EBC) Grain 3 7,4 %
1,00 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 4 6,6 %
130,00 g Saaz [3,00 %] - Boil 60,0 min Hop 5 22,6 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 6 -
2,0 pkg Roselare Belgian Blend (Wyeast Labs #376 Yeast 7 -
2,0 pkg SafBrew Specialty Ale (DCL/Fermentis #T- Yeast 8 -
1,00 tsp Yeast Nutrient (Primary 3,0 days) Other 9 -


Mash Schedule: BIAB, Full Body
Total Grain Weight: 15,12 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Saccharification Add 61,06 l of water at 74,2 C 68,9 C 60 min
Mash Out Heat to 75,6 C over 7 min 75,6 C 10 min

Meskingin er í gangi núna. Ég fattaði aðeins of seint að potturinn minn ræður ekki alveg við þetta (hefði ráðið við þetta ef ég ætlaði ekki að sjóða í 90 mínútur - auka vatnsmagnið drap planið). Ég tók þess vegna hluta af vökvanum og korninu og setti í 19l pott og meski þar. Svo blanda ég þessu saman á eftir. Ekkert víst að þetta klikki.

Re: Gamli brúnn - Oud Bruin

Posted: 3. Oct 2013 14:36
by gm-
Hljómar vel, ertu með sér gerjunarílát fyrir súru bjórana? Hef ekki enn lagt í að gera súra bjóra útaf því veseni.

Súrir bjórar eru eiginlega þeir einu sem ég kaupi þessa dagana, rest brugga ég sjálfur :skal:

Re: Gamli brúnn - Oud Bruin

Posted: 3. Oct 2013 16:17
by Eyvindur
Nei, ég nota bara sömu ílát, en ég hreinsa þau líka með klór. Ég myndi ekki treysta no-rinse efnum fyrir bakteríunum.

Ég er alltaf að verða meiri og meiri súr-pervert. Þeir eru bara svo helvíti dýrir - þess vegna er ég að reyna að brugga meira og meira af þeim.

Annars var þetta ævintýralegur dagur. Græjurnar klikkuðust eitthvað og ég náði að byrja að sjóða meskinguna. Fékk hræðilega nýtingu - 55% - þannig að OG er ekki nema 1.068 (vel ásættanlegt, svosem). Hugga mig við það að vera enn í góðum styrk fyrir Oud Bruin (var í efstu mörkum) og að ef það koma tannín er þetta þó súr bjór, sem má alveg vera tannínríkur.

RDWHAHB!