Page 1 of 2
Bæta við geri ?
Posted: 1. Oct 2013 19:44
by Sindri
Sælir
er í smá bobba... Gerði porterinn sem er á brew.is ásamt pale aleinum. Pale er tilbúinn en porterinn er enþá í 1.03ish grav. OG 1.074 Get ég bætt
við geri í tunnuna ? eða hvernig leysir maður þetta ?
kv Sindri
Re: Bæta við geri ?
Posted: 1. Oct 2013 21:39
by hrafnkell
Þú græðir sennilega ekkert á því að setja meira ger í. Hrærðu varlega í gerkökunni með sótthreinsuðu áhaldi og gefðu þessu nokkra daga í viðbót. Ef gravity fer ekki neðar á nokkrum dögum þá er lítið sem þú getur gert. Þá er það sennilega út af of háu hitastigi í meskingu.
Þú tekur reyndar ekki fram hvað þetta er búið að vera lengi í gerjun?
Re: Bæta við geri ?
Posted: 1. Oct 2013 22:03
by Sindri
Porter - 1.074 fór í gerjun 6.9
Pale ale- 1.060 fór í gerjun- 9.9
Sá að ég setti ranga tölu í porternum það er 1.025 sem er ekki of slæmt svosem... (gef honum nokkra daga í viðbót)
Re: Bæta við geri ?
Posted: 2. Oct 2013 13:42
by Plammi
Gerði porterinn um daginn með OG 1069 og endaði í 1024, hefði ekki mátt verða þurrari, þannig að þú ert bara í frábærum málum.
Ef þetta gravity helst óbreytt þá er bara málið að skella þessu á flöskur

Re: Bæta við geri ?
Posted: 2. Oct 2013 22:15
by Baldvin Ósmann
Áhugavert. Langar að skjóta nokkrum spurningum í þennan þráð ef ég má. Ég gerði Porter frá brew.is þann 20. sept. OG var 1.060, aðeins lægra enþað sem segir í uppskriftinni. Hvað veldur því að þið hafið verið að fá hærra OG en ég?
Eftir klukkutíma við 65° í meskingu þá gerði ég mistök þegar ég ætlaði að hækka hitann upp í 77° í tíu mínútur. Mælirinn sat í gatinu á lokinu og var fastur í malti sem flaut upp á yfirborðið þegar ég kveikti á elementinu. Þetta var bara fljótandi kaka af korni sem sýndi ekki réttan hita á vökvanum fyrir neðan. Þegar ég loksins fattaði þetta, 20 mín eftir að ég kveikti á elementinu þá var hitinn kominn í 89°. Getiði sagt mér eitthvað um hvaða áhrif þetta mun hafa á bjórinn?
Tók mælingu áðan og hann var kominn í 1.011 sem gefur mér um 6.7%. Mig minnir að ég hafi fengið Nottingham ger í staðinn fyrir Windsor og uppgefið mögulegt FG er 1.008. Ætti ég að drífa þetta á flöskur? Verður hann "þurr" ef ég bíð lengur? Eða verður off-flavor vegna þessa húbúkks í meskingunni sem gæti lagast við lengri tíma í fötu? Búinn að vera að gerjast við nokkuð stöðugan hita, 22° fyrstu tvo dagana en eftir að aðal gerjuninni lauk hefur hitastigið verið jafnt við 18°.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 2. Oct 2013 23:09
by Eyvindur
Baldvin Ósmann wrote:Áhugavert. Langar að skjóta nokkrum spurningum í þennan þráð ef ég má. Ég gerði Porter frá brew.is þann 20. sept. OG var 1.060, aðeins lægra enþað sem segir í uppskriftinni. Hvað veldur því að þið hafið verið að fá hærra OG en ég?
Ólík nýting í ólíkum kerfum. Þú þarft að reikna út þína nýtingu til að vita nákvæmlega hverju þú mátt gera ráð fyrir. Það tekur vanalega nokkur skipti.
Eftir klukkutíma við 65° í meskingu þá gerði ég mistök þegar ég ætlaði að hækka hitann upp í 77° í tíu mínútur. Mælirinn sat í gatinu á lokinu og var fastur í malti sem flaut upp á yfirborðið þegar ég kveikti á elementinu. Þetta var bara fljótandi kaka af korni sem sýndi ekki réttan hita á vökvanum fyrir neðan. Þegar ég loksins fattaði þetta, 20 mín eftir að ég kveikti á elementinu þá var hitinn kominn í 89°. Getiði sagt mér eitthvað um hvaða áhrif þetta mun hafa á bjórinn?
Ég efast um að þetta hafi nein áhrif. En var hreyfing á vökvanum? Það er alveg fatalt að hita meskingu án þess að hafa hreyfingu á vökvanum.
Tók mælingu áðan og hann var kominn í 1.011 sem gefur mér um 6.7%. Mig minnir að ég hafi fengið Nottingham ger í staðinn fyrir Windsor og uppgefið mögulegt FG er 1.008. Ætti ég að drífa þetta á flöskur? Verður hann "þurr" ef ég bíð lengur? Eða verður off-flavor vegna þessa húbúkks í meskingunni sem gæti lagast við lengri tíma í fötu? Búinn að vera að gerjast við nokkuð stöðugan hita, 22° fyrstu tvo dagana en eftir að aðal gerjuninni lauk hefur hitastigið verið jafnt við 18°.
Maður bíður alltaf þar til gerjunin er búin. Nema maður hafi gaman af sprengjum. En þessi bjór er mjög líklega búinn að gerjast. Það er ekki gerið sem ræður FG, heldur magn ógerjanlegra sykra, sem ræðst af maltsamsetningu (kristalmalt er torgerjanlegt) og meskihita (hár meskihiti=hærra FG). Þegar ég gerði þennan bjór á sínum tíma endaði hann í 1.012, sem mér finnst mjög passlegt FG fyrir porter (en ég er líka ekkert sérstaklega hrifinn af sætum bjórum).
Eins og ég sagði áðan finnst mér ólíklegt að 89°C hiti í meskingunni valdi þér vandræðum. Settu bjórinn á flöskur ef hann er búinn að vera nógu lengi í gerjun (þótt FG sé náð þarf ekki að vera að gerið sé búið að vinna - það þarf að taka til eftir sig líka). Slakaðu svo á. RDWHAHB
Re: Bæta við geri ?
Posted: 3. Oct 2013 01:52
by Sindri
Hvernig er það ef hann endar í 1025 þarf ég ekki að setja minni sykur þegar ég set á flöskur svo ég fái ekki gosbrunn ?
Staðinn fyrir 6.6gr per líter.
Var eh að skoða
http://www.brewersfriend.com/beer-priming-calculator/ Miðað við porter með 2,3 co2 vol yrði það
Corn Sugar: 124.2 gr.. er það of mikið eða ?
Re: Bæta við geri ?
Posted: 3. Oct 2013 07:32
by Eyvindur
Nei, sko, gerjun hættir þegar gerið getur ekki gerjað fleiri sykrur. Svo bætirðu við nýjum sykrum í flöskunni til að fá eftirgerjun til að kolsýra. Það veldur því ekki að gerið fari að ráða við það sem það réði ekki við áður. Það mun gerja sykurinn sem þú bætir við og ekkert meira.
124g er gott magn af sykri. Engar áhyggjur.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 3. Oct 2013 09:22
by hrafnkell
Baldvin Ósmann wrote:Áhugavert. Langar að skjóta nokkrum spurningum í þennan þráð ef ég má. Ég gerði Porter frá brew.is þann 20. sept. OG var 1.060, aðeins lægra enþað sem segir í uppskriftinni. Hvað veldur því að þið hafið verið að fá hærra OG en ég?
Nýtni. Mismunandi aðferðir, hitastig, hrærur, mölun, tímasetningar o.fl. valda því að menn ná mis mikið af sykri úr korninu. Það er eitthvað sem maður stillir sig af með tímanum. Þetta kemur með reynslunni
Baldvin Ósmann wrote:Eftir klukkutíma við 65° í meskingu þá gerði ég mistök þegar ég ætlaði að hækka hitann upp í 77° í tíu mínútur. Mælirinn sat í gatinu á lokinu og var fastur í malti sem flaut upp á yfirborðið þegar ég kveikti á elementinu. Þetta var bara fljótandi kaka af korni sem sýndi ekki réttan hita á vökvanum fyrir neðan. Þegar ég loksins fattaði þetta, 20 mín eftir að ég kveikti á elementinu þá var hitinn kominn í 89°. Getiði sagt mér eitthvað um hvaða áhrif þetta mun hafa á bjórinn?
Þú gætir fengið auka tannín í bjórinn, sem gefur rammt eftirbragð meðal annars. Þú gerir samt ekkert í því núna og ekkert víst að það verði vandamál. Smelltu bjórnum á flöskur og næst manstu eftir því að fylgjast betur með hitanum.
Baldvin Ósmann wrote:Tók mælingu áðan og hann var kominn í 1.011 sem gefur mér um 6.7%. Mig minnir að ég hafi fengið Nottingham ger í staðinn fyrir Windsor og uppgefið mögulegt FG er 1.008. Ætti ég að drífa þetta á flöskur? Verður hann "þurr" ef ég bíð lengur? Eða verður off-flavor vegna þessa húbúkks í meskingunni sem gæti lagast við lengri tíma í fötu? Búinn að vera að gerjast við nokkuð stöðugan hita, 22° fyrstu tvo dagana en eftir að aðal gerjuninni lauk hefur hitastigið verið jafnt við 18°.
Eins og Eyvindur segir þá hættir gerið þegar það getur ekki gerjað meira. Þarna kemur hitastigið í meskingunni fyrst og fremst inn í. Ef maður meskir við hærra hitastig, þá framleiða ensímin í meskingunni meira af löngum sykurkeðjum, sem ger getur ekki unnið á. Þær verða því eftir þegar gerjun er lokið og valda hærri FG mælingu. Einnig á gerið hlut að máli, en hefur mun minna um þetta að segja. Þar er "attenuation" á gerinu sem segir til um hvað gerið er líklegt til þess að gerja mikið af sykrum. Oft eru ger með 70-80% attenuation, sem þýðir að 1.060 bjór getur farið í 1.018-1.012. Það er þó ekki heilög tala og skv minni reynslu ræður meskihitastig mun meiru um þetta.
Sindri wrote:Hvernig er það ef hann endar í 1025 þarf ég ekki að setja minni sykur þegar ég set á flöskur svo ég fái ekki gosbrunn ?
Staðinn fyrir 6.6gr per líter.
Var eh að skoða
http://www.brewersfriend.com/beer-priming-calculator/ Miðað við porter með 2,3 co2 vol yrði það
Corn Sugar: 124.2 gr.. er það of mikið eða ?
Ef bjórinn er fullgerjaður þá er hann fullgerjaður. Það þarf að bæta sykri til að fá gerið aftur í gang í flöskunni. Sjá svar fyrir ofan

Re: Bæta við geri ?
Posted: 3. Oct 2013 14:42
by Baldvin Ósmann
Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að svara mér svona ítarlega, báðir tveir.
Ég tók smakk í gærkvöldi og það var nokkuð hressilegt rammt eftirbragð en að öðru leiti var hann mjög góður. Ég hef verið að google þetta en finn ekkert um það hvort það mildast með tímanum. Hafið þið hugmynd um það?
Gæti ég aukið nýtnina með því að vera duglegri við að hræra í meskingunni eða lækka hitann niður um eina eða tvær gráður? Ég skil það þannig að lægri hiti myndi einfaldari sykrur sem gerið getur nýtt sér betur.
Aftur, takk fyrir frábær svör.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 3. Oct 2013 16:04
by Eyvindur
Þú gætir aukið hana með því að hræra, já, en hitastigið hefur lítið með nýtingu að gera (hún er jafnvel minni ef hitastigið er of lágt), heldur eingöngu gerjanleika virtsins. Nýting í meskingu og gerjanleiki eru aðskildir hlutir.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 6. Oct 2013 18:50
by Sindri
Porterinn endaði í 1.004 - Prófaði að hækka hitastigið aðeins og hann byrjaði að bubbla eins og enginn væri morgundagurinn! verður 9,2%
Re: Bæta við geri ?
Posted: 6. Oct 2013 21:17
by hrafnkell
Sindri wrote:Porterinn endaði í 1.004 - Prófaði að hækka hitastigið aðeins og hann byrjaði að bubbla eins og enginn væri morgundagurinn! verður 9,2%
Ég myndi athuga sykurmælinn... 1.004 er ólíklegt.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 6. Oct 2013 21:30
by Eyvindur
Já, athugaðu hvort flotvogin er nokkuð skökk.
Ég geri ekki ráð fyrir að hitastigið hafi verið að stríða þér (nema þú hafir hækkað hitann í 40°C eða eitthvað).
Þessi uppskrift ætti varla í nokkrum tilfellum að geta farið svona lágt nema þú sért með sýkingu.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 6. Oct 2013 21:33
by Sindri
Var að mæla vatn núna og var það slétt 1.000
Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 10:55
by Eyvindur
Mældu aftur og smakkaðu til að athuga hvort það er súrt eða funky bragð. Taktu hitastigið til gamans. Það er eiginlega útilokað að hann fari svona lágt nema hann sé sýktur, held ég.
Snerirðu flotvoginni aðeins til að vera viss um að hún væri ekki föst við hliðina í glasinu eða eitthvað?
Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 12:54
by Sindri
Snéri mælinum, Bragðaðist nú alveg þokkalega vel. Fann ekkert skrýtið bragð.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 13:22
by Dabby
ég er með bjór heima sem bíður eftir að komast á flöskur og er með FG 1.000 meskingin var við of lágt hitastig og varð löng, bragðið þar bendir ekki til þess að um sýkingu sé að ræða. Er með 3 mismunandi ger í sama virti og tunnurnar stóðu í 1,012 1,005 og 1,000 fyrir rúmri viku.
Ég vil meina að þetta sé meskingin sem fékk að falla niður í ~50°C meðan við vorum að græja hitastýringuna og svo tók það klukkutíma að ná hitanum upp í eðlilegann meskihita ~65°C og við héldum honum í 45-60 mín held ég, þá var meskingin í heild komin upp fyrir 2 tíma. ergo löng mesking og lágur meskihiti sem gefur mjög lágt FG.
Ég mæli þetta aftur væntanlega um næstu helgi þegar því verður umhellt og/eða tappað, þá verð ég líka með gerheitin fyrir framan mig.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 13:28
by Sindri
Gæti trúað því að meskingin hafi eh klikkað hjá mér. Er ekki með neina fancy hitastýringu (stendur samt til bóta).
Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 17:01
by hrafnkell
Bjór á ekki að komast í 1.000, sama hvaða ger eða meskihitastig maður notaði... Það er einhver skekkja einhversstaðar, hvort sem það sé hitastig, sykurmælir eða eitthvað annað
Saison eru t.d. þurrustu bjórar sem finnast í BJCP style guidelines og þeir eru oft gerjaðir vel yfir 30°C en komast samt aldrei niður fyrir 1.002 án hjálp einhverra baktería...
http://www.bjcp.org/2008styles/style16.php#1c" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bjcp.org/2008styles/style17.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þið standið harðir á mælingunum ykkar þá vil ég endilega fá smakk næst þegar þið komið í heimsókn í skúrinn

Re: Bæta við geri ?
Posted: 7. Oct 2013 19:27
by Sindri
Stefni á að setja aftur í porterinn fljótlega

hendi í þig flösku
Re: Bæta við geri ?
Posted: 9. Oct 2013 00:09
by sigurdur
hrafnkell wrote:Bjór á ekki að komast í 1.000, sama hvaða ger eða meskihitastig maður notaði... Það er einhver skekkja einhversstaðar, hvort sem það sé hitastig, sykurmælir eða eitthvað annað
Saison eru t.d. þurrustu bjórar sem finnast í BJCP style guidelines og þeir eru oft gerjaðir vel yfir 30°C en komast samt aldrei niður fyrir 1.002 án hjálp einhverra baktería...
http://www.bjcp.org/2008styles/style16.php#1c" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bjcp.org/2008styles/style17.php" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þið standið harðir á mælingunum ykkar þá vil ég endilega fá smakk næst þegar þið komið í heimsókn í skúrinn

Á ekki eða getur ekki?
Bjór ætti ekki að fara svona lágt, en getur það samt sem áður. Ástæðan fyrir því er að eðlisþyngd alkóhóls (ethanol - 0.787) er minni en eðlisþyngd vatns (1.000).
Ef áfengi er mikið í vökva (svona t.d. eins og þegar maður er með 1.070 OG og það gerjast langt), þá verður það mikið áfengi (ethanol) að eðlisþyngdarmælingar verða "skakkar" miðað við hreint vatn.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 9. Oct 2013 08:25
by Eyvindur
Reyndar, en porter með þetta OG held ég að ætti ekki að geta farið svona lágt. Kornsamsetningin ætti ekki að leyfa það, sama hvernig meskihitastigið er. Þú sérð að pilsner sem er gerður með decoction meskingu og alls konar trixum til að gera hann sem gerjanlegastan fer sjaldan undir 1.010. Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig porter, sem inniheldur slatta af dextrínum úr kristalmaltinu, gæti farið svona lágt með ölgeri og lágum meskihita einu saman.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 24. Oct 2013 20:29
by QTab
hrafnkell wrote:
Ef þið standið harðir á mælingunum ykkar þá vil ég endilega fá smakk næst þegar þið komið í heimsókn í skúrinn

Viku eftir mælingarnar sem Dabby póstaði hér að ofan þá stóðu tölurnar í 1,000 í tunnuni með ensku geri sem við vorum með til tilraunar, 0,999 í tunnunni með belgian abbey II gerinu og þá vantar US05 töluna afþví að við flöskuðum því ekki þá (en það var hæsta mælingin í fyrra settinu) Dabby tók myndir af flotvoginni til sönnunar sem ég hélt hann ætlaði að pósta hér en líklega ekki komið í verk ennþá.
Re: Bæta við geri ?
Posted: 25. Oct 2013 09:07
by Eyvindur
Þið verðið að mæta með þetta á fund. Ef þetta eru réttar mælingar eruð þið að fá 100% attenuation, sem á ekki að geta gerst með þessa kornsamsetningu nema um sýkingu sé að ræða, þannig að ég er mjög forvitinn að smakka þennan bjór.
Eruð þið búnir að prófa að taka mælingar með 2-3 flotvogum?